Jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerta 1,4 milljónir barna - þú getur hjálpað Ellen Calmon skrifar 9. febrúar 2023 10:01 Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðistofnuninni er áætlað að jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerti um 23 milljónir manna og þar af um 1,4 milljónir barna. Fjöldi barna á hamfarasvæðunum er nú forsjáraðilalaus og orðið viðskila við fjölskyldur sínar af ýmsum ástæðum. Voru ekki með þeim þegar jarðskjálftarnir riðu yfir, eða heimilin þeirra hafa hrunið og fjölskyldan föst í rústum, eða látin. Fjöldi barna sefur nú utan húss eða í bílum í frosthörkum sem eru nú á svæðunum. Enn eru börn föst í húsarústum og hver klukkustund skiptir máli til að hægt verði að bjarga þeim á lífi út úr rústunum. Samvinna er lykilþáttur Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children eru stærstu og elstu félagasamtökin sem vinna að mannréttindum barna í heimi og Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru aðili að þeim. Samtökin hafa starfað í Tyrklandi og Sýrlandi í meira en áratug. Þau hafa mikla reynslu í neyðar- og mannúðaraðstoð á hamfarasvæðum og getu til að gefa verulega í við slíkar aðstæður. Barnaheill - Save the Children fóru strax af stað í mannúðaraðgerðir með það að augnmiði að bjarga börnum og vernda. Það er meðal annars gert með því að veita fjölskyldum skjól, hlý föt, teppi, mat og læknishjálp. Þá þarf einnig að tryggja aðgang að hreinu vatni. Samtökin eiga í ríkulegu samstarfi við stjórnvöld og önnur mannúðar- og hjálparsamtök á svæðinu en samvinna er lykilþáttur í þessum hræðilegu aðstæðum sem þarna hafa skapast. Mikilvægt að finna fjölskylduna sem fyrst Börn í þessum aðstæðum eru útsettari fyrir ofbeldi, misnotkun og mansali og því er mikilvægt að tryggja þeim skjól og svo að aðstoða við að finna forsjáraðila þeirra eða aðra ættingja. Ljóst er að fjöldi barna verður án forsjáraðila í kjölfar jarðskjálftanna. Barnaheill - Save the Children leggur áherslu á barnavernd á hamfarasvæðum og að unnið verði hratt og vel í að finna fjölskyldur og forsjáraðila barnanna. Barnvæn svæði Í framhaldinu verður lögð áhersla á tryggja barnvæn svæði sem eru svæði fyrir börn og ungmenni þar sem þau fá stuðning í örvandi og öruggu umhverfi. Barnaheill leggja einnig áherslu á að vinna sem best og sem fyrst úr áföllum barnanna með því að útvega sálfélagslegan stuðning meðfram öðrum úrræðum. Hver klukkustund er dýrmæt Þetta eru bara fyrstu aðgerðir og er gríðarlega mikilvægt að til þeirra hafi verið gripið þessa fyrstu 3 sólahringa en betur má ef duga skal og enn er hægt að finna börn í húsarústum, enn er hægt að bjarga barni. Hver klukkustund sem líður er gríðarleg dýrmæt þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu á hamfarasvæðum. Hægt er að styðja við neyðaraðgerðir Barnaheilla með því að greiða í viðbragðssjóð sem gerir okkur kleift að bregðast tafarlaust við þegar börn eru í neyð vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka. Hjálpaðu okkur að nýta hverja klukkustund sem best og taktu þátt í bjarga barni í neyð með því að senda SMS-ið ,,Barnaheill” í númerið 1900. Aur/Kass @barnaheill eða styðja við neyðarsöfnunina á heimasíðunni Neyðarsöfnun Barnaheilla (styrkja.is) Takk fyrir þitt framlag til barna í neyð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Hjálparstarf Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðistofnuninni er áætlað að jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerti um 23 milljónir manna og þar af um 1,4 milljónir barna. Fjöldi barna á hamfarasvæðunum er nú forsjáraðilalaus og orðið viðskila við fjölskyldur sínar af ýmsum ástæðum. Voru ekki með þeim þegar jarðskjálftarnir riðu yfir, eða heimilin þeirra hafa hrunið og fjölskyldan föst í rústum, eða látin. Fjöldi barna sefur nú utan húss eða í bílum í frosthörkum sem eru nú á svæðunum. Enn eru börn föst í húsarústum og hver klukkustund skiptir máli til að hægt verði að bjarga þeim á lífi út úr rústunum. Samvinna er lykilþáttur Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children eru stærstu og elstu félagasamtökin sem vinna að mannréttindum barna í heimi og Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru aðili að þeim. Samtökin hafa starfað í Tyrklandi og Sýrlandi í meira en áratug. Þau hafa mikla reynslu í neyðar- og mannúðaraðstoð á hamfarasvæðum og getu til að gefa verulega í við slíkar aðstæður. Barnaheill - Save the Children fóru strax af stað í mannúðaraðgerðir með það að augnmiði að bjarga börnum og vernda. Það er meðal annars gert með því að veita fjölskyldum skjól, hlý föt, teppi, mat og læknishjálp. Þá þarf einnig að tryggja aðgang að hreinu vatni. Samtökin eiga í ríkulegu samstarfi við stjórnvöld og önnur mannúðar- og hjálparsamtök á svæðinu en samvinna er lykilþáttur í þessum hræðilegu aðstæðum sem þarna hafa skapast. Mikilvægt að finna fjölskylduna sem fyrst Börn í þessum aðstæðum eru útsettari fyrir ofbeldi, misnotkun og mansali og því er mikilvægt að tryggja þeim skjól og svo að aðstoða við að finna forsjáraðila þeirra eða aðra ættingja. Ljóst er að fjöldi barna verður án forsjáraðila í kjölfar jarðskjálftanna. Barnaheill - Save the Children leggur áherslu á barnavernd á hamfarasvæðum og að unnið verði hratt og vel í að finna fjölskyldur og forsjáraðila barnanna. Barnvæn svæði Í framhaldinu verður lögð áhersla á tryggja barnvæn svæði sem eru svæði fyrir börn og ungmenni þar sem þau fá stuðning í örvandi og öruggu umhverfi. Barnaheill leggja einnig áherslu á að vinna sem best og sem fyrst úr áföllum barnanna með því að útvega sálfélagslegan stuðning meðfram öðrum úrræðum. Hver klukkustund er dýrmæt Þetta eru bara fyrstu aðgerðir og er gríðarlega mikilvægt að til þeirra hafi verið gripið þessa fyrstu 3 sólahringa en betur má ef duga skal og enn er hægt að finna börn í húsarústum, enn er hægt að bjarga barni. Hver klukkustund sem líður er gríðarleg dýrmæt þegar kemur að börnum í viðkvæmri stöðu á hamfarasvæðum. Hægt er að styðja við neyðaraðgerðir Barnaheilla með því að greiða í viðbragðssjóð sem gerir okkur kleift að bregðast tafarlaust við þegar börn eru í neyð vegna náttúruhamfara eða stríðsátaka. Hjálpaðu okkur að nýta hverja klukkustund sem best og taktu þátt í bjarga barni í neyð með því að senda SMS-ið ,,Barnaheill” í númerið 1900. Aur/Kass @barnaheill eða styðja við neyðarsöfnunina á heimasíðunni Neyðarsöfnun Barnaheilla (styrkja.is) Takk fyrir þitt framlag til barna í neyð! Höfundur er framkvæmdastýra Barnaheilla.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar