Fyrir leikinn í kvöld voru liðin jöfn að stigum í 3.-4.sæti deildarinnar, bæði með 42 stig og voru fimm stigum á eftir AEK sem var í öðru sæti og sex stigum á eftir toppliði Panathinaikos sem Hörður Björgvin Magnússon leikur með.
Lið PAOK var sterkari aðilinn í leiknum í dag. Þeir áttu mun fleiri tilraunir að marki Olympiacos en í liði gestanna er meðal annars að finna Kólumbíumanninn James Rodriguez og átti hann skot í þverslá um miðjan fyrri hálfleikinn.
Rodriguez tókst þó ekki að finna leiðina framhjá Sverri Inga sem lék allan leikinn í miðri vörn PAOK. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og liðin því enn jöfn að stigum í baráttunni við toppinn.