Í færslu sem Vegagerðin birti á samfélagsmiðlinum Twitter kemur fram að lokað hafi verið Hellisheiði til vesturs vegna aðgerða lögreglu við að koma bílnum upp á veg. Hjáleið er um Þrengsli en reiknað er með að það taki um klukkustund að koma bílnum upp á veginn.
