Ár í fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir börnum Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2023 19:40 Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur að öllu leyti. Stöð 2/Egill Landsréttur staðfesti í dag eins árs óskilorðsbundinn fangelsisdóm yfir manni á áttræðisaldri. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir börnum á leikvelli fyrir framan heimili hans. Brotin áttu sér stað yfir rúmlega árs tímabil en ákærða var gefið að sök að hafa berað sig í að minnsta kosti fimm skipti. Brotin beindust öll gegn ungum drengjum en sá yngsti var átta ára gamall. Í staðfestum niðurstöðum héraðsdóms segir að brotin hafi fengið verulega á börnin. Maðurinn býr á jarðhæð í blokk í Rimahverfi í Grafarvogi og stofugluggi og svalahurð íbúðar mannsins snúa að nálægum leikvelli. Háttsemi mannsins er sambærileg í öllum ákæruliðum málsins en hann hefur þá staðið léttklæddur, nakinn eða íklæddur bol, ber að neðan og fróað sér. Vísir hefur áður fjallað um manninn en hann hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. Foreldrar í hverfinu segjast ráðþrota og leikvöllurinn við heimili mannsins hefur fengið viðurnefnið „Perraróló“. Fóru fram á eina milljón króna Í staðfestum dómi héraðsdóms segir að með hliðsjón af fjölda tilvika og ítrekuðum brotum mannsins hafi ekki þótt unnt að skilorðsbinda refsingu hans að nokkru leyti. Foreldrar sex drengjanna sem maðurinn beraði sig fyrir fóru fram á eina milljón króna í miskabætur fyrir hönd drengjanna og foreldrar eins þeirra fóru fram á hálfa milljón króna. Með vísan til forsendna héraðsdóms staðfesti Landsréttur dóm hans þess efnis um að manninum yrði gert að greiða drengjunum 250 þúsund hverjum utan eins sem honum var gert að greiða 350 þúsund krónur. Í héraði var maðurinn dæmdur til að fimm sjöttu hluta sakarkostnaðar, málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans voru ákveðin 2,2 milljónir króna, þóknun skipaðra réttargæslumanna alls 2,7 milljónir króna og annar sakarkostnaður 480 þúsund krónur. Landsréttur staðfesti það og dæmdi manninn auk þess til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins alls tæplega tvær milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun verjanda síns, eina milljón króna og þóknun þriggja réttargæslumann, 300 þúsund krónur hverjum. Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. 27. október 2021 22:09 Vilja milljón hver frá manninum sem beraði sig Foreldrar fjögurra drengja hafa farið fram á milljón hver í skaðabætur vegna manns sem beraði sig fyrir framan drengina og snerti kynfæri sín. 16. júní 2020 15:01 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Brotin áttu sér stað yfir rúmlega árs tímabil en ákærða var gefið að sök að hafa berað sig í að minnsta kosti fimm skipti. Brotin beindust öll gegn ungum drengjum en sá yngsti var átta ára gamall. Í staðfestum niðurstöðum héraðsdóms segir að brotin hafi fengið verulega á börnin. Maðurinn býr á jarðhæð í blokk í Rimahverfi í Grafarvogi og stofugluggi og svalahurð íbúðar mannsins snúa að nálægum leikvelli. Háttsemi mannsins er sambærileg í öllum ákæruliðum málsins en hann hefur þá staðið léttklæddur, nakinn eða íklæddur bol, ber að neðan og fróað sér. Vísir hefur áður fjallað um manninn en hann hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. Foreldrar í hverfinu segjast ráðþrota og leikvöllurinn við heimili mannsins hefur fengið viðurnefnið „Perraróló“. Fóru fram á eina milljón króna Í staðfestum dómi héraðsdóms segir að með hliðsjón af fjölda tilvika og ítrekuðum brotum mannsins hafi ekki þótt unnt að skilorðsbinda refsingu hans að nokkru leyti. Foreldrar sex drengjanna sem maðurinn beraði sig fyrir fóru fram á eina milljón króna í miskabætur fyrir hönd drengjanna og foreldrar eins þeirra fóru fram á hálfa milljón króna. Með vísan til forsendna héraðsdóms staðfesti Landsréttur dóm hans þess efnis um að manninum yrði gert að greiða drengjunum 250 þúsund hverjum utan eins sem honum var gert að greiða 350 þúsund krónur. Í héraði var maðurinn dæmdur til að fimm sjöttu hluta sakarkostnaðar, málsvarnarlaun skipaðs verjanda hans voru ákveðin 2,2 milljónir króna, þóknun skipaðra réttargæslumanna alls 2,7 milljónir króna og annar sakarkostnaður 480 þúsund krónur. Landsréttur staðfesti það og dæmdi manninn auk þess til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins alls tæplega tvær milljónir króna. Þar af málsvarnarlaun verjanda síns, eina milljón króna og þóknun þriggja réttargæslumann, 300 þúsund krónur hverjum.
Dómsmál Reykjavík Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. 27. október 2021 22:09 Vilja milljón hver frá manninum sem beraði sig Foreldrar fjögurra drengja hafa farið fram á milljón hver í skaðabætur vegna manns sem beraði sig fyrir framan drengina og snerti kynfæri sín. 16. júní 2020 15:01 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Sjá meira
Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. 27. október 2021 22:09
Vilja milljón hver frá manninum sem beraði sig Foreldrar fjögurra drengja hafa farið fram á milljón hver í skaðabætur vegna manns sem beraði sig fyrir framan drengina og snerti kynfæri sín. 16. júní 2020 15:01