Efling skýtur lögmæti miðlunartillögunnar til héraðsdóms Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 13:42 Efling ætlar að kæra miðlunartillögu ríkissáttasemjara til héraðsdóms. Vísir/Vilhelm Efling hefur ákveðið að skjóta kröfu sinni um ógildingu miðlunartillögu ríkissáttasemjara til Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta gerir félagið vegna viðbragðsleysis Guðmundar Inga Guðbrandssonar vinnumarkaðsráðherra við stjórnsýslukæru Eflingar. Efling kærði miðlunartillögu ríkissáttasemjara til vinnumarkaðsráðuneytisins 30. janúar síðastliðinn. Til stóð að Guðmundur Ingi fundaði með Eflingu sama dag en fundurinn frestaðist vegna útlandaferðar ráðherra. Efling segir nú í tilkynningu að ríkissáttasemjara hafi verið stefnt fyrir héraðsdóm þar sem Efling muni krefjast ógildingar miðlunartillögu hans sem kynnt var 26. janúar síðastliðinn. Efling hafi frá upphafi hafnað lögmæti tillögunnar þar sem hún var kynnt eftir að Efling boðaði til verkfalls. „Við höfum sagt frá byrjun að miðlunartillaga ríkissáttasemjar er lögleysa og markleysa. Embættið hefur misnotað valdheimildir sínar til að taka afstöðu með sjónarmiðum annars aðilans í kjaradeilu og reyni að svipta hinn aðilann, sem í þessu tilviki er tekjulægsta verkafólk landsins, sjálfstæðum samningsrétti sínum. Við eigum heimtingu á að dómstólar fjalli um þetta framferði,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að stefnan veðri lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag og óskað verði eftir flýtimeðferð. Þegar eru nokkur kærumál í gangi í þessari deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og deilu Eflingar og ríkissáttasemjara hins vegar. Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni héraðsdóms við að fá kjörskrá Eflingar afhenta en sáttasemjari vill leggja miðlunartillögu sína fyrir félagsfólk. Samtök atvinnulífsins hafa þá kært Eflingu til Félagsdóms en samtökin vilja fá úr um það skorið hvort Eflingarliðar megi leggja niður störf á þriðjudag samkvæmt áætlun á meðan miðlunartillagan hefur ekki verið sett í atkvæðagreiðslu. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. 2. febrúar 2023 13:24 Ekki bara skortur á mat heldur færi allt of mikið í ruslið Forstjóri Innnes, eins stærsta heildsalans á höfuðborgarsvæðinu, segir að verði úr verkföllum Eflingar hjá Samskipum og Olíudreifingu geti heildsalinn aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga. 2. febrúar 2023 11:15 Við erum öll Efling Staðreyndir í kjarabaráttu Eflingar er það eina sem við verðum að einblína á. Þá staðreynd að laun verkafólks duga ekki til framfærslu. Finnst okkur þessi staðreynd ásættanleg? Ef svarið er nei, þá styðjum við kjarabaráttu verkafólks innan Eflingar. Þetta er ekki flóknara. Það er allt í veröldinni samofið og verkfall Eflingar kemur því okkur öllum við. Við erum öll Efling. 1. febrúar 2023 18:01 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Efling kærði miðlunartillögu ríkissáttasemjara til vinnumarkaðsráðuneytisins 30. janúar síðastliðinn. Til stóð að Guðmundur Ingi fundaði með Eflingu sama dag en fundurinn frestaðist vegna útlandaferðar ráðherra. Efling segir nú í tilkynningu að ríkissáttasemjara hafi verið stefnt fyrir héraðsdóm þar sem Efling muni krefjast ógildingar miðlunartillögu hans sem kynnt var 26. janúar síðastliðinn. Efling hafi frá upphafi hafnað lögmæti tillögunnar þar sem hún var kynnt eftir að Efling boðaði til verkfalls. „Við höfum sagt frá byrjun að miðlunartillaga ríkissáttasemjar er lögleysa og markleysa. Embættið hefur misnotað valdheimildir sínar til að taka afstöðu með sjónarmiðum annars aðilans í kjaradeilu og reyni að svipta hinn aðilann, sem í þessu tilviki er tekjulægsta verkafólk landsins, sjálfstæðum samningsrétti sínum. Við eigum heimtingu á að dómstólar fjalli um þetta framferði,“ er haft eftir Sólveigu Önnu í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að stefnan veðri lögð fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag og óskað verði eftir flýtimeðferð. Þegar eru nokkur kærumál í gangi í þessari deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins annars vegar og deilu Eflingar og ríkissáttasemjara hins vegar. Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni héraðsdóms við að fá kjörskrá Eflingar afhenta en sáttasemjari vill leggja miðlunartillögu sína fyrir félagsfólk. Samtök atvinnulífsins hafa þá kært Eflingu til Félagsdóms en samtökin vilja fá úr um það skorið hvort Eflingarliðar megi leggja niður störf á þriðjudag samkvæmt áætlun á meðan miðlunartillagan hefur ekki verið sett í atkvæðagreiðslu.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Dómsmál Tengdar fréttir Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. 2. febrúar 2023 13:24 Ekki bara skortur á mat heldur færi allt of mikið í ruslið Forstjóri Innnes, eins stærsta heildsalans á höfuðborgarsvæðinu, segir að verði úr verkföllum Eflingar hjá Samskipum og Olíudreifingu geti heildsalinn aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga. 2. febrúar 2023 11:15 Við erum öll Efling Staðreyndir í kjarabaráttu Eflingar er það eina sem við verðum að einblína á. Þá staðreynd að laun verkafólks duga ekki til framfærslu. Finnst okkur þessi staðreynd ásættanleg? Ef svarið er nei, þá styðjum við kjarabaráttu verkafólks innan Eflingar. Þetta er ekki flóknara. Það er allt í veröldinni samofið og verkfall Eflingar kemur því okkur öllum við. Við erum öll Efling. 1. febrúar 2023 18:01 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Vinnudeilur ekki gagnlegar þegar spenna er í hagkerfinu Fjármálaráðherra segir vinnudeilur, líkt og er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Eflingar, séu ekki gagnlegar þegar mikil spenna er í hagkerfinu líkt og er um þessar mundir. Hann vill sjá vinnu lagða í að þroska vinnumarkaðsmódelið til að draga úr líkunum á að ágreiningur í kjaraviðræðum endi á svipuðum stað og SA og Efling eru komin á. 2. febrúar 2023 13:24
Ekki bara skortur á mat heldur færi allt of mikið í ruslið Forstjóri Innnes, eins stærsta heildsalans á höfuðborgarsvæðinu, segir að verði úr verkföllum Eflingar hjá Samskipum og Olíudreifingu geti heildsalinn aðeins haldið úti starfsemi í nokkra daga. 2. febrúar 2023 11:15
Við erum öll Efling Staðreyndir í kjarabaráttu Eflingar er það eina sem við verðum að einblína á. Þá staðreynd að laun verkafólks duga ekki til framfærslu. Finnst okkur þessi staðreynd ásættanleg? Ef svarið er nei, þá styðjum við kjarabaráttu verkafólks innan Eflingar. Þetta er ekki flóknara. Það er allt í veröldinni samofið og verkfall Eflingar kemur því okkur öllum við. Við erum öll Efling. 1. febrúar 2023 18:01