Stálhnefar og silkihanskar Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 8. febrúar 2023 17:30 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í vikunni að minnka lóð í eigu almennings svo að eigendur einkalóða geti stækkað eigin lóðir. Með því er verið að setja fram ákveðið fordæmi, og það slæmt þegar kemur að lóðamörkum. Lagt var til að samið yrði við eigendur tiltekinna lóða við Einimel um að þeir fengju land borgarbúa eftir að girðingar höfðu verið settar þar inn fyrir. Það var gert án leyfis eða samþykkis borgarinnar. Það er mjög sérstakt að lítið sem ekkert hafi verið viðhaft allan þennan tíma, frá því á sjötta áratugnum þegar girðingarnar voru sett upp. Með því að reisa upp girðingar minnkaði almenningssvæði borgarbúa töluvert. Atburðarrásin rekur sig alla leið aftur til sjötta áratugarins, þegar eigandi tók sig til og víkkaði svæði sitt inn fyrir mörk borgarinnar. Síðan þá hafa fleiri girðingar verið reistar upp á nærliggjandi lóðum og ekkert verið viðhaft af hálfu borgarinnar. Í stað þess að grípa inn í og einfaldlega taka girðingarnar burt, sem væri fullkomlega eðlilegt, ætlar borgin að gefa undan. Það er því ljóst að nú geta eigendur einkalóða stækkað þær inn fyrir svæði almennings og komið sér í samningsstöðu, því borgaryfirvöld kjósa að láta slíkt viðgangast. Auðvitað ætti þetta ekki að vera boðlegt en fulltrúar þeirra flokka sem samþykktu tillöguna töluðu mikið um að gæta yrði „meðalhófs“ í málinu. Það er áhugaverð afstaða því ljóst er að slík viðhorf er ekki að finna í samskiptum borgarinnar gagnvart öðrum hópum. Lítið meðalhóf gagnvart fátækum Foreldrar sem t.a.m. geta ekki greitt reikninga vegna skóla- og frístundaþjónustu barna sinna mæta skilningsleysi. Í vikunni samþykkti Skóla- og frístundaráð að breyta reglum um þjónustu frístundaheimila, þó að margar breytingar hafi verið af hinu góða þá þótti ekki ástæða til að breyta eða afnema reglum um að börnum sé meinuð dvöl á frístundaheimilum ef foreldrar þeirra eru í vanskilum við skóla- og frístundasvið. Hið sama gildir um leikskóladvöl barna. Það er ekki að neinu gamni sem foreldrar standa ekki í skilum vegna skóla- og frístunda barna sinna. Það er ekki gert að ástæðulausu, heldur vegna fátæktar. Umrætt meðalhóf stendur þeim foreldrum ekki til boða. Fátækum foreldrum og börnum þeirra er ekki mætt út frá hugsjónum meðalhófs, þar sem mál sem fara í innheimtu eru ekki skoðuð heildstætt og samningsviljinn er lítill hjá borginni í þeim tilfellum fátækum foreldrum er mætt með hörðum aðgerðum. Dráttarvextir og milliinnheimta Það er ekki nóg með að börnum sé meinuð dvöl í frístund eða leikskóla ef reikningar eru ógreiddir, heldur taka harkalegar aðgerðir innheimtufyrirtækja við. Skv. reglum Reykjavíkurborgar kemur fram að ef gjöld vegna skólaþjónustu séu ógreidd 50 dögum eftir gjalddaga séu þau færð í milliinnheimtu. Eftir 120 daga er svo farið í löginnheimtu og dráttarvextir bætast við. Sé krafa greidd eftir eindaga, bætist við kostnaður við útsendingu ítrekunarbréfa og innheimtu á greiðanda. Þó að borgin sé með verklagsreglur sem miði að því að barn verði ekki af grunnþjónustu, þá þurfa foreldrar samt sem áður að taka mörg skref til að slíkt verði ekki að veruleika. Ég get ekki séð að þarna sé komið fram við foreldra af neinu meðalhófi. Borgin ætti að semja við foreldra í fátækt og líta til aðstæðna þeirra, líkt og gert er í lóðamálinu við Einimel. Stálhnefi gagnvart fátækum Djúpstæð stéttafyrirlitningin blasir hér við okkur svart á hvítu. Borgin fer mjúkum höndum um lóðaeigendur en með hörku við þau efnaminni. Stálhnefi gagnvart fátækum borgarbúum, silkihanskar fyrir þau efnameiri sem fá sæti við samningaborð borgarinnar eftir lóðatöku. Í borgarstjórn er mikið talað um jafnrétti og það hvað borgin telur sig standa sig vel í þeim málum. Stétt og staða skiptir greinilega máli í því hvort að jafnréttinu sé framfylgt. Fordæmið sem Reykjavíkurborg sýnir í þessu lóðamáli er gríðarlegt. Við vitum að þessi staða blasir víða við, þar sem farið hefur verið yfir mörk borgarinnar. Á fjölmörgum einkalóðum verið farið yfir mörk borgarinnar. Nú er ljóst að borgin hefur markað sporin og ljóst má vera að ef þú ferð yfir hennar mörk ertu búinn að koma þér í góða samningsstöðu. Mikið vildi ég að borgin sýndi hið svokallaða meðalhóf gagnvart fátækum foreldrum en ekki einungis þegar kemur að eignafólki sem tekur lóðir borgarbúa. Í fréttatilkynningu borgarinnar kom fram að almenningsrými sé að stækka þegar raunin er sú að það er að minnka. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í vikunni að minnka lóð í eigu almennings svo að eigendur einkalóða geti stækkað eigin lóðir. Með því er verið að setja fram ákveðið fordæmi, og það slæmt þegar kemur að lóðamörkum. Lagt var til að samið yrði við eigendur tiltekinna lóða við Einimel um að þeir fengju land borgarbúa eftir að girðingar höfðu verið settar þar inn fyrir. Það var gert án leyfis eða samþykkis borgarinnar. Það er mjög sérstakt að lítið sem ekkert hafi verið viðhaft allan þennan tíma, frá því á sjötta áratugnum þegar girðingarnar voru sett upp. Með því að reisa upp girðingar minnkaði almenningssvæði borgarbúa töluvert. Atburðarrásin rekur sig alla leið aftur til sjötta áratugarins, þegar eigandi tók sig til og víkkaði svæði sitt inn fyrir mörk borgarinnar. Síðan þá hafa fleiri girðingar verið reistar upp á nærliggjandi lóðum og ekkert verið viðhaft af hálfu borgarinnar. Í stað þess að grípa inn í og einfaldlega taka girðingarnar burt, sem væri fullkomlega eðlilegt, ætlar borgin að gefa undan. Það er því ljóst að nú geta eigendur einkalóða stækkað þær inn fyrir svæði almennings og komið sér í samningsstöðu, því borgaryfirvöld kjósa að láta slíkt viðgangast. Auðvitað ætti þetta ekki að vera boðlegt en fulltrúar þeirra flokka sem samþykktu tillöguna töluðu mikið um að gæta yrði „meðalhófs“ í málinu. Það er áhugaverð afstaða því ljóst er að slík viðhorf er ekki að finna í samskiptum borgarinnar gagnvart öðrum hópum. Lítið meðalhóf gagnvart fátækum Foreldrar sem t.a.m. geta ekki greitt reikninga vegna skóla- og frístundaþjónustu barna sinna mæta skilningsleysi. Í vikunni samþykkti Skóla- og frístundaráð að breyta reglum um þjónustu frístundaheimila, þó að margar breytingar hafi verið af hinu góða þá þótti ekki ástæða til að breyta eða afnema reglum um að börnum sé meinuð dvöl á frístundaheimilum ef foreldrar þeirra eru í vanskilum við skóla- og frístundasvið. Hið sama gildir um leikskóladvöl barna. Það er ekki að neinu gamni sem foreldrar standa ekki í skilum vegna skóla- og frístunda barna sinna. Það er ekki gert að ástæðulausu, heldur vegna fátæktar. Umrætt meðalhóf stendur þeim foreldrum ekki til boða. Fátækum foreldrum og börnum þeirra er ekki mætt út frá hugsjónum meðalhófs, þar sem mál sem fara í innheimtu eru ekki skoðuð heildstætt og samningsviljinn er lítill hjá borginni í þeim tilfellum fátækum foreldrum er mætt með hörðum aðgerðum. Dráttarvextir og milliinnheimta Það er ekki nóg með að börnum sé meinuð dvöl í frístund eða leikskóla ef reikningar eru ógreiddir, heldur taka harkalegar aðgerðir innheimtufyrirtækja við. Skv. reglum Reykjavíkurborgar kemur fram að ef gjöld vegna skólaþjónustu séu ógreidd 50 dögum eftir gjalddaga séu þau færð í milliinnheimtu. Eftir 120 daga er svo farið í löginnheimtu og dráttarvextir bætast við. Sé krafa greidd eftir eindaga, bætist við kostnaður við útsendingu ítrekunarbréfa og innheimtu á greiðanda. Þó að borgin sé með verklagsreglur sem miði að því að barn verði ekki af grunnþjónustu, þá þurfa foreldrar samt sem áður að taka mörg skref til að slíkt verði ekki að veruleika. Ég get ekki séð að þarna sé komið fram við foreldra af neinu meðalhófi. Borgin ætti að semja við foreldra í fátækt og líta til aðstæðna þeirra, líkt og gert er í lóðamálinu við Einimel. Stálhnefi gagnvart fátækum Djúpstæð stéttafyrirlitningin blasir hér við okkur svart á hvítu. Borgin fer mjúkum höndum um lóðaeigendur en með hörku við þau efnaminni. Stálhnefi gagnvart fátækum borgarbúum, silkihanskar fyrir þau efnameiri sem fá sæti við samningaborð borgarinnar eftir lóðatöku. Í borgarstjórn er mikið talað um jafnrétti og það hvað borgin telur sig standa sig vel í þeim málum. Stétt og staða skiptir greinilega máli í því hvort að jafnréttinu sé framfylgt. Fordæmið sem Reykjavíkurborg sýnir í þessu lóðamáli er gríðarlegt. Við vitum að þessi staða blasir víða við, þar sem farið hefur verið yfir mörk borgarinnar. Á fjölmörgum einkalóðum verið farið yfir mörk borgarinnar. Nú er ljóst að borgin hefur markað sporin og ljóst má vera að ef þú ferð yfir hennar mörk ertu búinn að koma þér í góða samningsstöðu. Mikið vildi ég að borgin sýndi hið svokallaða meðalhóf gagnvart fátækum foreldrum en ekki einungis þegar kemur að eignafólki sem tekur lóðir borgarbúa. Í fréttatilkynningu borgarinnar kom fram að almenningsrými sé að stækka þegar raunin er sú að það er að minnka. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun