Hundruð þúsunda hafa lagt niður störf í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2023 15:01 Launþegar hafa safnast saman í miðborg Lundúna í dag. Getty/Dan Kitwood Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn á Bretlandi hafa lagt niður störf í dag, þar á meðal starfsmenn háskóla, kennarar og lestarstjórar. Þetta er fyrsta verkfallið sem farið er í á Bretlandi síðan 2016. Launafólk fer fram á launahækkanir til að bregðast við hækkandi verðlagi. Kennarasamband Bretlands telur að minnst 85 prósent allra grunnskóla í landinu þurfi að loka alveg eða að hluta til vegna verkfallanna. Menntamálaráðherra landsins sagði þó í yfirlýsingu fyrr í dag að flestir skólar væru opnir þó einhverjar breytingar yrðu á skóladeginum vegna manneklu. Verkföllin teygja sig yfir nær allan opinbera geirann. Í dag taka verkföll til um 124 opinberra stofnana. Launþegar hafa krafist launahækkana og betri kjara. Kennarar í Englandi og Wales sem eru í stéttarfélaginu National Education Union hafa lagt niður störf í dag. Þeir munu jafnframt leggja niður störf 15. febrúar og 16. mars. Í sumum héruðum munu kennarar leggja niður störf fleiri daga. Þá hafa kennarar í Skotlandi, í stéttarfélaginu Educational Institute of Scotland, lagt niður störf en aðeins í Clackmannanshire og Aberdeen. Þar munu kennarar í tveimur héruðum leggja niður störf daglega til 6. febrúar. Vilja launahækkanir í takt við verðbólgu Kennarar í Englandi og Wales fengu 5 prósenta launahækkun í fyrra en vegna verðbólgu segja þeir að launahækkunin hafi engin verið. Í Skotlandi höfnuðu kennarar kjarasamning þar sem kveðið var á um fimm prósenta hækkun. Eins og áður segir eru kennarar ekki einir um að leggja niður störf. Starfsmenn lestarkerfisins hafa lagt niður störf og gera það aftur á föstudag. Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn hafa lagt niður störf í dag og hafa farið fram á 10 prósenta launahækkun. Um sjötíu þúsund háskólastarfsmenn í 150 háskólum ætla að leggja niður störf í átján daga næstu tvo mánuði. Þeir hafa farið fram á 12 prósenta launahækkun, vilja aukin lífeyrisréttindi og að tekist verði á við mikið álag háskólastarfsmanna. Strætó- og rútubílstjórar leggja niður störf í dag, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, ljósmæður og starfsmenn póstþjónustu. Ljóst er að verkföllin munu hafa mikil áhrif í Bretlandi. Bretland England Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Kennarasamband Bretlands telur að minnst 85 prósent allra grunnskóla í landinu þurfi að loka alveg eða að hluta til vegna verkfallanna. Menntamálaráðherra landsins sagði þó í yfirlýsingu fyrr í dag að flestir skólar væru opnir þó einhverjar breytingar yrðu á skóladeginum vegna manneklu. Verkföllin teygja sig yfir nær allan opinbera geirann. Í dag taka verkföll til um 124 opinberra stofnana. Launþegar hafa krafist launahækkana og betri kjara. Kennarar í Englandi og Wales sem eru í stéttarfélaginu National Education Union hafa lagt niður störf í dag. Þeir munu jafnframt leggja niður störf 15. febrúar og 16. mars. Í sumum héruðum munu kennarar leggja niður störf fleiri daga. Þá hafa kennarar í Skotlandi, í stéttarfélaginu Educational Institute of Scotland, lagt niður störf en aðeins í Clackmannanshire og Aberdeen. Þar munu kennarar í tveimur héruðum leggja niður störf daglega til 6. febrúar. Vilja launahækkanir í takt við verðbólgu Kennarar í Englandi og Wales fengu 5 prósenta launahækkun í fyrra en vegna verðbólgu segja þeir að launahækkunin hafi engin verið. Í Skotlandi höfnuðu kennarar kjarasamning þar sem kveðið var á um fimm prósenta hækkun. Eins og áður segir eru kennarar ekki einir um að leggja niður störf. Starfsmenn lestarkerfisins hafa lagt niður störf og gera það aftur á föstudag. Um hundrað þúsund opinberir starfsmenn hafa lagt niður störf í dag og hafa farið fram á 10 prósenta launahækkun. Um sjötíu þúsund háskólastarfsmenn í 150 háskólum ætla að leggja niður störf í átján daga næstu tvo mánuði. Þeir hafa farið fram á 12 prósenta launahækkun, vilja aukin lífeyrisréttindi og að tekist verði á við mikið álag háskólastarfsmanna. Strætó- og rútubílstjórar leggja niður störf í dag, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, ljósmæður og starfsmenn póstþjónustu. Ljóst er að verkföllin munu hafa mikil áhrif í Bretlandi.
Bretland England Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira