Norðmenn völdu framlagið og Subwoolfer felldi grímurnar Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2023 22:03 Gulu úlfarnir Keith og Jim heita Gaute og Ben í raun og veru. Daniele Venturelli/Getty Norðmenn völdu framlag sitt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Það var hin tvítuga Alessandra Mele sem bar sigur úr býtum í Melodi Grand Prix keppninni. Þá vakti athygli að tvíeykið Subwoolfer, sem kom fram fyrir hönd Noregs í Eurovision í fyrra, felldi gulu úlfagrímurnar frægu í beinni útsendingu. Allesandra vann keppnina með laginu Queen of kings og mun flytja það í Liverpool í maí næstkomandi. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan: Allessandra sagði sér hafa hlotnast mikill heiður og að hún muni gera norsku þjóðina stolta, eftir að úrslit keppninnar voru tilkynnt. Úlfarnir heita Gaute og Ben Á úrslitakvöldinu kom raftónlistartvíeykið Subwoolfer fram. Meðlimir Subwoolfer vöktu mikla athygli í Eurovision-keppninni í fyrra þegar þeir komu fram grímuklæddir og fluttu lag um úlf sem þarf að gefa banana ellegar borði hann ömmu þeirra. Allt frá því að tvíeykið keppti í undankeppninni í fyrra hafa nöfn og útlit meðlima þess verið á huldu. Í kvöld felldu þeir hins vegar grímurnar og í ljós kom að þeir heita Gaute Ormåsen og Ben Adams. Í myndskeiði í frétt Verdens Gang má sjá atriði þeirra og bút úr viðtali við þá, sem tekið var fyrr í vikunni. Þeir segja að nöfn þeirra hafi verið eins konar opinbert leyndarmál enda hafi allir sem þekkja þá þekkt þá á röddum þeirra þrátt fyrir grímurnar og dulnefnin Keith og Jim. Þeir segja jafnframt að með því að fella grímurnar hafi þeir lokið fyrsta kaflanum í sögu Subwoolfer. Þeir muni áfram koma fram undir nafninu Subwoolfer en með breyttu sniði. Líkt og greint var frá á dögunum mun Subwoolfer leggja leið sína til landsins í mars og koma fram í Söngvakeppni sjónvarpsins. Hvort það verði þeir Gaute og Ben sem koma fram eða gulu úlfarnir Keith og Jim verður að koma í ljós. Noregur Eurovision Tengdar fréttir Norskir úlfar borða ítalskar ömmur Meðlimir Subwoolfer eru komnir áfram í aðalkeppni Eurovision sem fer fram annað kvöld í Tórínó og virðast þeir vera að safna orku fyrir stóra daginn með því að gæða sér á ítölskum ömmum og kúra. 13. maí 2022 22:00 Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim. 22. febrúar 2022 16:30 Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira
Allesandra vann keppnina með laginu Queen of kings og mun flytja það í Liverpool í maí næstkomandi. Lagið má heyra í spilaranum hér að neðan: Allessandra sagði sér hafa hlotnast mikill heiður og að hún muni gera norsku þjóðina stolta, eftir að úrslit keppninnar voru tilkynnt. Úlfarnir heita Gaute og Ben Á úrslitakvöldinu kom raftónlistartvíeykið Subwoolfer fram. Meðlimir Subwoolfer vöktu mikla athygli í Eurovision-keppninni í fyrra þegar þeir komu fram grímuklæddir og fluttu lag um úlf sem þarf að gefa banana ellegar borði hann ömmu þeirra. Allt frá því að tvíeykið keppti í undankeppninni í fyrra hafa nöfn og útlit meðlima þess verið á huldu. Í kvöld felldu þeir hins vegar grímurnar og í ljós kom að þeir heita Gaute Ormåsen og Ben Adams. Í myndskeiði í frétt Verdens Gang má sjá atriði þeirra og bút úr viðtali við þá, sem tekið var fyrr í vikunni. Þeir segja að nöfn þeirra hafi verið eins konar opinbert leyndarmál enda hafi allir sem þekkja þá þekkt þá á röddum þeirra þrátt fyrir grímurnar og dulnefnin Keith og Jim. Þeir segja jafnframt að með því að fella grímurnar hafi þeir lokið fyrsta kaflanum í sögu Subwoolfer. Þeir muni áfram koma fram undir nafninu Subwoolfer en með breyttu sniði. Líkt og greint var frá á dögunum mun Subwoolfer leggja leið sína til landsins í mars og koma fram í Söngvakeppni sjónvarpsins. Hvort það verði þeir Gaute og Ben sem koma fram eða gulu úlfarnir Keith og Jim verður að koma í ljós.
Noregur Eurovision Tengdar fréttir Norskir úlfar borða ítalskar ömmur Meðlimir Subwoolfer eru komnir áfram í aðalkeppni Eurovision sem fer fram annað kvöld í Tórínó og virðast þeir vera að safna orku fyrir stóra daginn með því að gæða sér á ítölskum ömmum og kúra. 13. maí 2022 22:00 Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim. 22. febrúar 2022 16:30 Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Sjá meira
Norskir úlfar borða ítalskar ömmur Meðlimir Subwoolfer eru komnir áfram í aðalkeppni Eurovision sem fer fram annað kvöld í Tórínó og virðast þeir vera að safna orku fyrir stóra daginn með því að gæða sér á ítölskum ömmum og kúra. 13. maí 2022 22:00
Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim. 22. febrúar 2022 16:30