Hundruð þúsunda hafa lagt niður störf í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 15:01 Launþegar hafa safnast saman í miðborg Lundúna í dag. Getty/Dan Kitwood Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn á Bretlandi hafa lagt niður störf í dag, þar á meðal starfsmenn háskóla, kennarar og lestarstjórar. Þetta er fyrsta verkfallið sem farið er í á Bretlandi síðan 2016. Launafólk fer fram á launahækkanir til að bregðast við hækkandi verðlagi. Kennarasamband Bretlands telur að minnst 85 prósent allra grunnskóla í landinu þurfi að loka alveg eða að hluta til vegna verkfallanna. Menntamálaráðherra landsins sagði þó í yfirlýsingu fyrr í dag að flestir skólar væru opnir þó einhverjar breytingar yrðu á skóladeginum vegna manneklu. Verkföllin teygja sig yfir nær allan opinbera geirann. Í dag taka verkföll til um 124 opinberra stofnana. Launþegar hafa krafist launahækkana og betri kjara. Kennarar í Englandi og Wales sem eru í stéttarfélaginu National Education Union hafa lagt niður störf í dag. Þeir munu jafnframt leggja niður störf 15. febrúar og 16. mars. Í sumum héruðum munu kennarar leggja niður störf fleiri daga. Þá hafa kennarar í Skotlandi, í stéttarfélaginu Educational Institute of Scotland, lagt niður störf en aðeins í Clackmannanshire og Aberdeen. Þar munu kennarar í tveimur héruðum leggja niður störf daglega til 6. febrúar. Vilja launahækkanir í takt við verðbólgu Kennarar í Englandi og Wales fengu 5 prósenta launahækkun í fyrra en vegna verðbólgu segja þeir að launahækkunin hafi engin verið. Í Skotlandi höfnuðu kennarar kjarasamning þar sem kveðið var á um fimm prósenta hækkun. Eins og áður segir eru kennarar ekki einir um að leggja niður störf. Starfsmenn lestarkerfisins hafa lagt niður störf og gera það aftur á föstudag. Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn hafa lagt niður störf í dag og hafa farið fram á 10 prósenta launahækkun. Um sjötíu þúsund háskólastarfsmenn í 150 háskólum ætla að leggja niður störf í átján daga næstu tvo mánuði. Þeir hafa farið fram á 12 prósenta launahækkun, vilja aukin lífeyrisréttindi og að tekist verði á við mikið álag háskólastarfsmanna. Strætó- og rútubílstjórar leggja niður störf í dag, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, ljósmæður og starfsmenn póstþjónustu. Ljóst er að verkföllin munu hafa mikil áhrif í Bretlandi. Bretland England Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Kennarasamband Bretlands telur að minnst 85 prósent allra grunnskóla í landinu þurfi að loka alveg eða að hluta til vegna verkfallanna. Menntamálaráðherra landsins sagði þó í yfirlýsingu fyrr í dag að flestir skólar væru opnir þó einhverjar breytingar yrðu á skóladeginum vegna manneklu. Verkföllin teygja sig yfir nær allan opinbera geirann. Í dag taka verkföll til um 124 opinberra stofnana. Launþegar hafa krafist launahækkana og betri kjara. Kennarar í Englandi og Wales sem eru í stéttarfélaginu National Education Union hafa lagt niður störf í dag. Þeir munu jafnframt leggja niður störf 15. febrúar og 16. mars. Í sumum héruðum munu kennarar leggja niður störf fleiri daga. Þá hafa kennarar í Skotlandi, í stéttarfélaginu Educational Institute of Scotland, lagt niður störf en aðeins í Clackmannanshire og Aberdeen. Þar munu kennarar í tveimur héruðum leggja niður störf daglega til 6. febrúar. Vilja launahækkanir í takt við verðbólgu Kennarar í Englandi og Wales fengu 5 prósenta launahækkun í fyrra en vegna verðbólgu segja þeir að launahækkunin hafi engin verið. Í Skotlandi höfnuðu kennarar kjarasamning þar sem kveðið var á um fimm prósenta hækkun. Eins og áður segir eru kennarar ekki einir um að leggja niður störf. Starfsmenn lestarkerfisins hafa lagt niður störf og gera það aftur á föstudag. Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn hafa lagt niður störf í dag og hafa farið fram á 10 prósenta launahækkun. Um sjötíu þúsund háskólastarfsmenn í 150 háskólum ætla að leggja niður störf í átján daga næstu tvo mánuði. Þeir hafa farið fram á 12 prósenta launahækkun, vilja aukin lífeyrisréttindi og að tekist verði á við mikið álag háskólastarfsmanna. Strætó- og rútubílstjórar leggja niður störf í dag, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, ljósmæður og starfsmenn póstþjónustu. Ljóst er að verkföllin munu hafa mikil áhrif í Bretlandi.
Bretland England Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira