Sáu eigin andardrátt frjósa og falla niður sem snjó Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 17:31 Frá ævintýrinu á Langjökli. Aðsent Snemma á sunnudag héldu Davíð Goði Þorvarðarson, Alex Michael Green, Benjamin Hardman og Tucker Doss upp á Langjökul með það markmið að tjalda og gista yfir nótt á ísilögðu yfirborðinu. „Íslenska veðrið er ótrúlega erfitt þegar kemur að svona ferðum því hitastigið er stöðugt að breytast. Það snjóar, bráðnar og frýs til skiptis og því er ótrúlega erfitt að halda sér þurrum og hlýjum,“ segir Davíð Goði um ævintýrið í samtali við Lífið. „Við erum allir ljósmyndarar og kvikmyndagerðarmenn og störfum á samfélagsmiðlum og höfum allir mikla reynslu af útivist. Benjamin leiddi ferðina enda er hann reyndastur í ferðum eins og þessum. Við gistum í tíu manna tjaldi og var nóttin alveg gífurlega köld, eða 15 stiga frost,“ segir Davíð Goði um þessa köldu nótt. View this post on Instagram A post shared by B E N J A M I N (@benjaminhardman) Appelsínugul viðvörun „Eini hitinn sem hélst inni í tjaldinu var andardrátturinn okkar og líkamshitinn, stundum mátti sjá andardráttinn rísa upp að toppi sem gufa og frjósa efst og falla niður eins og snjór. Við vöknuðum snemma um nóttina og ákváðum að fara snemma heim vegna appelsínugulrar viðvörunnar sem væri yfirvofandi.“ Þrátt fyrir kuldann þá sáu þeir ekki eftir því að hafa prófað þessa upplifun í íslensku náttúrunni á kaldri vetrarnóttu. Leyfðu þeir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu öllu á samfélagsmiðlum. „Ég mæli með þessu fyrir alla sem vilja alvöru ævintýri og eru ekki hræddir við kuldann. Við vorum á einum bíl sem er örlítið áhættusamt en mælt er með að vera á tveimur bílum ef einn skyldi festast og vera ávallt með talstöð og samband við tengilið niðri á jörðu. Jökullinn og yfirborðið er ótrúlega fallegt en að sama skapi stórhættulegt og það er held ég það sem gerir þetta svona skemmtilegt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessu ævintýri. Myndirnar eru frá Davíð, Alex og Tucker. Davíð Goði mælir með því að fólk hafi varann á og fari ekki á einum bíl í svona ævintýri.Aðsent Lognið á undan storminum. Aðsent Alex í tjaldinu.Aðsent Davíð Goði á jöklinum. Aðsent Aðsent Fjallamennska Samfélagsmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
„Íslenska veðrið er ótrúlega erfitt þegar kemur að svona ferðum því hitastigið er stöðugt að breytast. Það snjóar, bráðnar og frýs til skiptis og því er ótrúlega erfitt að halda sér þurrum og hlýjum,“ segir Davíð Goði um ævintýrið í samtali við Lífið. „Við erum allir ljósmyndarar og kvikmyndagerðarmenn og störfum á samfélagsmiðlum og höfum allir mikla reynslu af útivist. Benjamin leiddi ferðina enda er hann reyndastur í ferðum eins og þessum. Við gistum í tíu manna tjaldi og var nóttin alveg gífurlega köld, eða 15 stiga frost,“ segir Davíð Goði um þessa köldu nótt. View this post on Instagram A post shared by B E N J A M I N (@benjaminhardman) Appelsínugul viðvörun „Eini hitinn sem hélst inni í tjaldinu var andardrátturinn okkar og líkamshitinn, stundum mátti sjá andardráttinn rísa upp að toppi sem gufa og frjósa efst og falla niður eins og snjór. Við vöknuðum snemma um nóttina og ákváðum að fara snemma heim vegna appelsínugulrar viðvörunnar sem væri yfirvofandi.“ Þrátt fyrir kuldann þá sáu þeir ekki eftir því að hafa prófað þessa upplifun í íslensku náttúrunni á kaldri vetrarnóttu. Leyfðu þeir fylgjendum sínum að fylgjast með þessu öllu á samfélagsmiðlum. „Ég mæli með þessu fyrir alla sem vilja alvöru ævintýri og eru ekki hræddir við kuldann. Við vorum á einum bíl sem er örlítið áhættusamt en mælt er með að vera á tveimur bílum ef einn skyldi festast og vera ávallt með talstöð og samband við tengilið niðri á jörðu. Jökullinn og yfirborðið er ótrúlega fallegt en að sama skapi stórhættulegt og það er held ég það sem gerir þetta svona skemmtilegt.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessu ævintýri. Myndirnar eru frá Davíð, Alex og Tucker. Davíð Goði mælir með því að fólk hafi varann á og fari ekki á einum bíl í svona ævintýri.Aðsent Lognið á undan storminum. Aðsent Alex í tjaldinu.Aðsent Davíð Goði á jöklinum. Aðsent Aðsent
Fjallamennska Samfélagsmiðlar Ljósmyndun Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira