Íslenskt kaffi Sigurður Friðleifsson skrifar 9. febrúar 2023 16:00 Íslendingar eru kaffiþyrst þjóð. Í raun erum við fjórða mesta kaffidrykkjuþjóð veraldar og þurfum að flytja inn vel yfir 3 milljónir kílóa af kaffi árlega til að halda okkur vakandi. Þetta kallar á talsverða gjaldeyriseyðslu sem við þurfum að mæta með innlendri verðmætasköpun. En hvað ef við framleiddum okkar eigið kaffi, sem myndi spara öll þessi gjaldeyriskaup og skapa verðmæti innanlands? Hvað ef kaffi væri framleitt hér innanlands og væri meira að segja ódýrara? Innlent, ódýrara og betra Ímyndum okkur að hér væri innlend kaffiframleiðsla sem myndi fullnægja kaffiþörfum okkar og væri líka ódýrari í stóra samhenginu. Ímyndum okkur líka að kaffið væri auk þess kraftmeira og hefði engin neikvæð heilsuáhrif, hvorki á svefn né nokkuð annað. Reyndar væri kaffið með þeim hætti að við þyrftum örlítið öðruvísi kaffivélar, sem væru hljóðlátari en kostuðu örlítið meira og væru aðeins lengur að hella upp á. Þessar kaffivélar myndu samt borga sig upp enda hver kaffibolli mun ódýrari en þeir erlendu. Já, það eru ekki margar vörur sem tikka í öll þrjú boxin eins og þetta ímyndaða kaffi þ.e. eru innlendar, ódýrari og betri. Ef þetta íslenska kaffi myndi raungerast myndu án efa nánast allir skipta yfir í það undir eins. Fáir myndu láta það trufla sig að kaffivélin sjálf væri örlítið dýrari og hægari enda borgar hún sig til lengri tíma litið, og kaffidrykkjan verður því hagkvæmari. Íslenskt, já takk Því miður er ekki útlit fyrir að þessir kaffidraumar rætist í bráð en hinsvegar er keimlíkt ævintýri í gangi núna sem kallast orkuskipti í samgöngum. Nú hafa opnast einstakir möguleikar á að skipta yfir í innlenda raforku sem er þrefalt orkunýtnari og borgar þannig upp þann aukakostnað sem felst í nýja farartækinu. Innlenda varan er þar af leiðindi bæði ódýrari og betri því hún veldur ekki heilsuspillandi mengun sem hefur verið yfir hættumörkum hvað eftir annað undanfarið. Þar að auki veldur hún ekki neikvæðum loftslagsbreytingum. Er ekki best að herða okkur allverulega í því að skipta yfir í innlent eða eigum við kannski bara að halda okkur við verra og dýrara erlent kaffi? Höfundur er sviðsstjóri orkuskipta og loftsslagsmála hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkuskipti Mest lesið Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru kaffiþyrst þjóð. Í raun erum við fjórða mesta kaffidrykkjuþjóð veraldar og þurfum að flytja inn vel yfir 3 milljónir kílóa af kaffi árlega til að halda okkur vakandi. Þetta kallar á talsverða gjaldeyriseyðslu sem við þurfum að mæta með innlendri verðmætasköpun. En hvað ef við framleiddum okkar eigið kaffi, sem myndi spara öll þessi gjaldeyriskaup og skapa verðmæti innanlands? Hvað ef kaffi væri framleitt hér innanlands og væri meira að segja ódýrara? Innlent, ódýrara og betra Ímyndum okkur að hér væri innlend kaffiframleiðsla sem myndi fullnægja kaffiþörfum okkar og væri líka ódýrari í stóra samhenginu. Ímyndum okkur líka að kaffið væri auk þess kraftmeira og hefði engin neikvæð heilsuáhrif, hvorki á svefn né nokkuð annað. Reyndar væri kaffið með þeim hætti að við þyrftum örlítið öðruvísi kaffivélar, sem væru hljóðlátari en kostuðu örlítið meira og væru aðeins lengur að hella upp á. Þessar kaffivélar myndu samt borga sig upp enda hver kaffibolli mun ódýrari en þeir erlendu. Já, það eru ekki margar vörur sem tikka í öll þrjú boxin eins og þetta ímyndaða kaffi þ.e. eru innlendar, ódýrari og betri. Ef þetta íslenska kaffi myndi raungerast myndu án efa nánast allir skipta yfir í það undir eins. Fáir myndu láta það trufla sig að kaffivélin sjálf væri örlítið dýrari og hægari enda borgar hún sig til lengri tíma litið, og kaffidrykkjan verður því hagkvæmari. Íslenskt, já takk Því miður er ekki útlit fyrir að þessir kaffidraumar rætist í bráð en hinsvegar er keimlíkt ævintýri í gangi núna sem kallast orkuskipti í samgöngum. Nú hafa opnast einstakir möguleikar á að skipta yfir í innlenda raforku sem er þrefalt orkunýtnari og borgar þannig upp þann aukakostnað sem felst í nýja farartækinu. Innlenda varan er þar af leiðindi bæði ódýrari og betri því hún veldur ekki heilsuspillandi mengun sem hefur verið yfir hættumörkum hvað eftir annað undanfarið. Þar að auki veldur hún ekki neikvæðum loftslagsbreytingum. Er ekki best að herða okkur allverulega í því að skipta yfir í innlent eða eigum við kannski bara að halda okkur við verra og dýrara erlent kaffi? Höfundur er sviðsstjóri orkuskipta og loftsslagsmála hjá Orkustofnun.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun