Hætti nánast að geta gengið og léttist um tæplega 100 kíló Árni Sæberg skrifar 8. febrúar 2023 21:01 Sveinn er nær óþekkjanlegur enda hundrað kílóum léttari. Aðsend Sveinn Hjörtur Guðfinnsson segist hafa nánast verið hættur að geta gengið þegar hann var orðinn 200 kíló að þyngd. Hann segist hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að hafa lést um tæplega helming. Sveinn Hjörtur er nýjasti gestur hlaðvarps Sölva Tryggvasonar. Í þættinum lýsir hann því að honum hafi liðið á tímabili eins og hann væri að stimpla sig út og því ákveðið að taka sig á. „Ég fór í markvissa vinnu fyrir um þremur árum þar sem ég ákvað að taka bæði hugarfarið, heilsuna og líkamann alveg í endurskoðun. Þetta byrjaði á ferli þar sem ég tók eitt skref í einu í að breyta öllu í lífsstílnum og síðan fór ég í hjáveituaðgerð, eftir að hafa undirbúið mig vel undir hana bæði andlega og líkamlega. Ég var kominn á mjög vondan stað líkamlega. Ég var farinn að lamast út af verkjum í baki og fóturinn öðrum megin var farinn að gefa sig algjörlega. Ég datt mjög reglulega og var kominn með mikil einkenni út um allan líkama, meðal annars þrengingu í mænugöngum. Ég var í raun kominn með rauða spjaldið og það var annað hvort að gera eitthvað í þessu eða að það væri bara búið að dæma mig alveg úr leik,“ segir Sveinn Hjörtur. Þýðir ekkert að vaða á fólk í ofþyngd Sveinn Hjörtur segir mikilvægt að fólk vaði ekki að manneskju í ofþyngd og segi henni að hún verði að léttast og að fólk geti verið mjög ónærgætið og í raun fordómafullt. „Það var ekkert gaman að vera stöðugt kallaður hlunkur, bangsi eða annað þvíumlíkt. En að sama skapi er gott að hafa fólk í kringum sig sem gerir manni grein fyrir að maður verði að fara að huga að heilsunni. Ef fólk kemur frá stað væntumþykju og segir manni satt þá getur það hjálpað mikið,“ segir hann. Hann segir verkefnið sem hann stóð frammi fyrir hafa verið ógnarstórt og að fyrstu skref hafi verið að kortleggja málin vel og gera hlutina í réttri röð. „Ég er markþjálfi og erfiðasta verkefnið var að markþjálfa sjálfan mig. Ég var mest orðinn um 200 kílógrömm og það er mjög skrýtið fyrir mig að sjá myndir af mér frá þeim tíma. En það þýðir ekkert að dæma sjálfan sig. Ég hafði áður gert tilraunir til að létta mig og stundum náði ég að léttast mikið, en svo kom það alltaf aftur. Ég hef prófað allar leiðir, hvort sem það eru megrunarkúrar eða ofurduft, en það er ekki til nein töfralausn.“ Þá segir Sveinn Hjörtur að tilfinningar geti leitt til þess að fólk endi í mikilli ofþyngd og að gömul áföll geti sömuleiðis verið orsakavaldur að því. „Fyrst af öllu verður maður að tala fallega til sjálfs sín þegar maður byrjar svona ferli og ná að elska sjálfan sig þar sem maður er og þannig byrja að gera hugarfarsbreytingu. Aðgerðin sem ég fór í hefði ekki skilað neinu ef ég hefði ekki tekið hugarfarið með inn í myndina líka. Heilsan mín í dag er allt önnur. Ekki bara vegna þess að ég er léttari. Ég fer reglulega í blóðprufur og það mælist allt betra. Hvort sem það eru vítamín, kólesteról, starfsemi lifrarinnar eða annað,“ segir hann. Sveinn ásamt dr. Zoltán Lódere, sem hefur sérhæft sig í efnaskiptaaðgerðum. Sveinn hefur fylgt fleirum út eftir að hafa sjálfur gengist undir slíka aðgerð.Aðsend Hefur marga fjöruna sopið Bróðir Sveins var myrtur um borð í varðskipinu Tý í janúar árið 1980. Sá atburður hafði gríðarleg áhrif á alla fjölskyldu Sveins. Sveinn var aðeins tíu ára gamall þegar atburðurinn átti sér stað og segist strax hafa viljað skilja dauðann. „Ég hét því þarna að ég ætlaði að verða prestur af því að ég taldi að það myndi hjálpa mér að skilja dauðann betur og líka gæti ég þá aðstoðað fólk sem myndi missa nákomna. Skrápurinn þykknar svo auðvitað með árunum, en þetta er eitthvað sem hefur setið með mér og allri fjölskyldunni alveg síðan. Ekki bara var það missirinn og sorgin, heldur líka það hvernig þetta gerðist. Hann var myrtur um borð í skipi. Ég man eftir því að öll umræða um málið var eitthvað sem fjölskyldan og sérstaklega mamma var ekki hrifin af. Það var auðvitað engin áfallahjálp á þessum tíma og fólk átti bara að halda áfram. Pabbi vann í lögreglunni og hann byrjaði bara strax að vinna. Auðvitað byrja örin smám saman að gróa, en það verður aldrei neitt eins eftir svona atburð,“ segir Sveinn. Þá segist hann hafa orðið fyrir öðrum stórum áföllum í lífinu. Hann hafi alist upp á heimili þar sem alkólismi hafi haft mikil áhrif á heimilislífið og orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. „Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum síðan að ég hætti að blokkera á kynferðisbrot sem ég varð fyrir þegar ég var tólf ára. Þegar ég áttaði mig á því hve mikil áhrif það hafði haft á mig leitaði ég til Stígamóta og ég er enn í strákahópnum þar sem er alveg meiriháttar. Þau hafa hjálpað mér alveg gríðarlega vel. Það er ljósið sem hjálpar manni að ná að þrífa til. Það er ekki hægt að þrífa neitt í myrkrinu og á meðan maður varpar ekki ljósi á hlutina er ekki hægt að laga þá,” segir hann. Upplifði ýmislegt í dyravörslunni Sveinn Hjörtur fer um víðan völl í hlaðvarpinu og ræðir meðal annars reynslu sína af því að starfa sem varðstjóri á Neyðarlínunni og við dyravörslu í miðbænum. „Ég var einn af þeim fyrstu sem var alltaf í stunguheldu vesti í vinnunni og þá var hlegið að mér og fólki fannst þetta hálffáránlegt. Ég fékk öryggisbúnað í gegnum þá sem skaffa lögreglunni útbúnað og fannst það bara eðlilegt. Það er alveg svart og hvítt hvernig staðan er orðin núna miðað við það sem þetta var. Núna sjá flestir að það getur beinlínis verið stórhættulegt að fá menn í bakið á sér sem eru undir áhrifum efna og sumir eru vopnaðir og þar fram eftir götunum. Ég hef stundum sagt að það væri gott fyrir ráðamenn og í raun alla að prófa að vera með lögreglunni niðri í bæ um helgar til að sjá hvernig þetta er,” segir Sveinn Hjörtur. Hann hefur áður haft orð á öryggismálum dyravarða en dyravörður sem örkumlaðist eftir fólskulega árás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters árið 2018 var félagi Sveins Hjartar. Hann gagnrýndi á sínum tíma harðlega hversu vægan fangelsisdóm árásarmaðurinn hlaut. Þá hafi starfið hjá Neyðarlínunni ekki síður verið lærdómsríkt. „Maður fékk innsýn inn í hluti sem flestir fá aldrei að sjá þegar maður tók á móti símtölunum þar. Allt frá fæðingu barna í gegnum síma, yfir í sjálfsvíg, alvarleg slys og glæpi. Aðalatriðið í því starfi er að geta alltaf haldið ró sinni og yfirvegun, geta brugðist hratt og örugglega við, en þjálfunin er eflaust orðin meiri í dag. Það þarf á sama tíma að huga að því að aðstæður og vettvangur sé öruggur fyrir þá sem koma á staðinn. Ég var líka í áfallateyminu og í því að fylgjast með hvernig fólkinu leið eftir alvarleg útköll og fleira þess háttar. Líklega þarf fólk með mjög sérstaka skapgerð til þess að veljast í svona störf,“ segir hann. Kynferðisofbeldi Heilsa Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39 Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45 Líkamsárásin á Shooters: Gengu fram af mikilli heift að mati dómara Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu 20. febrúar 2019 15:22 Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. 18. júní 2020 15:54 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Sveinn Hjörtur er nýjasti gestur hlaðvarps Sölva Tryggvasonar. Í þættinum lýsir hann því að honum hafi liðið á tímabili eins og hann væri að stimpla sig út og því ákveðið að taka sig á. „Ég fór í markvissa vinnu fyrir um þremur árum þar sem ég ákvað að taka bæði hugarfarið, heilsuna og líkamann alveg í endurskoðun. Þetta byrjaði á ferli þar sem ég tók eitt skref í einu í að breyta öllu í lífsstílnum og síðan fór ég í hjáveituaðgerð, eftir að hafa undirbúið mig vel undir hana bæði andlega og líkamlega. Ég var kominn á mjög vondan stað líkamlega. Ég var farinn að lamast út af verkjum í baki og fóturinn öðrum megin var farinn að gefa sig algjörlega. Ég datt mjög reglulega og var kominn með mikil einkenni út um allan líkama, meðal annars þrengingu í mænugöngum. Ég var í raun kominn með rauða spjaldið og það var annað hvort að gera eitthvað í þessu eða að það væri bara búið að dæma mig alveg úr leik,“ segir Sveinn Hjörtur. Þýðir ekkert að vaða á fólk í ofþyngd Sveinn Hjörtur segir mikilvægt að fólk vaði ekki að manneskju í ofþyngd og segi henni að hún verði að léttast og að fólk geti verið mjög ónærgætið og í raun fordómafullt. „Það var ekkert gaman að vera stöðugt kallaður hlunkur, bangsi eða annað þvíumlíkt. En að sama skapi er gott að hafa fólk í kringum sig sem gerir manni grein fyrir að maður verði að fara að huga að heilsunni. Ef fólk kemur frá stað væntumþykju og segir manni satt þá getur það hjálpað mikið,“ segir hann. Hann segir verkefnið sem hann stóð frammi fyrir hafa verið ógnarstórt og að fyrstu skref hafi verið að kortleggja málin vel og gera hlutina í réttri röð. „Ég er markþjálfi og erfiðasta verkefnið var að markþjálfa sjálfan mig. Ég var mest orðinn um 200 kílógrömm og það er mjög skrýtið fyrir mig að sjá myndir af mér frá þeim tíma. En það þýðir ekkert að dæma sjálfan sig. Ég hafði áður gert tilraunir til að létta mig og stundum náði ég að léttast mikið, en svo kom það alltaf aftur. Ég hef prófað allar leiðir, hvort sem það eru megrunarkúrar eða ofurduft, en það er ekki til nein töfralausn.“ Þá segir Sveinn Hjörtur að tilfinningar geti leitt til þess að fólk endi í mikilli ofþyngd og að gömul áföll geti sömuleiðis verið orsakavaldur að því. „Fyrst af öllu verður maður að tala fallega til sjálfs sín þegar maður byrjar svona ferli og ná að elska sjálfan sig þar sem maður er og þannig byrja að gera hugarfarsbreytingu. Aðgerðin sem ég fór í hefði ekki skilað neinu ef ég hefði ekki tekið hugarfarið með inn í myndina líka. Heilsan mín í dag er allt önnur. Ekki bara vegna þess að ég er léttari. Ég fer reglulega í blóðprufur og það mælist allt betra. Hvort sem það eru vítamín, kólesteról, starfsemi lifrarinnar eða annað,“ segir hann. Sveinn ásamt dr. Zoltán Lódere, sem hefur sérhæft sig í efnaskiptaaðgerðum. Sveinn hefur fylgt fleirum út eftir að hafa sjálfur gengist undir slíka aðgerð.Aðsend Hefur marga fjöruna sopið Bróðir Sveins var myrtur um borð í varðskipinu Tý í janúar árið 1980. Sá atburður hafði gríðarleg áhrif á alla fjölskyldu Sveins. Sveinn var aðeins tíu ára gamall þegar atburðurinn átti sér stað og segist strax hafa viljað skilja dauðann. „Ég hét því þarna að ég ætlaði að verða prestur af því að ég taldi að það myndi hjálpa mér að skilja dauðann betur og líka gæti ég þá aðstoðað fólk sem myndi missa nákomna. Skrápurinn þykknar svo auðvitað með árunum, en þetta er eitthvað sem hefur setið með mér og allri fjölskyldunni alveg síðan. Ekki bara var það missirinn og sorgin, heldur líka það hvernig þetta gerðist. Hann var myrtur um borð í skipi. Ég man eftir því að öll umræða um málið var eitthvað sem fjölskyldan og sérstaklega mamma var ekki hrifin af. Það var auðvitað engin áfallahjálp á þessum tíma og fólk átti bara að halda áfram. Pabbi vann í lögreglunni og hann byrjaði bara strax að vinna. Auðvitað byrja örin smám saman að gróa, en það verður aldrei neitt eins eftir svona atburð,“ segir Sveinn. Þá segist hann hafa orðið fyrir öðrum stórum áföllum í lífinu. Hann hafi alist upp á heimili þar sem alkólismi hafi haft mikil áhrif á heimilislífið og orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. „Það var ekki fyrr en fyrir nokkrum árum síðan að ég hætti að blokkera á kynferðisbrot sem ég varð fyrir þegar ég var tólf ára. Þegar ég áttaði mig á því hve mikil áhrif það hafði haft á mig leitaði ég til Stígamóta og ég er enn í strákahópnum þar sem er alveg meiriháttar. Þau hafa hjálpað mér alveg gríðarlega vel. Það er ljósið sem hjálpar manni að ná að þrífa til. Það er ekki hægt að þrífa neitt í myrkrinu og á meðan maður varpar ekki ljósi á hlutina er ekki hægt að laga þá,” segir hann. Upplifði ýmislegt í dyravörslunni Sveinn Hjörtur fer um víðan völl í hlaðvarpinu og ræðir meðal annars reynslu sína af því að starfa sem varðstjóri á Neyðarlínunni og við dyravörslu í miðbænum. „Ég var einn af þeim fyrstu sem var alltaf í stunguheldu vesti í vinnunni og þá var hlegið að mér og fólki fannst þetta hálffáránlegt. Ég fékk öryggisbúnað í gegnum þá sem skaffa lögreglunni útbúnað og fannst það bara eðlilegt. Það er alveg svart og hvítt hvernig staðan er orðin núna miðað við það sem þetta var. Núna sjá flestir að það getur beinlínis verið stórhættulegt að fá menn í bakið á sér sem eru undir áhrifum efna og sumir eru vopnaðir og þar fram eftir götunum. Ég hef stundum sagt að það væri gott fyrir ráðamenn og í raun alla að prófa að vera með lögreglunni niðri í bæ um helgar til að sjá hvernig þetta er,” segir Sveinn Hjörtur. Hann hefur áður haft orð á öryggismálum dyravarða en dyravörður sem örkumlaðist eftir fólskulega árás fyrir utan skemmtistaðinn Shooters árið 2018 var félagi Sveins Hjartar. Hann gagnrýndi á sínum tíma harðlega hversu vægan fangelsisdóm árásarmaðurinn hlaut. Þá hafi starfið hjá Neyðarlínunni ekki síður verið lærdómsríkt. „Maður fékk innsýn inn í hluti sem flestir fá aldrei að sjá þegar maður tók á móti símtölunum þar. Allt frá fæðingu barna í gegnum síma, yfir í sjálfsvíg, alvarleg slys og glæpi. Aðalatriðið í því starfi er að geta alltaf haldið ró sinni og yfirvegun, geta brugðist hratt og örugglega við, en þjálfunin er eflaust orðin meiri í dag. Það þarf á sama tíma að huga að því að aðstæður og vettvangur sé öruggur fyrir þá sem koma á staðinn. Ég var líka í áfallateyminu og í því að fylgjast með hvernig fólkinu leið eftir alvarleg útköll og fleira þess háttar. Líklega þarf fólk með mjög sérstaka skapgerð til þess að veljast í svona störf,“ segir hann.
Kynferðisofbeldi Heilsa Podcast með Sölva Tryggva Tengdar fréttir Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39 Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45 Líkamsárásin á Shooters: Gengu fram af mikilli heift að mati dómara Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu 20. febrúar 2019 15:22 Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. 18. júní 2020 15:54 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sveinn Hjörtur Guðfinnsson hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum en hann segir að skipulögð vinna ýmissa aðila í flokknum sé augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. 24. september 2017 18:39
Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásina á Shooters Artur Pawel Visocki hefur verið dæmdur í fimm ára fanelsi fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst á síðasta ári. 20. febrúar 2019 11:45
Líkamsárásin á Shooters: Gengu fram af mikilli heift að mati dómara Artur Pawel Wisocki og David Kornacki, gengu fram af mikilli heift er réðust að tveimur dyravörðum fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í ágúst síðastliðnum að mati dómara í málinu 20. febrúar 2019 15:22
Landsréttur staðfesti fimm ára dóm vegna líkamsárásar á Shooters Arthur Pawel Wisocki var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Landsrétti fyrir að hafa ráðist á dyravörð á skemmtistaðnum Shooters í ágúst árið 2018. 18. júní 2020 15:54