Íslenski hópurinn sem fór til Tyrklands er nú kominn til starfa og í dag tókst alþjóðlegu björgunarliði að finna fjórtán á lífi í rústunum.
Ennfremur kíkjum við niður á Alþingi þar sem fjármálaráðherra sagði í morgun að Íslendingar væru taka út lífskjör sem ekki væru langtíma forsendur fyrir sem birtist meðal annars í mikilli einkaneyslu.
Þá verður rætt við Landvernd, sem krefst þess að frekara sjókvíaeldi hér á landi verði bannað uns bætt hafi verið úr regluverki greinarinnar.
Einnig fjöllum við um árveknisátak Krafts og heyrum í tölvuleikjaspilara sem stendur fyrir góðgerðastreymi til styrktar Píeta samtakanna.