Hulda eignaðist dreng: „Besta afmælisgjöf fyrr og síðar“ Elma Rut Valtýsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 3. febrúar 2023 16:14 Hulda segir að litli prinsinn hafi skotist í heiminn í einum rembingi. Fegurðardrottningin Hulda Vigdísardóttir og kærasti hennar, Birgir Örn Sigurjónsson, eru orðnir foreldrar. Parið eignaðist dreng á þriðjudaginn. „Besta afmælisgjöf fyrr og síðar,“ skrifar Hulda í færslu sem hún birti á Instagram í dag en drengurinn kom í heiminn 30. janúar, nóttina eftir afmælisdag Huldu. „Litla daðlan okkar Birgis mætti með hvelli aðfaranótt mánudags. Fullkominn lítill drengur sem lét sko ekki bíða eftir sér en beið þó þangað til allir afmælisgestir voru farnir og mamman búin að opna síðustu gjafirnar þar sem hann vildi jú vera aðalpakkinn,“ bætir Hulda við. Fóturinn poppaði út í stiganum Hún segir að þau skötuhjúin hafi farið að sofa um klukkan tvö um nóttina og nokkrum tímum síðar hafi hún vaknað til að fara á salernið. Áður en þau vissu af voru þau komin upp á fæðingardeild. View this post on Instagram A post shared by Hulda Vigdísardóttir (@vigdisardottir) „Ég þvertók reyndar fyrir að fara því ég var handviss um að ekkert væri að gerast en sem betur fer hafði Birgir vit fyrir mér og ég samþykkti það loks með trega. Hann tók mig í fangið og hélt á mér niður stigann (4 hæðir) en á leiðinni niður birtist fótur döðlu, enn í belgnum, undir fínu Minions-náttbuxunum og því var ekki um annað að ræða en að fá bláar sírenur út Bergstaðastræti,“ skrifar Hulda. Söng Gamla Nóa hástöfum Hún bætir við að mamma hennar hafi ætlað að keyra þau á fæðingardeildina en hafi þess í staðin fylgt fast á hæla sjúkrabílsins. „Ég bað sjúkraflutningamanninn vinsamlegast að keyra hægar því með hverri hraðahindruninni fannst mér litli kútur vera kominn lengra út og það mátti hann alls ekki. Ég þurfti að „halda í mér“ þar sem barnið var ekki í höfuðstöðu og þessi eina gata að heiman og á spítalann heðfi ekki mátt vera lengri því litla kút lá svo rosalega á að koma í heiminn.“ Hún hafi beðið Birgi að syngja fyrir sig í sjúkrabílnum og alla leið upp á fæðingarstofu hafi hann sungið Gamla Nóa hástöfum. „Um leið og ég fékk leyfi til að rembast skaust litli prinsinn í heiminn í einum rembingi. Hann kom út í sigurkufli, eins og amma sín sem rétt náði að vera viðstödd líka og sá þegar belgurinn var klipptur. Ég fékk strákinn okar í fangið og mér fannst mig hljóta að vera að dreyma,“ skrifar Hulda. „Hvernig hafði ég bara vaknað rétt áðan heima hjá mér tli að fara á salernið en verið hér núna með þennan gullfallega mola í fanginu?“ Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Fóru leynt með óléttuna í átta mánuði Hulda Vigdísardóttir, fegurðardrottning, og kærasti hennar, Birgir Örn Sigurjónsson, eiga von á sínu fyrsta barni. Þau hafa vitað af óléttunni síðan í maí en ekki greint frá henni fyrr en nú. 27. desember 2022 09:45 Hulda hreppti annað sætið í World Top Model keppninni Fegurðardrottningin Hulda Vigdísardóttir hreppti annað sætið í World Top Model keppninni sem fór fram um helgina. Keppnin var haldin í New York og er hluti af tískuvikunni þar. Þetta var í fyrsta skipti sem keppandi frá Íslandi tekur þátt. 16. febrúar 2022 15:30 Svona var Miss Universe Iceland 2021 valin Elísa Gróa Steinþórsdóttir var í gær krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar Stöð 2 Vísi. 30. september 2021 12:41 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
„Besta afmælisgjöf fyrr og síðar,“ skrifar Hulda í færslu sem hún birti á Instagram í dag en drengurinn kom í heiminn 30. janúar, nóttina eftir afmælisdag Huldu. „Litla daðlan okkar Birgis mætti með hvelli aðfaranótt mánudags. Fullkominn lítill drengur sem lét sko ekki bíða eftir sér en beið þó þangað til allir afmælisgestir voru farnir og mamman búin að opna síðustu gjafirnar þar sem hann vildi jú vera aðalpakkinn,“ bætir Hulda við. Fóturinn poppaði út í stiganum Hún segir að þau skötuhjúin hafi farið að sofa um klukkan tvö um nóttina og nokkrum tímum síðar hafi hún vaknað til að fara á salernið. Áður en þau vissu af voru þau komin upp á fæðingardeild. View this post on Instagram A post shared by Hulda Vigdísardóttir (@vigdisardottir) „Ég þvertók reyndar fyrir að fara því ég var handviss um að ekkert væri að gerast en sem betur fer hafði Birgir vit fyrir mér og ég samþykkti það loks með trega. Hann tók mig í fangið og hélt á mér niður stigann (4 hæðir) en á leiðinni niður birtist fótur döðlu, enn í belgnum, undir fínu Minions-náttbuxunum og því var ekki um annað að ræða en að fá bláar sírenur út Bergstaðastræti,“ skrifar Hulda. Söng Gamla Nóa hástöfum Hún bætir við að mamma hennar hafi ætlað að keyra þau á fæðingardeildina en hafi þess í staðin fylgt fast á hæla sjúkrabílsins. „Ég bað sjúkraflutningamanninn vinsamlegast að keyra hægar því með hverri hraðahindruninni fannst mér litli kútur vera kominn lengra út og það mátti hann alls ekki. Ég þurfti að „halda í mér“ þar sem barnið var ekki í höfuðstöðu og þessi eina gata að heiman og á spítalann heðfi ekki mátt vera lengri því litla kút lá svo rosalega á að koma í heiminn.“ Hún hafi beðið Birgi að syngja fyrir sig í sjúkrabílnum og alla leið upp á fæðingarstofu hafi hann sungið Gamla Nóa hástöfum. „Um leið og ég fékk leyfi til að rembast skaust litli prinsinn í heiminn í einum rembingi. Hann kom út í sigurkufli, eins og amma sín sem rétt náði að vera viðstödd líka og sá þegar belgurinn var klipptur. Ég fékk strákinn okar í fangið og mér fannst mig hljóta að vera að dreyma,“ skrifar Hulda. „Hvernig hafði ég bara vaknað rétt áðan heima hjá mér tli að fara á salernið en verið hér núna með þennan gullfallega mola í fanginu?“
Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Fóru leynt með óléttuna í átta mánuði Hulda Vigdísardóttir, fegurðardrottning, og kærasti hennar, Birgir Örn Sigurjónsson, eiga von á sínu fyrsta barni. Þau hafa vitað af óléttunni síðan í maí en ekki greint frá henni fyrr en nú. 27. desember 2022 09:45 Hulda hreppti annað sætið í World Top Model keppninni Fegurðardrottningin Hulda Vigdísardóttir hreppti annað sætið í World Top Model keppninni sem fór fram um helgina. Keppnin var haldin í New York og er hluti af tískuvikunni þar. Þetta var í fyrsta skipti sem keppandi frá Íslandi tekur þátt. 16. febrúar 2022 15:30 Svona var Miss Universe Iceland 2021 valin Elísa Gróa Steinþórsdóttir var í gær krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar Stöð 2 Vísi. 30. september 2021 12:41 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Fóru leynt með óléttuna í átta mánuði Hulda Vigdísardóttir, fegurðardrottning, og kærasti hennar, Birgir Örn Sigurjónsson, eiga von á sínu fyrsta barni. Þau hafa vitað af óléttunni síðan í maí en ekki greint frá henni fyrr en nú. 27. desember 2022 09:45
Hulda hreppti annað sætið í World Top Model keppninni Fegurðardrottningin Hulda Vigdísardóttir hreppti annað sætið í World Top Model keppninni sem fór fram um helgina. Keppnin var haldin í New York og er hluti af tískuvikunni þar. Þetta var í fyrsta skipti sem keppandi frá Íslandi tekur þátt. 16. febrúar 2022 15:30
Svona var Miss Universe Iceland 2021 valin Elísa Gróa Steinþórsdóttir var í gær krýnd Miss Universe Iceland 2021. Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar Stöð 2 Vísi. 30. september 2021 12:41