Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar vegna þess hvassviðris sem skellur á landið um hádegi.
Gular viðvaranir taka víða gildi og verða í gildi fram á kvöld.
Undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi verður einnig byljótt frá hádegi og fram undir klukkan 18. Flughált getur orðið á fjallvegum norðantil þegar hlánar í dag, segir í tilkynningunni.
Á vef Vegagerðarinnar segir að vegurinn um Hellisheiði, Þrengsli, Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði verði á óvissustigi milli klukkan 10 og 14 og geti lokast með stuttum fyrirvara.