Í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter, sem Musk eignaðist fyrir skömmu, sagði hann að hann hefði tryggt sér fjármagn til þess að taka Tesla af markaði. Síðar kom í ljós að ekki hafi verið búið að ganga frá þeim samningi þegar hann tilkynnti það og ekkert varð af kaupunum.
Hópur fjárfesta í félaginu höfðaði málsókn gegn honum í félagi þar sem hann taldi að auðkýfingurinn hefði blekkt fjárfesta með því að dreifa röngum upplýsingum sem gætu haft áhrif á virði bréfa í félaginu. Það er ein helsta tegund markaðsmisnotkunar.
Í frétt AP um málið segir að níu manna kviðdómur í San Fransico í Kaliforníu hafi verið innan við tvær klukkustundir að komast að niðurstöðu um sýknu Musks af öllum kröfum málsóknarfélagsins.
Réttarhöld í málinu tóku þrjár vikur.