Átta ára fangelsi fyrir skotárás með þrívíddarprentaðri byssu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 21:49 Frá vettvangi árásarinnar aðfaranótt sunnudagsins 13. febrúar. Aðsend Ingólfur Kjartansson, tvítugur karlmaður, var í nóvember á síðasta ári dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að hafa ætlað sér að bana karlmanni í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti. Saksóknari krafðist tíu ára dóms. Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem Vísir hefur undir höndum. Ingólfur réðist að karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu skömmu eftir miðnætti aðfararnótt sunnudags 13. febrúar 2022 í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti í Reykjavík. Var Ingólfur dæmdur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa skotið mann með byssunni á brjóstkassa hægra megin, rétt fyrir ofan geirvörtu. Fór skotið í gegnum hægra lunga og hlaut maðurinn opið sár á brjóstkassa, áverkablæðingu í brjósthol, rifbrot og áverkaloftbrjóst. Fram kemur í dómi héraðsdóms að Ingólfur hafi skotið að minnsta kosti þremur skotum til viðbótar úr byssunni sem hæfðu brotaþola ekki. Við meðferð málsins fyrir dómi sagði Ingólfur þá brotaþola vera vini í dag. Árásin átti sér stað skömmu eftir að Ingólfur losnaði úr fangelsi. Hann hlaut árið 2021 tveggja ára fangelsisdóm fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsáras og rán, ásamt vopnalaga- og fíkniefnalagabrotum. Í læknisvottorði brotaþola segir að um lífshættulegan áverka hafi verið að ræða og að án meðferðar sé hugsanlegt að áverkarnir hefðu leitt til dauða hans. Fram kemur að nokkur góðar líkur séu á bata en hugsanlegt sé að hann verði með varnaleg lungnaeinkenni eða verki frá stoðkerfi eftir rifbrotin. Ingólfur játaði brot sín og var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 3,5 milljónir í miskabætur. Fjallað var um skotárásina í fréttum Stöðvar 2 í febrúar á síðasta ári þar sem sjá mátti för eftir byssukúlur á vettvangi. Dómsmál Skotárás við Bergstaðastræti Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Þetta var niðurstaða héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem Vísir hefur undir höndum. Ingólfur réðist að karlmanni með þrívíddarprentaðri byssu skömmu eftir miðnætti aðfararnótt sunnudags 13. febrúar 2022 í bílastæðahúsi við Bergstaðastræti í Reykjavík. Var Ingólfur dæmdur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa skotið mann með byssunni á brjóstkassa hægra megin, rétt fyrir ofan geirvörtu. Fór skotið í gegnum hægra lunga og hlaut maðurinn opið sár á brjóstkassa, áverkablæðingu í brjósthol, rifbrot og áverkaloftbrjóst. Fram kemur í dómi héraðsdóms að Ingólfur hafi skotið að minnsta kosti þremur skotum til viðbótar úr byssunni sem hæfðu brotaþola ekki. Við meðferð málsins fyrir dómi sagði Ingólfur þá brotaþola vera vini í dag. Árásin átti sér stað skömmu eftir að Ingólfur losnaði úr fangelsi. Hann hlaut árið 2021 tveggja ára fangelsisdóm fyrir brot gegn barnaverndarlögum, líkamsáras og rán, ásamt vopnalaga- og fíkniefnalagabrotum. Í læknisvottorði brotaþola segir að um lífshættulegan áverka hafi verið að ræða og að án meðferðar sé hugsanlegt að áverkarnir hefðu leitt til dauða hans. Fram kemur að nokkur góðar líkur séu á bata en hugsanlegt sé að hann verði með varnaleg lungnaeinkenni eða verki frá stoðkerfi eftir rifbrotin. Ingólfur játaði brot sín og var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps, auk þess sem honum var gert að greiða brotaþola 3,5 milljónir í miskabætur. Fjallað var um skotárásina í fréttum Stöðvar 2 í febrúar á síðasta ári þar sem sjá mátti för eftir byssukúlur á vettvangi.
Dómsmál Skotárás við Bergstaðastræti Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira