Endurhæfing Reykjalundar á sannarlega mikilvæga bakhjarla Bryndís Haraldsdóttir og Pétur Magnússon skrifa 3. febrúar 2023 09:01 Heilbrigðisþjónusta er einn af hornsteinum samfélagsins. Til að við hlúum sem best að þessum dýrmæta grunni samfélagsins er mikilvægt að þeir fjármunir sem fara í heilbrigðisþjónustu séu nýttir eins markvisst og mögulegt er með það að leiðarljósi að hámarka þjónustu og gæði. Með fjölgun þjóðarinnar og vaxandi meðalaldri er nauðsynlegt að horfa til bættrar þátta eins og lýðheilsu og endurhæfingu í auknum mæli þegar fjallað er um heilbrigðismál. Endurhæfing eflir fólk á öllum aldri til að viðhalda eða ná aftur færni í daglegu lífi eftir sjúkdóma eða slys. Endurhæfing miðar að því að auka lífsgæði einstaklingsins og þeirra sem næst honum standa og er sannarlega þjóðhagslega hagkvæm þegar horft er til nýtingu fjármagns í samfélaginu. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar öllu landinu. Starfsemin hófst árið 1945 og var hún byggð upp af eldhugum og frumkvöðlum í upphafi til að berjast við berkla. Þó hlutverkið hafi breyst er Reykjalundur nú sem fyrr í eigu SÍBS. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er þverfagleg legudeild, Miðgarður, opin allan sólarhringinn. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir sjúklinga sem þess þurfa vegna aðstæðna sinna. Markmið endurhæfingar er að endurheimta fyrri getu eða bæta heilsu. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustuna á degi hverjum. Á hverju ári fara um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi sjúklinga í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Hollvinasamtök Reykjalundar mikilvægur bakhjarl Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbyggingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa komist aftur út í lífið sem virkir þátttakendur eftir dvöl á Reykjalundi. Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum og við tökum vel á móti nýjum hollvinum. Engin skuldbinding fylgir því að vera félagi, önnur en sú að borga hóflegt árgjald sem nýtt er í þágu starfsemi Reykjalundar. Aðrir sem vilja leggja Reykjalundi lið geta haft samband við samtökin, sem sjá þá um að koma fjármunum rétta leið. Tilgangur Hollvinasamtakanna er að styðja við þá endurhæfingarstarfsemi sem fram fer á vegum Reykjalundar og er það gert með þrennum hætti: Með Fjáröflun og fjárstuðningi frá hollvinum og öðrum aðilum, með kynningarstarfsemi á opinberum vettvangi og með ýmsum öðrum stuðningi við starfsemi Reykjalundar Samtökunum hafa borist miklar og góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Hollvinasamtökin hafa staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum sem gagnast starfseminni vel. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa frá þeim tíma gefið Reykjalundi gjafir fyrir um 70 milljónir. Aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar á laugardaginn Eftir hlé á fundarhöldum samtakanna vegna Covid, verður aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar haldinn í hátíðarsal Reykjalundar nú á laugardaginn 4. febrúar 2023, kl. 14:00. Á dagskrá verða auk venjulegra aðalfundarstafa tvö stutt fræðsluerindi um meðhöndlun á langtímaeinkennum Covid og endurhæfingu hjartasjúklinga. Gaman er að segja frá því að á fundinum munu Hollvinir afhenda Reykjalundi hjartarafrit og sex senda af fullkomnustu gerð, til að fylgjast með hjartalínuriti einstaklinga í þjálfun en gjöfin er að verðmæti tæplega 4 miljónir króna. Hollvinir eru hvattir til að mæta og nýir félagar velkomnir. Mikilvægi endurhæfingar til að bæta samfélagið okkar hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt núna og þar gegnir starfsemi Reykjalundar lykilhlutverki. Hvernig hljómar að gerast Hollvinur með okkur? Nánari upplýsingar um Hollvinasamtökin má finna hér. Bryndís Haraldsdóttir er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. Pétur Magnússon er forstjóri Reykjalundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Félagasamtök Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta er einn af hornsteinum samfélagsins. Til að við hlúum sem best að þessum dýrmæta grunni samfélagsins er mikilvægt að þeir fjármunir sem fara í heilbrigðisþjónustu séu nýttir eins markvisst og mögulegt er með það að leiðarljósi að hámarka þjónustu og gæði. Með fjölgun þjóðarinnar og vaxandi meðalaldri er nauðsynlegt að horfa til bættrar þátta eins og lýðheilsu og endurhæfingu í auknum mæli þegar fjallað er um heilbrigðismál. Endurhæfing eflir fólk á öllum aldri til að viðhalda eða ná aftur færni í daglegu lífi eftir sjúkdóma eða slys. Endurhæfing miðar að því að auka lífsgæði einstaklingsins og þeirra sem næst honum standa og er sannarlega þjóðhagslega hagkvæm þegar horft er til nýtingu fjármagns í samfélaginu. Reykjalundur er í dag stærsta endurhæfingarstofnun landsins og þjónar öllu landinu. Starfsemin hófst árið 1945 og var hún byggð upp af eldhugum og frumkvöðlum í upphafi til að berjast við berkla. Þó hlutverkið hafi breyst er Reykjalundur nú sem fyrr í eigu SÍBS. Á Reykjalundi fer fram alhliða endurhæfing sem miðar að bættum lífsgæðum, aukinni færni og sjálfsbjargargetu þeirra sem þangað leita. Endurhæfing Reykjalundar er byggð upp samkvæmt alþjóðlegum, klínískum leiðbeiningum. Meðferðin einkennist af þverfaglegri samvinnu fagfólks sem myndar átta sérhæfð teymi, sem starfrækt eru á dagvinnutíma að mestu. Auk þess er þverfagleg legudeild, Miðgarður, opin allan sólarhringinn. Einnig er fjöldi gistirýma í boði fyrir sjúklinga sem þess þurfa vegna aðstæðna sinna. Markmið endurhæfingar er að endurheimta fyrri getu eða bæta heilsu. Um 110-130 sjúklingar sækja þjónustuna á degi hverjum. Á hverju ári fara um það bil 1.300 manns í gegnum endurhæfingarmeðferð á Reykjalundi, flestir í 4-6 vikur í senn. Auk þess kemur fjöldi sjúklinga í viðtöl á göngudeild á hverju ári. Hollvinasamtök Reykjalundar mikilvægur bakhjarl Hollvinasamtök Reykjalundar eru samtök fólks sem þykir vænt um Reykjalund og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að efla starfsemina og styrkja frekari uppbyggingu hennar. Margir eiga þessari stofnun líf sitt að þakka, eða eiga vini og ættingja sem hafa komist aftur út í lífið sem virkir þátttakendur eftir dvöl á Reykjalundi. Um fjögur hundruð manns eru í Hollvinasamtökunum og við tökum vel á móti nýjum hollvinum. Engin skuldbinding fylgir því að vera félagi, önnur en sú að borga hóflegt árgjald sem nýtt er í þágu starfsemi Reykjalundar. Aðrir sem vilja leggja Reykjalundi lið geta haft samband við samtökin, sem sjá þá um að koma fjármunum rétta leið. Tilgangur Hollvinasamtakanna er að styðja við þá endurhæfingarstarfsemi sem fram fer á vegum Reykjalundar og er það gert með þrennum hætti: Með Fjáröflun og fjárstuðningi frá hollvinum og öðrum aðilum, með kynningarstarfsemi á opinberum vettvangi og með ýmsum öðrum stuðningi við starfsemi Reykjalundar Samtökunum hafa borist miklar og góðar gjafir frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Hollvinasamtökin hafa staðið fyrir kaupum á ýmsum tækjum sem gagnast starfseminni vel. Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa frá þeim tíma gefið Reykjalundi gjafir fyrir um 70 milljónir. Aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar á laugardaginn Eftir hlé á fundarhöldum samtakanna vegna Covid, verður aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar haldinn í hátíðarsal Reykjalundar nú á laugardaginn 4. febrúar 2023, kl. 14:00. Á dagskrá verða auk venjulegra aðalfundarstafa tvö stutt fræðsluerindi um meðhöndlun á langtímaeinkennum Covid og endurhæfingu hjartasjúklinga. Gaman er að segja frá því að á fundinum munu Hollvinir afhenda Reykjalundi hjartarafrit og sex senda af fullkomnustu gerð, til að fylgjast með hjartalínuriti einstaklinga í þjálfun en gjöfin er að verðmæti tæplega 4 miljónir króna. Hollvinir eru hvattir til að mæta og nýir félagar velkomnir. Mikilvægi endurhæfingar til að bæta samfélagið okkar hefur aldrei verið mikilvægara en einmitt núna og þar gegnir starfsemi Reykjalundar lykilhlutverki. Hvernig hljómar að gerast Hollvinur með okkur? Nánari upplýsingar um Hollvinasamtökin má finna hér. Bryndís Haraldsdóttir er formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar. Pétur Magnússon er forstjóri Reykjalundar.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun