Norska landsliðið mun spila þrjá æfingarleiki í Frakklandi seinna í þessum mánuði. Liði mætir þar Úrúgvæ, Danmörku og Frakklandi.
María er ein af níu varnarmönnum í hópnum. Það vakti athygli þegar Hege Riise tók fyrst við norska landsliðinu þá henti hún Maríu út úr liðinu. María, sem spilar með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, sparaði stóru orðin og vann sér sæti aftur í landsliðinu.
Landslagssjef Hege Riise tar ut troppen til kampene mot Uruguay, Danmark og Frankrike. Se pressekonferanse i dag klokken 12.00. https://t.co/tBRel5EGei
— Fotballandslaget (@nff_landslag) February 6, 2023
Hún var með síðasta og svo aftur nú í fyrsta landsliðshópi Norðmanna á árinu 2023.
María gat einnig spilað með íslenska landsliðinu en faðir hennar er handboltaþjálfarinn Þórir Hergeirsson.
María valdi það norska enda búsett í Noregi og ólst þar upp. Hún lék einn landsleik fyrir sextán ára landslið Íslands en valdi svo Noreg.
María lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Íslandi í mars 2015 en hún spilaði sinn 64. landsleik á móti Englendingum í nóvember síðastliðnum.