Mun fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjast af? Sigurður Páll Jónsson skrifar 6. febrúar 2023 11:00 Á síðasta ári var sett á laggirnar nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Nú eru komnar fram tillögur um ýmis atriði, sumar allra athyglisverðar en aðrar að mati undirritaðs, ekki á vetur setjandi. Svo ég vindi mér beint að efni þessarar greinar: Ein tillagan, er að fella niður skelbætur í Breiðafirði. Bótasaga vegna skelveiða er orðin tuttugu ára gömul og er í raun sorgarsaga um hvað stjórnvöldum eru oft mislagðar hendur þegar kemur að ákvörunum um lausnir þegar öll rök liggja á borðinu um að ganga hreint til verks. Á sínum tíma í upphafi kvótakerfisins eða árið 1984 og verið var að setja hörpudisk ásamt flestum sjávartegundum í kvóta, voru skelveiðar skilgreindar með ,,sérleyfi“. Þá var skelveiðihöfum sem stunduðu þessar veiðar, gert að láta frá sér 35% af þorskveiðiheimildum til að fá kvóta í hörpudisk. Þetta voru afarkostir (skilyrði). Árið 2003 hrinur stofn hörpudisks vegna sýkingar og allar skelveiðar stöðvast. Þá voru settar á skelbætur af stjórnvöldum í formi bolfisks sem átti að „trappast“ niður á nokkrum árum eða þar til stofn hörpudisksin væri búinn að ná veiðiþoli á ný. Ekkert hefur ræst úr því 20 árum seinna, þó á tímabili væru gerðar tilraunaveiðar sem svo sýndu frammá að sá vonarneisti byggðist ekki á raunhæfum væntingum. Tíu árum eftir hrun hörpudisks stofnsins þegar þessar skelbætur áttu að renna út fóru skelveiðihafar á fund stjórnvalda í því markmiði að finna lausn á vandanum. Þá voru skelbætur framlengdar um eitt ár en voru í þorskígildum 1/3 af þeim þoskkvóta sem útgerðir í Stykkishólmi þurftu að láta frá sér árið 1984 til að fá skelkvóta. Síðustu tíu ár hafa útgerðamenn í Stykkishólmi farið á hverju ári til fundar við stjórnvöld um lausn á málinu. Ýmsar þreifingar hafa átt sér stað en engin varanleg lausn. Og nú blasir við að ein af tillögum frá hópi sem sjávarútvegsráðherra skipaði í fyrra, leggur til að skelbætur verði lagðar af. Í dag vinnur eitt fyrirtæki í Stykkishólmi bolfiskvinnslu sem er Þórsnes hf. Þessi fiskvinnsla vinnur um 5000 tonn á ári og er töluverður hluti þess fisks keyptur á markaði. Þar er hljóðið mjög þungt í mönnum og jafnvel talað um að loka fyrirtækinu ef skelbætur verði teknar af. Varla getur sjávarútvegsráðherra, sem talar mikið fyrir byggðafestu og eflingu brothættra byggða, tekið þátt í því að fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjist af!? Höfundur er áhugamaður um eflinu byggða á íslandi öllu og varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Stykkishólmur Miðflokkurinn Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári var sett á laggirnar nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Nú eru komnar fram tillögur um ýmis atriði, sumar allra athyglisverðar en aðrar að mati undirritaðs, ekki á vetur setjandi. Svo ég vindi mér beint að efni þessarar greinar: Ein tillagan, er að fella niður skelbætur í Breiðafirði. Bótasaga vegna skelveiða er orðin tuttugu ára gömul og er í raun sorgarsaga um hvað stjórnvöldum eru oft mislagðar hendur þegar kemur að ákvörunum um lausnir þegar öll rök liggja á borðinu um að ganga hreint til verks. Á sínum tíma í upphafi kvótakerfisins eða árið 1984 og verið var að setja hörpudisk ásamt flestum sjávartegundum í kvóta, voru skelveiðar skilgreindar með ,,sérleyfi“. Þá var skelveiðihöfum sem stunduðu þessar veiðar, gert að láta frá sér 35% af þorskveiðiheimildum til að fá kvóta í hörpudisk. Þetta voru afarkostir (skilyrði). Árið 2003 hrinur stofn hörpudisks vegna sýkingar og allar skelveiðar stöðvast. Þá voru settar á skelbætur af stjórnvöldum í formi bolfisks sem átti að „trappast“ niður á nokkrum árum eða þar til stofn hörpudisksin væri búinn að ná veiðiþoli á ný. Ekkert hefur ræst úr því 20 árum seinna, þó á tímabili væru gerðar tilraunaveiðar sem svo sýndu frammá að sá vonarneisti byggðist ekki á raunhæfum væntingum. Tíu árum eftir hrun hörpudisks stofnsins þegar þessar skelbætur áttu að renna út fóru skelveiðihafar á fund stjórnvalda í því markmiði að finna lausn á vandanum. Þá voru skelbætur framlengdar um eitt ár en voru í þorskígildum 1/3 af þeim þoskkvóta sem útgerðir í Stykkishólmi þurftu að láta frá sér árið 1984 til að fá skelkvóta. Síðustu tíu ár hafa útgerðamenn í Stykkishólmi farið á hverju ári til fundar við stjórnvöld um lausn á málinu. Ýmsar þreifingar hafa átt sér stað en engin varanleg lausn. Og nú blasir við að ein af tillögum frá hópi sem sjávarútvegsráðherra skipaði í fyrra, leggur til að skelbætur verði lagðar af. Í dag vinnur eitt fyrirtæki í Stykkishólmi bolfiskvinnslu sem er Þórsnes hf. Þessi fiskvinnsla vinnur um 5000 tonn á ári og er töluverður hluti þess fisks keyptur á markaði. Þar er hljóðið mjög þungt í mönnum og jafnvel talað um að loka fyrirtækinu ef skelbætur verði teknar af. Varla getur sjávarútvegsráðherra, sem talar mikið fyrir byggðafestu og eflingu brothættra byggða, tekið þátt í því að fiskvinnsla í Stykkishólmi leggjist af!? Höfundur er áhugamaður um eflinu byggða á íslandi öllu og varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar