Anna skákar Guðrúnu í fyrsta sinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2023 10:57 Ekki er ólíklegt að einhver á þessari mynd heiti annað hvort Anna eða Jón. Vísir/Vilhelm Nafnið Anna er orðið algengasta kvenmannsnafnið á Íslandi og steypir þar með nafninu Guðrún í fyrsta sinn af stóli sem algengasta kvennmannsnafn Íslands. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem birt hefur upplýsingar um algengust eiginnöfn Íslendinga í ársbyrjun 2023. Þar dregur heldur betur til tíðinda, eins og fyrr segir, þar sem frá upphafi mælinga hefur Guðrún verið algengasta eiginnafn kvenna hér á landi. Eiginnafnið Anna ber þann titil hins vegar í dag í fyrsta sinn. Alls bera 4.792 konur nafnið Anna en 4.472 konur nafnið Guðrún. Hjá körlum var Jón algengasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Af kvenmannsnöfnum var Anna algengast, þá Guðrún og svo Kristín. Á vef Hagstofunnar segir að flestir landsmenn bera fleiri en eitt nafn. Í ársbyrjun 2023 voru þrjár algengustu samsetningarnar hjá körlum Jón Þór, Gunnar Þór og Arnar Freyr. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin fimm árum fyrr með þeirri undantekningu að Arnar Freyr kom upp í þriðja sætið á kostnað Jóns Inga. Hjá konum voru þrjár algengustu samsetningarnar Anna María, Anna Kristín og Anna Margrét. Þetta voru líka þrjú algengustu tvínefnin árið 2018. Þrátt fyrir að nöfnin Jón og Anna séu algengust komast þau hins vegar ekki á blað þegar kemur að vinsælustu nöfnum nýfæddra á árinu 2021. Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2021 en þar á eftir Jökull og Alexander. Emilía var vinsælasta stúlkunafnið en þar á eftir Embla og Sara. Þór var langvinsælasta annað eiginnafnið hjá drengjum en þar á eftir Freyr og Máni. Rós var vinsælasta annað eiginnafnið hjá stúlkum. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Björk og Ósk sem vinsælasta annað eiginnafn nýfæddra stúlkna. Mannanöfn Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem birt hefur upplýsingar um algengust eiginnöfn Íslendinga í ársbyrjun 2023. Þar dregur heldur betur til tíðinda, eins og fyrr segir, þar sem frá upphafi mælinga hefur Guðrún verið algengasta eiginnafn kvenna hér á landi. Eiginnafnið Anna ber þann titil hins vegar í dag í fyrsta sinn. Alls bera 4.792 konur nafnið Anna en 4.472 konur nafnið Guðrún. Hjá körlum var Jón algengasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Af kvenmannsnöfnum var Anna algengast, þá Guðrún og svo Kristín. Á vef Hagstofunnar segir að flestir landsmenn bera fleiri en eitt nafn. Í ársbyrjun 2023 voru þrjár algengustu samsetningarnar hjá körlum Jón Þór, Gunnar Þór og Arnar Freyr. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin fimm árum fyrr með þeirri undantekningu að Arnar Freyr kom upp í þriðja sætið á kostnað Jóns Inga. Hjá konum voru þrjár algengustu samsetningarnar Anna María, Anna Kristín og Anna Margrét. Þetta voru líka þrjú algengustu tvínefnin árið 2018. Þrátt fyrir að nöfnin Jón og Anna séu algengust komast þau hins vegar ekki á blað þegar kemur að vinsælustu nöfnum nýfæddra á árinu 2021. Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2021 en þar á eftir Jökull og Alexander. Emilía var vinsælasta stúlkunafnið en þar á eftir Embla og Sara. Þór var langvinsælasta annað eiginnafnið hjá drengjum en þar á eftir Freyr og Máni. Rós var vinsælasta annað eiginnafnið hjá stúlkum. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Björk og Ósk sem vinsælasta annað eiginnafn nýfæddra stúlkna.
Mannanöfn Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira