Greenwood æfir hvorki né spilar fyrr en rannsókn United lýkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2023 18:01 Mason Greenwood er laus allra mála en fær hvorki að æfa né spila með Manchester United fyrr en félagið hefur lokið sinni eigin rannsókn á máli hans. Visionhaus/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood mun hvorki æfa né spila með Manchester United fyrr en félagið hefur lokið sinni eigin rannsókn á máli leikmannsins. Þetta fullyrðir íþróttablaðamaðurinn Rob Dawson hjá ESPN. Fyrr í dag var greint frá því að allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafi verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingunartilburði. Greenwood will not be play or train with United until the club have completed their own internal investigation. No timeframe for how long that will last.— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) February 2, 2023 Manchester United sendi svo frá sér stuttorða yfirlýsingu á heimasíðu sinni eftir að mál Greenwoods var fellt niður þar sem kemur fram að félagið taki til greina að mál leikmannsins hafi verið fellt niður, en að félagið muni nú fara í gegnum sitt eigið ferli áður en tekin verði ákvörðun um næstu skref. Greenwood var ákærður grunaður um brot gegn konu á tímabilinu frá 1. nóvember 2018 til 15. október 2022. Hann var meðal annars sakaður um tilraun til nauðgunar 21. október 2021 og fyrir líkamsárás 12. desember og 31. desember 2021. Hann var svo handtekinn þann 15. október á síðasta ári áður en honum var sleppt gegn því skilyrði að hann yrði ekki í sambandi við nein vitni. Þar á meðal samþykkti hann að vera ekki í sambandi við konuna sem hin meintu brot beindust gegn. Þá var Greenwood einnig gert að halda til á heimili sínu í Bowdon. Enski boltinn Mál Mason Greenwood Tengdar fréttir Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29 Greenwood sleppt gegn tryggingu Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur verið látinn laus úr varðhaldi gegn tryggingu. 19. október 2022 09:16 Greenwood í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum Mason Greenwood, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, verður í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum í máli hans en þau fara fram þann 21. nóvember næstkomandi. 17. október 2022 17:46 Greenwood ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og árás Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið ákærður fyrir nauðgun og árás. Hann hefur ekki spilað með liðinu síðan hann var handtekinn í janúar á þessu ári. 15. október 2022 16:10 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Þetta fullyrðir íþróttablaðamaðurinn Rob Dawson hjá ESPN. Fyrr í dag var greint frá því að allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafi verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás og þvingunartilburði. Greenwood will not be play or train with United until the club have completed their own internal investigation. No timeframe for how long that will last.— Rob Dawson (@RobDawsonESPN) February 2, 2023 Manchester United sendi svo frá sér stuttorða yfirlýsingu á heimasíðu sinni eftir að mál Greenwoods var fellt niður þar sem kemur fram að félagið taki til greina að mál leikmannsins hafi verið fellt niður, en að félagið muni nú fara í gegnum sitt eigið ferli áður en tekin verði ákvörðun um næstu skref. Greenwood var ákærður grunaður um brot gegn konu á tímabilinu frá 1. nóvember 2018 til 15. október 2022. Hann var meðal annars sakaður um tilraun til nauðgunar 21. október 2021 og fyrir líkamsárás 12. desember og 31. desember 2021. Hann var svo handtekinn þann 15. október á síðasta ári áður en honum var sleppt gegn því skilyrði að hann yrði ekki í sambandi við nein vitni. Þar á meðal samþykkti hann að vera ekki í sambandi við konuna sem hin meintu brot beindust gegn. Þá var Greenwood einnig gert að halda til á heimili sínu í Bowdon.
Enski boltinn Mál Mason Greenwood Tengdar fréttir Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29 Greenwood sleppt gegn tryggingu Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur verið látinn laus úr varðhaldi gegn tryggingu. 19. október 2022 09:16 Greenwood í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum Mason Greenwood, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, verður í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum í máli hans en þau fara fram þann 21. nóvember næstkomandi. 17. október 2022 17:46 Greenwood ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og árás Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið ákærður fyrir nauðgun og árás. Hann hefur ekki spilað með liðinu síðan hann var handtekinn í janúar á þessu ári. 15. október 2022 16:10 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Greenwood laus allra mála Allar ákærur á hendur Mason Greenwood hafa verið felldar niður, rúmu ári eftir að þessi 21 árs gamli leikmaður Manchester United var handtekinn grunaður um nauðgunartilraun, líkamsárás og þvingunartilburði. 2. febrúar 2023 14:29
Greenwood sleppt gegn tryggingu Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, hefur verið látinn laus úr varðhaldi gegn tryggingu. 19. október 2022 09:16
Greenwood í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum Mason Greenwood, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, verður í gæsluvarðhaldi fram að réttarhöldum í máli hans en þau fara fram þann 21. nóvember næstkomandi. 17. október 2022 17:46
Greenwood ákærður fyrir tilraun til nauðgunar og árás Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefur verið ákærður fyrir nauðgun og árás. Hann hefur ekki spilað með liðinu síðan hann var handtekinn í janúar á þessu ári. 15. október 2022 16:10