Ávinningur af skatti á streymisveitur sagður „óljós“
![Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra](https://www.visir.is/i/DE18DB875588100CDD18F4C41A7B9F07E4C8BA60D550B2B3D9A1746C82973AC2_713x0.jpg)
Tekjur ríkisins af því að leggja skatt á streymisveitur með sama hætti og mörg önnur Evrópuríki hafa gert gætu numið 200 milljónum króna á ári samkvæmt mati Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ráðuneytið telur hins vegar að ávinningurinn af slíkri skattheimtu sé „óljós“ og hugsanlega geti hún haft neikvæð áhrif á þann iðnað sem er nú þegar til staðar.