Stálhnefar og silkihanskar Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 8. febrúar 2023 17:30 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í vikunni að minnka lóð í eigu almennings svo að eigendur einkalóða geti stækkað eigin lóðir. Með því er verið að setja fram ákveðið fordæmi, og það slæmt þegar kemur að lóðamörkum. Lagt var til að samið yrði við eigendur tiltekinna lóða við Einimel um að þeir fengju land borgarbúa eftir að girðingar höfðu verið settar þar inn fyrir. Það var gert án leyfis eða samþykkis borgarinnar. Það er mjög sérstakt að lítið sem ekkert hafi verið viðhaft allan þennan tíma, frá því á sjötta áratugnum þegar girðingarnar voru sett upp. Með því að reisa upp girðingar minnkaði almenningssvæði borgarbúa töluvert. Atburðarrásin rekur sig alla leið aftur til sjötta áratugarins, þegar eigandi tók sig til og víkkaði svæði sitt inn fyrir mörk borgarinnar. Síðan þá hafa fleiri girðingar verið reistar upp á nærliggjandi lóðum og ekkert verið viðhaft af hálfu borgarinnar. Í stað þess að grípa inn í og einfaldlega taka girðingarnar burt, sem væri fullkomlega eðlilegt, ætlar borgin að gefa undan. Það er því ljóst að nú geta eigendur einkalóða stækkað þær inn fyrir svæði almennings og komið sér í samningsstöðu, því borgaryfirvöld kjósa að láta slíkt viðgangast. Auðvitað ætti þetta ekki að vera boðlegt en fulltrúar þeirra flokka sem samþykktu tillöguna töluðu mikið um að gæta yrði „meðalhófs“ í málinu. Það er áhugaverð afstaða því ljóst er að slík viðhorf er ekki að finna í samskiptum borgarinnar gagnvart öðrum hópum. Lítið meðalhóf gagnvart fátækum Foreldrar sem t.a.m. geta ekki greitt reikninga vegna skóla- og frístundaþjónustu barna sinna mæta skilningsleysi. Í vikunni samþykkti Skóla- og frístundaráð að breyta reglum um þjónustu frístundaheimila, þó að margar breytingar hafi verið af hinu góða þá þótti ekki ástæða til að breyta eða afnema reglum um að börnum sé meinuð dvöl á frístundaheimilum ef foreldrar þeirra eru í vanskilum við skóla- og frístundasvið. Hið sama gildir um leikskóladvöl barna. Það er ekki að neinu gamni sem foreldrar standa ekki í skilum vegna skóla- og frístunda barna sinna. Það er ekki gert að ástæðulausu, heldur vegna fátæktar. Umrætt meðalhóf stendur þeim foreldrum ekki til boða. Fátækum foreldrum og börnum þeirra er ekki mætt út frá hugsjónum meðalhófs, þar sem mál sem fara í innheimtu eru ekki skoðuð heildstætt og samningsviljinn er lítill hjá borginni í þeim tilfellum fátækum foreldrum er mætt með hörðum aðgerðum. Dráttarvextir og milliinnheimta Það er ekki nóg með að börnum sé meinuð dvöl í frístund eða leikskóla ef reikningar eru ógreiddir, heldur taka harkalegar aðgerðir innheimtufyrirtækja við. Skv. reglum Reykjavíkurborgar kemur fram að ef gjöld vegna skólaþjónustu séu ógreidd 50 dögum eftir gjalddaga séu þau færð í milliinnheimtu. Eftir 120 daga er svo farið í löginnheimtu og dráttarvextir bætast við. Sé krafa greidd eftir eindaga, bætist við kostnaður við útsendingu ítrekunarbréfa og innheimtu á greiðanda. Þó að borgin sé með verklagsreglur sem miði að því að barn verði ekki af grunnþjónustu, þá þurfa foreldrar samt sem áður að taka mörg skref til að slíkt verði ekki að veruleika. Ég get ekki séð að þarna sé komið fram við foreldra af neinu meðalhófi. Borgin ætti að semja við foreldra í fátækt og líta til aðstæðna þeirra, líkt og gert er í lóðamálinu við Einimel. Stálhnefi gagnvart fátækum Djúpstæð stéttafyrirlitningin blasir hér við okkur svart á hvítu. Borgin fer mjúkum höndum um lóðaeigendur en með hörku við þau efnaminni. Stálhnefi gagnvart fátækum borgarbúum, silkihanskar fyrir þau efnameiri sem fá sæti við samningaborð borgarinnar eftir lóðatöku. Í borgarstjórn er mikið talað um jafnrétti og það hvað borgin telur sig standa sig vel í þeim málum. Stétt og staða skiptir greinilega máli í því hvort að jafnréttinu sé framfylgt. Fordæmið sem Reykjavíkurborg sýnir í þessu lóðamáli er gríðarlegt. Við vitum að þessi staða blasir víða við, þar sem farið hefur verið yfir mörk borgarinnar. Á fjölmörgum einkalóðum verið farið yfir mörk borgarinnar. Nú er ljóst að borgin hefur markað sporin og ljóst má vera að ef þú ferð yfir hennar mörk ertu búinn að koma þér í góða samningsstöðu. Mikið vildi ég að borgin sýndi hið svokallaða meðalhóf gagnvart fátækum foreldrum en ekki einungis þegar kemur að eignafólki sem tekur lóðir borgarbúa. Í fréttatilkynningu borgarinnar kom fram að almenningsrými sé að stækka þegar raunin er sú að það er að minnka. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í vikunni að minnka lóð í eigu almennings svo að eigendur einkalóða geti stækkað eigin lóðir. Með því er verið að setja fram ákveðið fordæmi, og það slæmt þegar kemur að lóðamörkum. Lagt var til að samið yrði við eigendur tiltekinna lóða við Einimel um að þeir fengju land borgarbúa eftir að girðingar höfðu verið settar þar inn fyrir. Það var gert án leyfis eða samþykkis borgarinnar. Það er mjög sérstakt að lítið sem ekkert hafi verið viðhaft allan þennan tíma, frá því á sjötta áratugnum þegar girðingarnar voru sett upp. Með því að reisa upp girðingar minnkaði almenningssvæði borgarbúa töluvert. Atburðarrásin rekur sig alla leið aftur til sjötta áratugarins, þegar eigandi tók sig til og víkkaði svæði sitt inn fyrir mörk borgarinnar. Síðan þá hafa fleiri girðingar verið reistar upp á nærliggjandi lóðum og ekkert verið viðhaft af hálfu borgarinnar. Í stað þess að grípa inn í og einfaldlega taka girðingarnar burt, sem væri fullkomlega eðlilegt, ætlar borgin að gefa undan. Það er því ljóst að nú geta eigendur einkalóða stækkað þær inn fyrir svæði almennings og komið sér í samningsstöðu, því borgaryfirvöld kjósa að láta slíkt viðgangast. Auðvitað ætti þetta ekki að vera boðlegt en fulltrúar þeirra flokka sem samþykktu tillöguna töluðu mikið um að gæta yrði „meðalhófs“ í málinu. Það er áhugaverð afstaða því ljóst er að slík viðhorf er ekki að finna í samskiptum borgarinnar gagnvart öðrum hópum. Lítið meðalhóf gagnvart fátækum Foreldrar sem t.a.m. geta ekki greitt reikninga vegna skóla- og frístundaþjónustu barna sinna mæta skilningsleysi. Í vikunni samþykkti Skóla- og frístundaráð að breyta reglum um þjónustu frístundaheimila, þó að margar breytingar hafi verið af hinu góða þá þótti ekki ástæða til að breyta eða afnema reglum um að börnum sé meinuð dvöl á frístundaheimilum ef foreldrar þeirra eru í vanskilum við skóla- og frístundasvið. Hið sama gildir um leikskóladvöl barna. Það er ekki að neinu gamni sem foreldrar standa ekki í skilum vegna skóla- og frístunda barna sinna. Það er ekki gert að ástæðulausu, heldur vegna fátæktar. Umrætt meðalhóf stendur þeim foreldrum ekki til boða. Fátækum foreldrum og börnum þeirra er ekki mætt út frá hugsjónum meðalhófs, þar sem mál sem fara í innheimtu eru ekki skoðuð heildstætt og samningsviljinn er lítill hjá borginni í þeim tilfellum fátækum foreldrum er mætt með hörðum aðgerðum. Dráttarvextir og milliinnheimta Það er ekki nóg með að börnum sé meinuð dvöl í frístund eða leikskóla ef reikningar eru ógreiddir, heldur taka harkalegar aðgerðir innheimtufyrirtækja við. Skv. reglum Reykjavíkurborgar kemur fram að ef gjöld vegna skólaþjónustu séu ógreidd 50 dögum eftir gjalddaga séu þau færð í milliinnheimtu. Eftir 120 daga er svo farið í löginnheimtu og dráttarvextir bætast við. Sé krafa greidd eftir eindaga, bætist við kostnaður við útsendingu ítrekunarbréfa og innheimtu á greiðanda. Þó að borgin sé með verklagsreglur sem miði að því að barn verði ekki af grunnþjónustu, þá þurfa foreldrar samt sem áður að taka mörg skref til að slíkt verði ekki að veruleika. Ég get ekki séð að þarna sé komið fram við foreldra af neinu meðalhófi. Borgin ætti að semja við foreldra í fátækt og líta til aðstæðna þeirra, líkt og gert er í lóðamálinu við Einimel. Stálhnefi gagnvart fátækum Djúpstæð stéttafyrirlitningin blasir hér við okkur svart á hvítu. Borgin fer mjúkum höndum um lóðaeigendur en með hörku við þau efnaminni. Stálhnefi gagnvart fátækum borgarbúum, silkihanskar fyrir þau efnameiri sem fá sæti við samningaborð borgarinnar eftir lóðatöku. Í borgarstjórn er mikið talað um jafnrétti og það hvað borgin telur sig standa sig vel í þeim málum. Stétt og staða skiptir greinilega máli í því hvort að jafnréttinu sé framfylgt. Fordæmið sem Reykjavíkurborg sýnir í þessu lóðamáli er gríðarlegt. Við vitum að þessi staða blasir víða við, þar sem farið hefur verið yfir mörk borgarinnar. Á fjölmörgum einkalóðum verið farið yfir mörk borgarinnar. Nú er ljóst að borgin hefur markað sporin og ljóst má vera að ef þú ferð yfir hennar mörk ertu búinn að koma þér í góða samningsstöðu. Mikið vildi ég að borgin sýndi hið svokallaða meðalhóf gagnvart fátækum foreldrum en ekki einungis þegar kemur að eignafólki sem tekur lóðir borgarbúa. Í fréttatilkynningu borgarinnar kom fram að almenningsrými sé að stækka þegar raunin er sú að það er að minnka. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun