Erlent

Her­flug­vélar hring­sóla um njósna­belginn

Árni Sæberg skrifar
Njósnabelginn má sjá fyrir miðri mynd.
Njósnabelginn má sjá fyrir miðri mynd. Brian Branch/AP

Fjórar orrustuþotur hringsóla nú um kínverskan njósnabelg sem svífur skammt utan við Myrtle Beach í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum. Bandarísk yfirvöld íhuga nú að skjóta belginn niður.

AP hefur eftir fjórum ónefndum bandarískum ríkisstarfsmönnum að til standi að skjóta kínverska njósnabelginn, sem svifið hefur yfir Bandaríkjunum síðan í gær, niður.

Belgurinn svífur nú yfir Atlantshafinu við Suður-Karólínu og yfirvöld íhuga að skjóta hann niður. „Við ætlum að sjá um málið,“ sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti við fréttamann AP í dag. Að sögn AP var Biden ráðlagt að fyrirskipa ekki að skjóta loftbelginn niður á meðan hann svifi enn yfir landi, vegna slysahættu.

Á myndum sem deilt hefur verið Twittersíðunni Aircraft Spots, þar sem fylgst er með ferðum herflugvéla, má sjá hvernig herflugvélar bandaríkjahers hringsóla um loftbelginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×