Veður

Hlánun í fyrra­málið og tals­vert um vatns­elgi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Talsvert verður um vatnselgi á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið.
Talsvert verður um vatnselgi á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Vísir/Vilhelm

Snemma í fyrramálið mun hlána nokkuð hratt með rigningu og þá mun nýr snjór bráðna auðveldlega. Snjóa á víðast hvar um landið í nótt og mun nýi snjórinn bráðna auðveldlega. 

Þetta kemur fram í ábendingu frá Einari Sveinbjörnssyni, veðurfræðingi Vegagerðarinnar, fyrir morgundaginn. Í þéttbýli á Suðvesturlandi má gera ráð fyrir talsverðum vatnselg í morgunumferðinni. 

Svona verður veðrið klukkan fjögur í nótt.

Samkvæmt veðurspá Veðurstofunnar er ekki von á mikilli úrkomu á landinu í dag. Þá byrjar að snjóa sunnanlands upp úr miðnætti og svo vestantil og inn á miðhálendinu. 

Klukkan sjö í fyrramálið er spáð rigningu á suðvesturhorninu og í Vestmannaeyjum. Um hádegisbilið á að byrja að rigna á Vesturlandi og á norðvestantil. Hiti verður á bilinu 5-7 gráður um helgina. 

Svona lítur staðan út klukkan þrjú á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×