Setja gervigreind í farþegasætið á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2023 19:51 Satay Nadella, forstjóri Microsoft. Microsoft/Dan DeLong Starfsmenn Microsoft ætla að tengja gervigreindartækni, sem byggir á ChatGPT-tækninni vinsælu, við leitarvél fyrirtækisins Bing, netvafrann Edge, Office-pakkann og aðrar vörur fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins lýsa tækninni sem aðstoðarbílstjóra fyrir notendur. Gervigreindin ChatGPT hefur notið mikilla vinsælda á internetinu undanfarna mánuði og hefur meðal annars verið látin skrifa heilu ritgerðirnar og semja sögur um hin ýmsu málefni og fólk. ChatGPT byggir á tækni fyrirtækisins OpenAI sem Microsoft hefur fjárfest í fyrir milljarð dala. Umrædd tækni er talin henta leitarvélum einstaklega vel þar sem hægt er að nota hana til að fá ítarleg svör við ítarlegum spurningum í stað þess að leita eftir nokkrum stikkorðum. Forsvarsmenn Microsoft vonast til þess að umbylta leitarvélum á netinu. Hægt verður að ræða við spjallþjarka Microsoft og fá ítarlegri svör en aðgengileg eru í dag.Microsoft Fregnir bárust af því í byrjun árs að starfsmenn Microsoft hefðu í nokkra mánuði unnið að því að innleiða gervigreindartæknina inn í hugbúnað fyrirtækisins. Þar á meðal inn í leitarvélina Bing en þær fregnir voru sagðar hafa kveikt á viðvörunarbjöllum innan veggja Google, sem rekur samnefnda leitarvél, þá vinsælustu í heimi. Sjá einnig: Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Áhugasamir munu geta skoðað nýju útgáfu Bing með því að sækja sérstaka útgáfu af vafranum sem kallast Edge Dev hér á síðu Microsoft. Finna má leiðbeiningar hér. Gervigreindartækni Microsoft verður aðgengileg í sérstakri hliðarstiku í Edge, þar sem hægt er að spyrja spurninga og fá viðbótarupplýsingar um vefsvæði og skjöl sem verið er að skoða. Einnig verður hægt að ræða við spjallþjarkann og hann getur þar að auki hjálpað manni við að skrifa tölvupósta og skipuleggja ferðalög, svo eitthvað af því sem fram kemur í tilkynningu Microsoft sé nefnt. Gervigreindartækni Microsoft mun verða aðgengileg í hliðarstiku í vafranum Edge.Microsoft Google kynnti eigin gervigreind Forsvarsmenn Google kynntu í gær eigin gervigreindartækni sem kallast Bard. Hún svipar mikið til ChatGPT og er markmiðið að tengja hana við leitarvélina Google. Bard á að geta Bard á að verða aðgengilegur almennum notendum á komandi vikum. 2/ Bard seeks to combine the breadth of the world's knowledge with the power, intelligence, and creativity of our large language models. It draws on information from the web to provide fresh, high-quality responses. Today we're opening Bard up to trusted external testers. pic.twitter.com/QPy5BcERd6— Sundar Pichai (@sundarpichai) February 6, 2023 Microsoft Google Gervigreind Tengdar fréttir Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14. janúar 2023 14:34 Blaðið og penninn fá uppreist æru í áströlskum háskólum Ástralskir háskólar hafa neyðst til að breyta því hvernig þeir haga prófum og öðru námsmati, þar sem nemendur hafa verið staðnir að því að nota gervigreind við ritgerðaskrif. 10. janúar 2023 09:11 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gervigreindin ChatGPT hefur notið mikilla vinsælda á internetinu undanfarna mánuði og hefur meðal annars verið látin skrifa heilu ritgerðirnar og semja sögur um hin ýmsu málefni og fólk. ChatGPT byggir á tækni fyrirtækisins OpenAI sem Microsoft hefur fjárfest í fyrir milljarð dala. Umrædd tækni er talin henta leitarvélum einstaklega vel þar sem hægt er að nota hana til að fá ítarleg svör við ítarlegum spurningum í stað þess að leita eftir nokkrum stikkorðum. Forsvarsmenn Microsoft vonast til þess að umbylta leitarvélum á netinu. Hægt verður að ræða við spjallþjarka Microsoft og fá ítarlegri svör en aðgengileg eru í dag.Microsoft Fregnir bárust af því í byrjun árs að starfsmenn Microsoft hefðu í nokkra mánuði unnið að því að innleiða gervigreindartæknina inn í hugbúnað fyrirtækisins. Þar á meðal inn í leitarvélina Bing en þær fregnir voru sagðar hafa kveikt á viðvörunarbjöllum innan veggja Google, sem rekur samnefnda leitarvél, þá vinsælustu í heimi. Sjá einnig: Vilja tengja ChatGPT við leitarvélina Bing Áhugasamir munu geta skoðað nýju útgáfu Bing með því að sækja sérstaka útgáfu af vafranum sem kallast Edge Dev hér á síðu Microsoft. Finna má leiðbeiningar hér. Gervigreindartækni Microsoft verður aðgengileg í sérstakri hliðarstiku í Edge, þar sem hægt er að spyrja spurninga og fá viðbótarupplýsingar um vefsvæði og skjöl sem verið er að skoða. Einnig verður hægt að ræða við spjallþjarkann og hann getur þar að auki hjálpað manni við að skrifa tölvupósta og skipuleggja ferðalög, svo eitthvað af því sem fram kemur í tilkynningu Microsoft sé nefnt. Gervigreindartækni Microsoft mun verða aðgengileg í hliðarstiku í vafranum Edge.Microsoft Google kynnti eigin gervigreind Forsvarsmenn Google kynntu í gær eigin gervigreindartækni sem kallast Bard. Hún svipar mikið til ChatGPT og er markmiðið að tengja hana við leitarvélina Google. Bard á að geta Bard á að verða aðgengilegur almennum notendum á komandi vikum. 2/ Bard seeks to combine the breadth of the world's knowledge with the power, intelligence, and creativity of our large language models. It draws on information from the web to provide fresh, high-quality responses. Today we're opening Bard up to trusted external testers. pic.twitter.com/QPy5BcERd6— Sundar Pichai (@sundarpichai) February 6, 2023
Microsoft Google Gervigreind Tengdar fréttir Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26 Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00 Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35 Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14. janúar 2023 14:34 Blaðið og penninn fá uppreist æru í áströlskum háskólum Ástralskir háskólar hafa neyðst til að breyta því hvernig þeir haga prófum og öðru námsmati, þar sem nemendur hafa verið staðnir að því að nota gervigreind við ritgerðaskrif. 10. janúar 2023 09:11 Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gervigreind framleiddi heila auglýsingaherferð Advania Ný auglýsingaherferð Advania var gerð af gervigreind. Allt ferlið tók einungis fjóra daga og er meira að segja rödd herferðarinnar gervigreind. Kostnaður við gerð auglýsinganna var aðeins brota brot af því sem slík herferð hefði annars kostað. 5. febrúar 2023 12:26
Fólk farið að nota OpenAl gervigreindina í samtalsmeðferðum Á dögunum sagði Stöð 2 frá því að fyrir forvitnissakir hefði gervigreind verið notuð til að semja stutta kynningu fyrir Ísland í dag. Vísað var í forritið ChatGPT á vegum fyrirtækisins OpenAI sem á síðastliðnum vikum hefur vægast sagt verið að slá í gegn víðs vegar um heiminn. 3. febrúar 2023 07:00
Gervigreind samdi kynningu fyrir Ísland í dag Fyrir forvitnissakir var gervigreind fengin til að semja stutta kynningu á miðvikudagsþætti Íslands í dag í vikunni. Forritið ChatGPT á vegum bandaríska fyrirtækisins OpenAI hefur vakið mikla athygli notenda, einkum fyrir glettilega færni þess við að setja saman texta. 22. janúar 2023 13:35
Verður gervigreind banabiti heimalærdóms? Nýtt gervigreindarforrit sem sett var á markað í lok síðasta árs er svo öflugt að skólayfirvöld óttast að það kunni að eyðileggja tilganginn með heimanámi í framtíðinni. Nemendur geta lagt nánast hvaða spurningu sem er fyrir forritið og fá lýtalaust svar og niðurstöðu. 14. janúar 2023 14:34
Blaðið og penninn fá uppreist æru í áströlskum háskólum Ástralskir háskólar hafa neyðst til að breyta því hvernig þeir haga prófum og öðru námsmati, þar sem nemendur hafa verið staðnir að því að nota gervigreind við ritgerðaskrif. 10. janúar 2023 09:11