Nokkrar „sturlaðar“ staðreyndir um íslenskan vinnumarkað Þorsteinn Víglundsson skrifar 4. febrúar 2023 16:30 Mikil og vaxanda ólga einkennir íslenskan vinnumarkað. Átök fara harðnandi og enn eina ferðina stöndum við frammi fyrir hættu á verkföllum. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar íslenskrar verkalýðsforystu einkennist íslenskt samfélag af græðgi, ójöfnuði og almennri láglaunastefnu. Verðbólga er Seðlabankanum og ríkisstjórninni að kenna. Atvinnulífið er gráðugt og svíkur og prettir starfsfólk sitt ítrekað og kerfisbundið. Fátt gott virðist hér að finna. Lítið fer þó fyrir rökstuðningi fyrir þessum fullyrðingum. Það þarf ekki að kafa djúpt ofan í staðreyndirnar til að sjá að íslenskt samfélag svo miklu betra. Lífskjör okkar eru raunar með því besta sem gerist. Það er dálítið sorglegt að sjá hvað umræðan er neikvæð þegar staðreyndirnar tala allt öðru máli. Nokkrar skemmtilegar staðreyndir Laun á Íslandi eru mjög há í alþjóðlegu samhengi. Launakostnaður er hér þriðji hæsti í Evrópu á unna vinnustund og hefur verið það síðustu ár. Við röðum okkur þar með hinum Norðurlöndunum í fimm efstu sætin (Haustskýrsla kjaratölfræðinefndar). Launajöfnuður er líka mikill. Á grundvelli svonefnds Gini stuðuls erum við í hópi þeirra Evrópuríkja sem státa af hvað mestum launajöfnuði, fyrir skatta sem og eftir skatta og tekjutilfærslur. Þar erum við líka sambærileg eða betri en hin Norðurlöndin (OECD). Fátækt mælist hér minni en á hinum Norðurlöndunum og raunar mælist fátækt hér minnst meðal ríkja (OECD). (Hagstofa Íslands hefur ekki uppfært Gini stuðla og fátæktarmörk frá 2017 en á sama tíma hafa laun lægstu tekjuhópa hækkað hlutfallslega meira en laun annarra tekjuhópa og því ekki ástæða til að ætla að mikil breyting hafi orðið á samanburðarstöðu Íslands á þessum tíma.) Ísland er í þriðja sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna, þar sem bornar eru saman lífslíkur, menntun, tekjur og jöfnuður þjóða í heiminum. Við höfum hækkað þar um 10 sæti á síðustu 30 árum (UN). Ofangreindar staðreyndir eru vel þekktar. Um þær hefur verið fjallað í fjölda innlendra úttekta á lífskjörum hér á landi. Við stöndumst fyllilega samanburð við hin Norðurlöndin hvað varðar launastig og almenn lífskjör. Það er raunar nokkuð magnað að sjá hvernig Norðurlöndin skara almennt fram úr í alþjóðlegum samanburði hvað varðar almenn lífskjör, launakjör, félagslegan hreyfanleika, jafnrétti og jöfnuð og svo mætti lengi telja. Norðurlöndin raða sér undantekningalítið í efstu sætin í alþjóðlegum samanburði og Ísland er þar enginn eftirbátur. Öflugt velferðarkerfi Norðurlandanna hefur þar vafalítið leikið mikilvægt hlutverk en vinnumarkaðslíkan Norðurlandanna og sterk verkalýðshreyfing leikur þar líka stórt hlutverk. Nokkrar ekki svo skemmtilegar staðreyndir Engu að síður virðist hér allt vera í kaldakoli ef eitthvað er að marka fréttaflutning af vinnumarkaði. Átök þar hafa farið harðnandi með aukinni tíðni verkfalla og átök innan verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar hafa orðið sífellt meira áberandi. Þessi átök hafa leitt af sér mikinn efnahagslegan óstöðugleika hér á landi. Þar stöndum við ekki vel í alþjóðlegum samanburði. Skoðum nokkrar heldur leiðinlegri staðreyndir. Verðbólga hér á landi hefur að meðaltali verið rúmlega tvisvar sinnum hærri en á Norðurlöndunum síðastliðin 30 ár. Samanburður við evrusvæðið gefur sömu niðurstöðu (OECD). Stýrivextir hafa að meðaltali verið tæp 7% hér á landi síðastliðin 25 ár samanborið við 1,5% á evrusvæðinu og 2,1% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum (HI). Frá 1998 hefur gengi krónunnar helmingast gagnvart dollar, evru og danskri krónu. Veiking gagnvart norskri og sænskri krónu á sama tíma er litlu minni eða um 60%. Á sama tíma erum við ókrýndir Norðurlandameistarar í launahækkunum með árlegar launahækkanir að meðaltali um 6,5% samanborið við um 3,5% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Getur verið að óstöðugleiki íslensks vinnumarkaðar skýri þessar heldur döpru staðreyndir að einhverju leiti? Eða jafnvel að stærstum hluta? Að mikil átök og háar launahækkanir í alþjóðlegu samhengi séu stærsta efnahagsvandamál okkar? Að svigrúm til launahækkana hér sé almennt minna en forysta verkalýðshreyfingarinnar vill meina. Svigrúm til launahækkana er samkvæmt hagfræðinni eftirfarandi: Launahækkanir umfram framleiðniaukningu jafngilda verðbólgu. Með öðrum orðum kaupmáttaraukning verður aldrei meiri en framleiðniaukning til lengri tíma litið, óháð því hversu miklar launahækkanirnar eru. Sé verðbólga hærri til lengri tíma en í helstu samanburðarríkjum leiðir það annað tveggja til veikingar á gengi eða mikils atvinnuleysis ef gengið getur ekki fallið. Nokkrar sturlaðar staðreyndir Skoðum aðeins hvernig þetta kemur heim og saman við íslenskan veruleika og samanburðinn við nágrannalönd okkar. Á Íslandi hafa laun sem áður segir hækkað um 6,5% að meðaltali á ári frá 1991. Á sama tíma hefur verðbólga að jafnaði mælst 4,3%, framleiðniaukning 2% og kaupmáttur 2,2%. Á hinum Norðurlöndunum hafa laun hækkað að meðaltali um 3,5%. Verðbólga hefur verið rúm 2% að meðaltali, kaupmáttaraukning 1,5% og framleiðniaukning 1,6%. Gengi krónunnar hefur helmingast á þessum tíma á sama tíma og gjaldmiðlar hinna Norðurlandanna hafa verið umtalsvert stöðugri. Allt eru þetta opinberar hagtölur sem vart verður deilt um. Í stuttu máli má fullyrða að verðbólgan hér sé nákvæmlega eins og búast hafi mátt við miðað við launahækkanir umfram framleiðni. Hið sama segja um hin Norðurlöndin. Verðlagsstöðugleiki þar er alveg í takt við það sem búast mátti við miðað við launahækkanir umfram framleiðni. Gengi krónunnar hefur sömuleiðis fallið ámóta mikið á þessu tímabili og búast mátti við. Þessar staðreyndir eru líka vel þekktar. Við höfum ítrekað verið vöruð við þessari þróun af innlendum og erlendum sérfræðingum. En á það er ekki hlustað. Af hverju gera hin Norðurlöndin ekki eins og við? Efnahagslegan óstöðugleika, þ.e. verðbólgu og gengisþróun, á Íslandi síðastliðna þrjá áratugi má því skýra nær einvörðungu með launahækkunum langt umfram framleiðni á tímabilinu. Að sama skapi má skýra efnahagslegan stöðugleika Norðurlandanna með sömu aðferðum. Nú er alveg ljóst að fleiri þættir skýra hátt vaxtastig og verðbólgu hér á landi. Lítill og óstöðugur gjaldmiðill hjálpar þar ekki til og óábyrg stefna í ríkisfjármálum hefur gjarnan aukið á þenslu bæði nú og ítrekað á síðustu 30 árum. Það breytir því hins vegar ekki að við gætum gert mun betur ef vinnumarkaðurinn axlaði sína ábyrgð. Það var líka niðurstaða hinna Norðurlandanna. Þau endurskoðuðu öll vinnumarkaðslíkan sitt fyrir meira en þremur áratugum til að ná tökum á verðbólgu og óstöðugu gengi. Árangur þeirra síðan talar sínu máli. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hér á landi hefur engu að síður hafnað samhengi launa og verðlags alfarið. Allar tilraunir til umbóta hafa runnið út í sandinn vegna andstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. Andstaðan við síðustu tilraun, SALEK, er sennilega það eina sem núverandi forysta getur verið sammála um. Fjölmiðlar mættu kannski oftar spyrja þessa forystu hvers vegna? Hvers vegna getum við ekki náð sama árangri og hin Norðurlöndin með sambærilegum umbótum? Ef launahækkanir hafa ekkert með verðbólguna að gera, líkt og forysta verkalýðshreyfingarinnar heldur fram, hvers vegna gera hin Norðurlöndin ekki eins og við? Í stuttu máli má segja að lífskjör hér eru á heimsmælikvarða. Þótt aldrei sé auðvelt að framfleyta sér á lægstu launum eru laun hér há, jöfnuður mikill og samfélagið okkar almennt mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Þótt alltaf megi gera betur. En það er dýrt að búa hérna vegna hárra vaxta og hárrar verðbólgu. Sá veruleiki er hins vegar að stórum hluta á ábyrgð forystu verkalýðshreyfingarinnar. Höfundur er fyrrverandi félagsmálaráðherra, alþingismaður og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og óforbetranlegur áhugamaður um umbætur á íslenskum vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Mikil og vaxanda ólga einkennir íslenskan vinnumarkað. Átök fara harðnandi og enn eina ferðina stöndum við frammi fyrir hættu á verkföllum. Ef eitthvað er að marka yfirlýsingar íslenskrar verkalýðsforystu einkennist íslenskt samfélag af græðgi, ójöfnuði og almennri láglaunastefnu. Verðbólga er Seðlabankanum og ríkisstjórninni að kenna. Atvinnulífið er gráðugt og svíkur og prettir starfsfólk sitt ítrekað og kerfisbundið. Fátt gott virðist hér að finna. Lítið fer þó fyrir rökstuðningi fyrir þessum fullyrðingum. Það þarf ekki að kafa djúpt ofan í staðreyndirnar til að sjá að íslenskt samfélag svo miklu betra. Lífskjör okkar eru raunar með því besta sem gerist. Það er dálítið sorglegt að sjá hvað umræðan er neikvæð þegar staðreyndirnar tala allt öðru máli. Nokkrar skemmtilegar staðreyndir Laun á Íslandi eru mjög há í alþjóðlegu samhengi. Launakostnaður er hér þriðji hæsti í Evrópu á unna vinnustund og hefur verið það síðustu ár. Við röðum okkur þar með hinum Norðurlöndunum í fimm efstu sætin (Haustskýrsla kjaratölfræðinefndar). Launajöfnuður er líka mikill. Á grundvelli svonefnds Gini stuðuls erum við í hópi þeirra Evrópuríkja sem státa af hvað mestum launajöfnuði, fyrir skatta sem og eftir skatta og tekjutilfærslur. Þar erum við líka sambærileg eða betri en hin Norðurlöndin (OECD). Fátækt mælist hér minni en á hinum Norðurlöndunum og raunar mælist fátækt hér minnst meðal ríkja (OECD). (Hagstofa Íslands hefur ekki uppfært Gini stuðla og fátæktarmörk frá 2017 en á sama tíma hafa laun lægstu tekjuhópa hækkað hlutfallslega meira en laun annarra tekjuhópa og því ekki ástæða til að ætla að mikil breyting hafi orðið á samanburðarstöðu Íslands á þessum tíma.) Ísland er í þriðja sæti á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna, þar sem bornar eru saman lífslíkur, menntun, tekjur og jöfnuður þjóða í heiminum. Við höfum hækkað þar um 10 sæti á síðustu 30 árum (UN). Ofangreindar staðreyndir eru vel þekktar. Um þær hefur verið fjallað í fjölda innlendra úttekta á lífskjörum hér á landi. Við stöndumst fyllilega samanburð við hin Norðurlöndin hvað varðar launastig og almenn lífskjör. Það er raunar nokkuð magnað að sjá hvernig Norðurlöndin skara almennt fram úr í alþjóðlegum samanburði hvað varðar almenn lífskjör, launakjör, félagslegan hreyfanleika, jafnrétti og jöfnuð og svo mætti lengi telja. Norðurlöndin raða sér undantekningalítið í efstu sætin í alþjóðlegum samanburði og Ísland er þar enginn eftirbátur. Öflugt velferðarkerfi Norðurlandanna hefur þar vafalítið leikið mikilvægt hlutverk en vinnumarkaðslíkan Norðurlandanna og sterk verkalýðshreyfing leikur þar líka stórt hlutverk. Nokkrar ekki svo skemmtilegar staðreyndir Engu að síður virðist hér allt vera í kaldakoli ef eitthvað er að marka fréttaflutning af vinnumarkaði. Átök þar hafa farið harðnandi með aukinni tíðni verkfalla og átök innan verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar hafa orðið sífellt meira áberandi. Þessi átök hafa leitt af sér mikinn efnahagslegan óstöðugleika hér á landi. Þar stöndum við ekki vel í alþjóðlegum samanburði. Skoðum nokkrar heldur leiðinlegri staðreyndir. Verðbólga hér á landi hefur að meðaltali verið rúmlega tvisvar sinnum hærri en á Norðurlöndunum síðastliðin 30 ár. Samanburður við evrusvæðið gefur sömu niðurstöðu (OECD). Stýrivextir hafa að meðaltali verið tæp 7% hér á landi síðastliðin 25 ár samanborið við 1,5% á evrusvæðinu og 2,1% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum (HI). Frá 1998 hefur gengi krónunnar helmingast gagnvart dollar, evru og danskri krónu. Veiking gagnvart norskri og sænskri krónu á sama tíma er litlu minni eða um 60%. Á sama tíma erum við ókrýndir Norðurlandameistarar í launahækkunum með árlegar launahækkanir að meðaltali um 6,5% samanborið við um 3,5% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Getur verið að óstöðugleiki íslensks vinnumarkaðar skýri þessar heldur döpru staðreyndir að einhverju leiti? Eða jafnvel að stærstum hluta? Að mikil átök og háar launahækkanir í alþjóðlegu samhengi séu stærsta efnahagsvandamál okkar? Að svigrúm til launahækkana hér sé almennt minna en forysta verkalýðshreyfingarinnar vill meina. Svigrúm til launahækkana er samkvæmt hagfræðinni eftirfarandi: Launahækkanir umfram framleiðniaukningu jafngilda verðbólgu. Með öðrum orðum kaupmáttaraukning verður aldrei meiri en framleiðniaukning til lengri tíma litið, óháð því hversu miklar launahækkanirnar eru. Sé verðbólga hærri til lengri tíma en í helstu samanburðarríkjum leiðir það annað tveggja til veikingar á gengi eða mikils atvinnuleysis ef gengið getur ekki fallið. Nokkrar sturlaðar staðreyndir Skoðum aðeins hvernig þetta kemur heim og saman við íslenskan veruleika og samanburðinn við nágrannalönd okkar. Á Íslandi hafa laun sem áður segir hækkað um 6,5% að meðaltali á ári frá 1991. Á sama tíma hefur verðbólga að jafnaði mælst 4,3%, framleiðniaukning 2% og kaupmáttur 2,2%. Á hinum Norðurlöndunum hafa laun hækkað að meðaltali um 3,5%. Verðbólga hefur verið rúm 2% að meðaltali, kaupmáttaraukning 1,5% og framleiðniaukning 1,6%. Gengi krónunnar hefur helmingast á þessum tíma á sama tíma og gjaldmiðlar hinna Norðurlandanna hafa verið umtalsvert stöðugri. Allt eru þetta opinberar hagtölur sem vart verður deilt um. Í stuttu máli má fullyrða að verðbólgan hér sé nákvæmlega eins og búast hafi mátt við miðað við launahækkanir umfram framleiðni. Hið sama segja um hin Norðurlöndin. Verðlagsstöðugleiki þar er alveg í takt við það sem búast mátti við miðað við launahækkanir umfram framleiðni. Gengi krónunnar hefur sömuleiðis fallið ámóta mikið á þessu tímabili og búast mátti við. Þessar staðreyndir eru líka vel þekktar. Við höfum ítrekað verið vöruð við þessari þróun af innlendum og erlendum sérfræðingum. En á það er ekki hlustað. Af hverju gera hin Norðurlöndin ekki eins og við? Efnahagslegan óstöðugleika, þ.e. verðbólgu og gengisþróun, á Íslandi síðastliðna þrjá áratugi má því skýra nær einvörðungu með launahækkunum langt umfram framleiðni á tímabilinu. Að sama skapi má skýra efnahagslegan stöðugleika Norðurlandanna með sömu aðferðum. Nú er alveg ljóst að fleiri þættir skýra hátt vaxtastig og verðbólgu hér á landi. Lítill og óstöðugur gjaldmiðill hjálpar þar ekki til og óábyrg stefna í ríkisfjármálum hefur gjarnan aukið á þenslu bæði nú og ítrekað á síðustu 30 árum. Það breytir því hins vegar ekki að við gætum gert mun betur ef vinnumarkaðurinn axlaði sína ábyrgð. Það var líka niðurstaða hinna Norðurlandanna. Þau endurskoðuðu öll vinnumarkaðslíkan sitt fyrir meira en þremur áratugum til að ná tökum á verðbólgu og óstöðugu gengi. Árangur þeirra síðan talar sínu máli. Forysta verkalýðshreyfingarinnar hér á landi hefur engu að síður hafnað samhengi launa og verðlags alfarið. Allar tilraunir til umbóta hafa runnið út í sandinn vegna andstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. Andstaðan við síðustu tilraun, SALEK, er sennilega það eina sem núverandi forysta getur verið sammála um. Fjölmiðlar mættu kannski oftar spyrja þessa forystu hvers vegna? Hvers vegna getum við ekki náð sama árangri og hin Norðurlöndin með sambærilegum umbótum? Ef launahækkanir hafa ekkert með verðbólguna að gera, líkt og forysta verkalýðshreyfingarinnar heldur fram, hvers vegna gera hin Norðurlöndin ekki eins og við? Í stuttu máli má segja að lífskjör hér eru á heimsmælikvarða. Þótt aldrei sé auðvelt að framfleyta sér á lægstu launum eru laun hér há, jöfnuður mikill og samfélagið okkar almennt mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Þótt alltaf megi gera betur. En það er dýrt að búa hérna vegna hárra vaxta og hárrar verðbólgu. Sá veruleiki er hins vegar að stórum hluta á ábyrgð forystu verkalýðshreyfingarinnar. Höfundur er fyrrverandi félagsmálaráðherra, alþingismaður og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og óforbetranlegur áhugamaður um umbætur á íslenskum vinnumarkaði.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun