Telja fallbaráttulið Þórs vera með tvo af fimm bestu leikmönnum deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2023 23:15 Vincent Shahid og Styrmir Snær Þrastarson eru tveir af fimm bestu leikmönnum Subway-deildar karla í körfubolta að mati Körfuboltakvölds. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Körfuboltakvölds telja fallbaráttulið Þórs frá Þorlákshöfn vera með tvo af fimm bestu leikmönnum Subway-deildar karla í körfubolta í sínum röðum. „Ef þið hugsið topp tíu leikmenn í þessari deild, hvað koma margir leikmenn upp í hugann áður en þið segið Vincent Shahid? Ekkert rosalega margir?“ sðurði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins. „Hvað koma margir upp í hugann áður en þið segið Styrmir Snær [Þrastarson]? Topp fimm, eða topp sjö í allra seinasta lagi,“ hélt Kjartan áfram. „Þeir eru með tvo leikmenn - taktu alla sem fylgjast með þessari deild - sem eru á topp tíu lista allra sem fylgjast með þessari deild.“ Kjartan hafði þó ekki lokið sér af í að lofsama leikmannahóp Þórsara. „Þeir eru með Jordan Semple sem þriðja kost, þeir eru með Davíð Arnar [Ágústsson], Emil Karel [Einarsson], Fotios [Lampropoulos] og Pablo [Hernandez],“ sagði Kjartan áður en Hermann Hauksson greip boltann á lofti. „Fotios í gær, þessi gæi er náttúrulega bara alveg. Ég held að hann viti ekki hvar rangur staður á vellinum er. Hann er alltaf einhvernveginn á réttum stað og með tímasetningarnar réttar og þessi leikskilningur.“ Klippa: Þór Þ með 2 af 5 bestu leikmönnum deildarinnar Þrátt fyrir þessa lofræðu strákana um leikmenn Þórsliðsins er liðið ekki gallalaust, enda sitja Þórsarar í níunda sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. „Eini gallinn við Þórsliðið myndi ég segja er að þeir hlaupa rosalega mikið pick and roll og Vincent Shahid er í rauninni eini pick and roll ballhandlerinn sem stýrir vagg og veltu og hann getur ekki spilað fjörutíu mínútur í leik í heilli seríu,“ sagði Kjartan. Örvar Kristjánsson vildi þó meina að Þórsarar gætu plummað sig ágætlega í nokkrar mínútur án Shahid inni á vellinum. „Þeir hafa önnur vopn og geta leyst þær mínútur vel. Eins og bara Fotios, leikmaður sem er hokinn af reynslu og þegar hann er að taka þessi milliskot sín þá er svo gaman að horfa á hann,“ sagði Örvar. Strákarnir eyddu dágóðum tíma í að ræða lið Þórs frá Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
„Ef þið hugsið topp tíu leikmenn í þessari deild, hvað koma margir leikmenn upp í hugann áður en þið segið Vincent Shahid? Ekkert rosalega margir?“ sðurði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi þáttarins. „Hvað koma margir upp í hugann áður en þið segið Styrmir Snær [Þrastarson]? Topp fimm, eða topp sjö í allra seinasta lagi,“ hélt Kjartan áfram. „Þeir eru með tvo leikmenn - taktu alla sem fylgjast með þessari deild - sem eru á topp tíu lista allra sem fylgjast með þessari deild.“ Kjartan hafði þó ekki lokið sér af í að lofsama leikmannahóp Þórsara. „Þeir eru með Jordan Semple sem þriðja kost, þeir eru með Davíð Arnar [Ágústsson], Emil Karel [Einarsson], Fotios [Lampropoulos] og Pablo [Hernandez],“ sagði Kjartan áður en Hermann Hauksson greip boltann á lofti. „Fotios í gær, þessi gæi er náttúrulega bara alveg. Ég held að hann viti ekki hvar rangur staður á vellinum er. Hann er alltaf einhvernveginn á réttum stað og með tímasetningarnar réttar og þessi leikskilningur.“ Klippa: Þór Þ með 2 af 5 bestu leikmönnum deildarinnar Þrátt fyrir þessa lofræðu strákana um leikmenn Þórsliðsins er liðið ekki gallalaust, enda sitja Þórsarar í níunda sæti deildarinnar með tíu stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. „Eini gallinn við Þórsliðið myndi ég segja er að þeir hlaupa rosalega mikið pick and roll og Vincent Shahid er í rauninni eini pick and roll ballhandlerinn sem stýrir vagg og veltu og hann getur ekki spilað fjörutíu mínútur í leik í heilli seríu,“ sagði Kjartan. Örvar Kristjánsson vildi þó meina að Þórsarar gætu plummað sig ágætlega í nokkrar mínútur án Shahid inni á vellinum. „Þeir hafa önnur vopn og geta leyst þær mínútur vel. Eins og bara Fotios, leikmaður sem er hokinn af reynslu og þegar hann er að taka þessi milliskot sín þá er svo gaman að horfa á hann,“ sagði Örvar. Strákarnir eyddu dágóðum tíma í að ræða lið Þórs frá Þorlákshöfn, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira