Ekki heyrt af neinu tjóni þrátt fyrir að spár hafi ræst Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2023 18:28 Víðir Reynisson segir ekki ólíklegt að veðurvörun fyrir allt landið á þriðjudag verði appelsínugul. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna ríkislögreglustjóra, segir að veður hafi víða verið varhugavert í dag líkt og spáð hafði verið. Fólk hafi verið vel undirbúið fyrir veðrið og ekki hafi verið tilkynnt um neitt tjón. Hann segir ekki ólíklegt að veðurviðvörun fyrir þriðjudag verði appelsínugul. Óvissustigi almannavarna var lýst yfir klukkan 11 í morgun á á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna slæmrar veðurspár. Fólk var hvatt til þess að fara varlega, vera ekki á ferðinni að óþörfu og ganga vel frá lausamunum. „Ég held að flesti hafi haldið kyrru fyrir. Þetta olli engum vandræðum og við höfum ekki heyrt af neinu alvarlegu tjóni. Fólk náði að undirbúa sig vel og koma í veg fyrir það,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Veðrið staðbundið og varhugavert Víðir segir þó að spár hafi gengið eftir og aðstæður verið erfiðar í dag. Staðbundnar vindhviður hafi gert fólki lífið leitt þar sem það hafi getað verið í góðu veðri en lent í vondu veðri eftir að hafa farið stuttan spöl. Erfitt hafi verið að spá fyrir um það hvar vindhraði yrði mikill við yfirborð og því hafi óvissustigi verið lýst yfir á stóru svæði. Verkefnið ekki búið Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið fyrir þriðjudag og Víðir segir verkefnið því ekki búið. „Þetta eru mjög sérstakar aðstæður og ég held að þegar menn eru að rýna í veðurfarssögun, fróðir menn eins og Einar Sveinbjörnsson og fleiri, þá er þetta kannski með dálitlum ólíkindum. Þessi lægðagangur, hversu öflugar lægðirnar eru og hversu mikil áhrif lægðirnar hafa. Ef spár ganga eftir fyrir þriðjudaginn þá eiga þessar viðvaranir eftir að breyta um lit,“ segir Víðir. Veður Tengdar fréttir Óvissustigi aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag. 5. febrúar 2023 16:13 „Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. 5. febrúar 2023 12:32 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Óvissustigi almannavarna var lýst yfir klukkan 11 í morgun á á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna slæmrar veðurspár. Fólk var hvatt til þess að fara varlega, vera ekki á ferðinni að óþörfu og ganga vel frá lausamunum. „Ég held að flesti hafi haldið kyrru fyrir. Þetta olli engum vandræðum og við höfum ekki heyrt af neinu alvarlegu tjóni. Fólk náði að undirbúa sig vel og koma í veg fyrir það,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Veðrið staðbundið og varhugavert Víðir segir þó að spár hafi gengið eftir og aðstæður verið erfiðar í dag. Staðbundnar vindhviður hafi gert fólki lífið leitt þar sem það hafi getað verið í góðu veðri en lent í vondu veðri eftir að hafa farið stuttan spöl. Erfitt hafi verið að spá fyrir um það hvar vindhraði yrði mikill við yfirborð og því hafi óvissustigi verið lýst yfir á stóru svæði. Verkefnið ekki búið Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið fyrir þriðjudag og Víðir segir verkefnið því ekki búið. „Þetta eru mjög sérstakar aðstæður og ég held að þegar menn eru að rýna í veðurfarssögun, fróðir menn eins og Einar Sveinbjörnsson og fleiri, þá er þetta kannski með dálitlum ólíkindum. Þessi lægðagangur, hversu öflugar lægðirnar eru og hversu mikil áhrif lægðirnar hafa. Ef spár ganga eftir fyrir þriðjudaginn þá eiga þessar viðvaranir eftir að breyta um lit,“ segir Víðir.
Veður Tengdar fréttir Óvissustigi aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag. 5. febrúar 2023 16:13 „Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. 5. febrúar 2023 12:32 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Óvissustigi aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag. 5. febrúar 2023 16:13
„Það getur verið gott veður en kílómetra lengra er það snarvitlaust“ Óvissustig Almannavarna er í gildi á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna veðurs en spár um aftakaveður virðast ætla að ganga eftir. Gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 metrum á sekúndu og segir sviðsstjóri Almannavarna nauðsynlegt að fólk haldi sig heima á meðan versta veðrið gengur yfir. Á Vestfjörðum er hætta á ofanflóðum en bæjarstjóri segir þau viðbúin eftir flóðin í janúar. 5. febrúar 2023 12:32