Áfrýjun Tate-bræðra hafnað en þeir segjast saklausir Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 16:32 Andrew Tate kallar á fjölmiðlafólk er hann var leiddur inn í dómhús í Búkarest í dag. AP/Andreea Alexandru Áfrýjun Andrew Tate og bróður hans, Tristan, var hafnað af áfrýjunardómstól Búkarest í dag. Þeir munu þurfa að dvelja í fangelsi þar til undir lok febrúar. Andrew öskraði á aðdáendur sína og fjölmiðla að hann væri saklaus þegar hann var leiddur inn í dómhús í dag. Bræðurnir voru leiddir fyrir dóma í dag þar sem áfrýjun þeirra á gæsluvarðhaldsúrskurði var tekin fyrir. Gæsluvarðhald þeirra var framlengt um miðjan janúar og þurfa þeir að sitja inni til 27. febrúar. Þeir áfrýjuðu dómnum en var hafnað. Lögreglan hefur enn ekki ákært bræðurna en þeir eru grunaðir um að hafa stofnað hóp sem stundaði skipulagða glæpastarfsemi sem fólst í því að þvinga konur til framleiðslu klámefnis sem dreifa hafi átt á sérstökum áskriftarsíðum á netinu. Þeir fluttu báðir til Rúmeníu fyrir fimm árum síðan. Margir tökumenn og fréttamenn voru á svæðinu þegar þeir voru leiddir inn og út úr dómhúsinu. Tate kallaði á fjölmiðla að hann væri saklaus og að sannleikurinn myndi koma í ljós. Þá sé lögreglan ekki með nein sönnunargögn gegn honum. Klippa: Andrew Tate leiddur fyrir dómara Rúmenía Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Dómari útskýrir gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Tate-bræðrum Dómstóll í Búkarest segir í yfirlýsingu að áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Andrew Tate og Tristan Tate hafi verið nauðsynlegt til að tryggja almannahagsmuni. Dómari telur hættu stafa af bræðrunum og segir þá hafa sérstakt lag á því að beita sálrænni misneytingu. Í einhverjum tilvikum hafi verið gripið til líkamlegs ofbeldis. 27. janúar 2023 23:19 Tate segist ekkert hafa gert af sér Andrew Tate segir saksóknara í Rúmeníu ekki hafa mál gegn sér í höndunum. Hann, Tristan bróðir hans, og tvær konur hafa verið handtekin og eru meðal annars sökuð um mansal og nauðgun. Rannsakendur eru að grandskoða síma þeirra og önnur tæki vegna rannsóknar lögreglunnar. 25. janúar 2023 14:39 Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14 Hlakkar í Thunberg yfir handtöku Tate Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg hæddist að fréttum af því að Andrew Tate, samfélagsmiðlastjarna sem er þekkt fyrir kvenhatur, hafi verið tekinn höndum í Rúmeníu. Fátt bendir þó til að Twitter-skærur Tate og Thunberg hafi átt þátt í að lögregla hafði hendur í hári hans. 30. desember 2022 09:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Bræðurnir voru leiddir fyrir dóma í dag þar sem áfrýjun þeirra á gæsluvarðhaldsúrskurði var tekin fyrir. Gæsluvarðhald þeirra var framlengt um miðjan janúar og þurfa þeir að sitja inni til 27. febrúar. Þeir áfrýjuðu dómnum en var hafnað. Lögreglan hefur enn ekki ákært bræðurna en þeir eru grunaðir um að hafa stofnað hóp sem stundaði skipulagða glæpastarfsemi sem fólst í því að þvinga konur til framleiðslu klámefnis sem dreifa hafi átt á sérstökum áskriftarsíðum á netinu. Þeir fluttu báðir til Rúmeníu fyrir fimm árum síðan. Margir tökumenn og fréttamenn voru á svæðinu þegar þeir voru leiddir inn og út úr dómhúsinu. Tate kallaði á fjölmiðla að hann væri saklaus og að sannleikurinn myndi koma í ljós. Þá sé lögreglan ekki með nein sönnunargögn gegn honum. Klippa: Andrew Tate leiddur fyrir dómara
Rúmenía Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Dómari útskýrir gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Tate-bræðrum Dómstóll í Búkarest segir í yfirlýsingu að áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Andrew Tate og Tristan Tate hafi verið nauðsynlegt til að tryggja almannahagsmuni. Dómari telur hættu stafa af bræðrunum og segir þá hafa sérstakt lag á því að beita sálrænni misneytingu. Í einhverjum tilvikum hafi verið gripið til líkamlegs ofbeldis. 27. janúar 2023 23:19 Tate segist ekkert hafa gert af sér Andrew Tate segir saksóknara í Rúmeníu ekki hafa mál gegn sér í höndunum. Hann, Tristan bróðir hans, og tvær konur hafa verið handtekin og eru meðal annars sökuð um mansal og nauðgun. Rannsakendur eru að grandskoða síma þeirra og önnur tæki vegna rannsóknar lögreglunnar. 25. janúar 2023 14:39 Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14 Hlakkar í Thunberg yfir handtöku Tate Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg hæddist að fréttum af því að Andrew Tate, samfélagsmiðlastjarna sem er þekkt fyrir kvenhatur, hafi verið tekinn höndum í Rúmeníu. Fátt bendir þó til að Twitter-skærur Tate og Thunberg hafi átt þátt í að lögregla hafði hendur í hári hans. 30. desember 2022 09:52 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Dómari útskýrir gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Tate-bræðrum Dómstóll í Búkarest segir í yfirlýsingu að áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Andrew Tate og Tristan Tate hafi verið nauðsynlegt til að tryggja almannahagsmuni. Dómari telur hættu stafa af bræðrunum og segir þá hafa sérstakt lag á því að beita sálrænni misneytingu. Í einhverjum tilvikum hafi verið gripið til líkamlegs ofbeldis. 27. janúar 2023 23:19
Tate segist ekkert hafa gert af sér Andrew Tate segir saksóknara í Rúmeníu ekki hafa mál gegn sér í höndunum. Hann, Tristan bróðir hans, og tvær konur hafa verið handtekin og eru meðal annars sökuð um mansal og nauðgun. Rannsakendur eru að grandskoða síma þeirra og önnur tæki vegna rannsóknar lögreglunnar. 25. janúar 2023 14:39
Segir stúlkurnar hafa viljað verða eiginkonur Andrew Tate Öryggisvörður samfélagsmiðlastjörnunnar Andrew Tate segir að einhverjar af þeim konum sem Tate er grunaður um að hafa haldið gegn þeirra vilja hafi viljað verða eiginkonur hans. Hann telur konurnar hafa misskilið raunverulegt samband þeirra og segir yfirmann sinn aldrei hafa sýnt af sér árásargjarna hegðun líka þeirri sem hann er sakaður um. 16. janúar 2023 23:14
Hlakkar í Thunberg yfir handtöku Tate Ungi umhverfissinninn Greta Thunberg hæddist að fréttum af því að Andrew Tate, samfélagsmiðlastjarna sem er þekkt fyrir kvenhatur, hafi verið tekinn höndum í Rúmeníu. Fátt bendir þó til að Twitter-skærur Tate og Thunberg hafi átt þátt í að lögregla hafði hendur í hári hans. 30. desember 2022 09:52