Harðar ásakanir á víxl: Meint verkfallsbrot og Sólveig sögð áreita gesti Máni Snær Þorláksson skrifar 9. febrúar 2023 15:41 Sólveig Anna Jónsdóttir sakar Íslandshótel um verkfallsbrot en Íslandshótel saka Sólveigu um að áreita gesti. Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar sakar lögmenn Samtaka atvinnulífsins um að hjálpa eigendum og yfirmönnum á Íslandshótelum við að stunda verkfallsbrot. Íslandshótel segja að um tilhæfulausar ásakanir sé að ræða og að gestir séu áreittir af forystufólki Eflingar. „Annan daginn í röð mæta lögmenn Samtaka atvinnulífsins til að liðsinna eigendum og yfirmönnum á hótelum við að stunda verkfallsbrot,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Með færslunni birtir Sólveig myndband sem hún segir sýna lögmennina hjálpa yfirmönnum hótelsins við að halda hótelinu í fullri starfsemi. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Klippa: Sólveig Anna um lögmenn SA „Svo mikilvægt finnst þeim að brjóta niður efnahagslega réttlætisbaráttu lægst launaðasta fólksins á íslenskum vinnumarkaði. Mikil er skömm þessarar hálaunamanna!“ segir Sólveig Anna. Segja Sólveigu hafa áreitt gesti Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir þó að ásakanir Eflingar séu tilhæfulausar. Enn fremur segir að gestir hafi verið áreittir af forystufólki stéttarfélagsins. Fullyrt er að Sólveig Anna hafi sjálf áreitt gesti sem voru við innskráningu á eitt hótel Íslandshótela. „Áreitni við gesti og ógnandi hegðun forystu Eflingar við starfsfólk hótelanna hefur mikil áhrif á það samstarf sem Íslandshótel vilja eiga við stéttarfélagið og verkfallsverði þess. Eins og fram hefur komið hefur forystufólk Eflingar viðhaft ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki og yfirmönnum Íslandshótela, krafist þess að starfsfólk í öðrum stéttarfélögum leggi niður vinnu sína, áreitt gesti hótelanna og sakað Íslandshótel um verkfallsbrot, án þess að nokkuð slíkt hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Íslandshótel sendu fjölmiðlum af Sólveigu Önnu ræða við gesti hótelsins. Klippa: Myndband frá Íslandshótelum af verkfallsvörðum Þá segir að forystumenn Eflingar hafi lýst því yfir við starfsfólk og gesti að hótelin eigi ekki að vera starfandi vegna verkfallsins. „Slíkt er að sjálfsögðu ekki í samræmi við þá stöðu sem uppi er, þar sem einungis starfsfólk í Eflingu sem vinnur hjá Íslandshótelum er í verkfalli, en starfsfólk annarra stéttarfélaga er við vinnu sína,“ segir í tilkynningunni. „Faglært matreiðslufólk, þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur eru þannig til að mynda ekki í verkfalli og halda áfram sýnum daglegu störfum.“ Segjast hafa tekið á móti Eflingu af gestrisni Í tilkynningunni kemur fram að verkfallið hafi þegar haft veruleg áhrif á starfsemi Íslandshótela sem hefur þurft að vísa mörgum gestum frá hótelinu. Draga hafi þurft verulega úr þjónustu við gesti hótelsins. Forsvarsmenn Íslandshótela segjast hafa lagt sig fram um að taka á móti verkfallsvörðum Eflingar af gestrisni, virða verkfallsrétt Eflingarfólks og gætt þess að engin verkfallsbrot séu framin. „Því miður hafa forystumenn Eflingar ítrekað slegið á útrétta sáttahönd Íslandshótela varðandi eftirliti með slíku.“ Að lokum segir að Samtök atvinnulífsins hafi ritað forystu Eflingar bréf þar sem brugðist er við fullyrðingum Eflingar um verkfallsbrot. Fullyrt er að fullyrðingar Eflingar séu ekki á rökum reistar. „Ef Efling getur ekki fylgt lögum og reglum og látið af áreiti og ógnandi hegðun við starfsfólk og gesti hótelanna, sjá forsvarsmenn Íslandshótela sér ekki annan kost en að taka fyrir aðgang verkfallsvarða Eflingar að hótelunum.“ Rangt að ekki megi ganga í störf Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að verkfallsboðunin nái til félagsfólks Eflingar á sjö tilgreindum hótelum Íslandshótela ehf. og Fosshótels Reykjavíkur ehf. og sem starfar eftir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum. „Verkfallsboðunin nær ekki til starfsfólks sem starfar eftir öðrum kjarasamningum SA við Eflingu eða önnur stéttarfélög. Hjá Íslandshótelum eru í starfi t.d.faglærðir matreiðslumenn og þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur sem starfa allir eftir öðrum kjarasamningum.“ Búið sé að ganga frá kjarasamningum vegna umrædds starfsfólks sem haldi áfram sínum daglegu störfum eins og aðrir launamenn á vinnumarkaði sem verkfallið nái ekki til. „Efling heldur því fram að enginn geti gengið í störf verkfallsmanna. Sú fullyrðing er röng en eigendur, fjölskyldumeðlimir og stjórnendur geta m.a. gengið í störf Eflingarfólks í verkfalli,“ segir í tilkynningu SA. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
„Annan daginn í röð mæta lögmenn Samtaka atvinnulífsins til að liðsinna eigendum og yfirmönnum á hótelum við að stunda verkfallsbrot,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Með færslunni birtir Sólveig myndband sem hún segir sýna lögmennina hjálpa yfirmönnum hótelsins við að halda hótelinu í fullri starfsemi. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Klippa: Sólveig Anna um lögmenn SA „Svo mikilvægt finnst þeim að brjóta niður efnahagslega réttlætisbaráttu lægst launaðasta fólksins á íslenskum vinnumarkaði. Mikil er skömm þessarar hálaunamanna!“ segir Sólveig Anna. Segja Sólveigu hafa áreitt gesti Í tilkynningu frá Íslandshótelum segir þó að ásakanir Eflingar séu tilhæfulausar. Enn fremur segir að gestir hafi verið áreittir af forystufólki stéttarfélagsins. Fullyrt er að Sólveig Anna hafi sjálf áreitt gesti sem voru við innskráningu á eitt hótel Íslandshótela. „Áreitni við gesti og ógnandi hegðun forystu Eflingar við starfsfólk hótelanna hefur mikil áhrif á það samstarf sem Íslandshótel vilja eiga við stéttarfélagið og verkfallsverði þess. Eins og fram hefur komið hefur forystufólk Eflingar viðhaft ógnandi hegðun gagnvart starfsfólki og yfirmönnum Íslandshótela, krafist þess að starfsfólk í öðrum stéttarfélögum leggi niður vinnu sína, áreitt gesti hótelanna og sakað Íslandshótel um verkfallsbrot, án þess að nokkuð slíkt hafi átt sér stað,“ segir í tilkynningunni. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Íslandshótel sendu fjölmiðlum af Sólveigu Önnu ræða við gesti hótelsins. Klippa: Myndband frá Íslandshótelum af verkfallsvörðum Þá segir að forystumenn Eflingar hafi lýst því yfir við starfsfólk og gesti að hótelin eigi ekki að vera starfandi vegna verkfallsins. „Slíkt er að sjálfsögðu ekki í samræmi við þá stöðu sem uppi er, þar sem einungis starfsfólk í Eflingu sem vinnur hjá Íslandshótelum er í verkfalli, en starfsfólk annarra stéttarfélaga er við vinnu sína,“ segir í tilkynningunni. „Faglært matreiðslufólk, þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur eru þannig til að mynda ekki í verkfalli og halda áfram sýnum daglegu störfum.“ Segjast hafa tekið á móti Eflingu af gestrisni Í tilkynningunni kemur fram að verkfallið hafi þegar haft veruleg áhrif á starfsemi Íslandshótela sem hefur þurft að vísa mörgum gestum frá hótelinu. Draga hafi þurft verulega úr þjónustu við gesti hótelsins. Forsvarsmenn Íslandshótela segjast hafa lagt sig fram um að taka á móti verkfallsvörðum Eflingar af gestrisni, virða verkfallsrétt Eflingarfólks og gætt þess að engin verkfallsbrot séu framin. „Því miður hafa forystumenn Eflingar ítrekað slegið á útrétta sáttahönd Íslandshótela varðandi eftirliti með slíku.“ Að lokum segir að Samtök atvinnulífsins hafi ritað forystu Eflingar bréf þar sem brugðist er við fullyrðingum Eflingar um verkfallsbrot. Fullyrt er að fullyrðingar Eflingar séu ekki á rökum reistar. „Ef Efling getur ekki fylgt lögum og reglum og látið af áreiti og ógnandi hegðun við starfsfólk og gesti hótelanna, sjá forsvarsmenn Íslandshótela sér ekki annan kost en að taka fyrir aðgang verkfallsvarða Eflingar að hótelunum.“ Rangt að ekki megi ganga í störf Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að verkfallsboðunin nái til félagsfólks Eflingar á sjö tilgreindum hótelum Íslandshótela ehf. og Fosshótels Reykjavíkur ehf. og sem starfar eftir kjarasamningi Eflingar við Samtök atvinnulífsins um vinnu í veitinga- og gistihúsum. „Verkfallsboðunin nær ekki til starfsfólks sem starfar eftir öðrum kjarasamningum SA við Eflingu eða önnur stéttarfélög. Hjá Íslandshótelum eru í starfi t.d.faglærðir matreiðslumenn og þjónar, starfsfólk í gestamóttöku og stjórnendur sem starfa allir eftir öðrum kjarasamningum.“ Búið sé að ganga frá kjarasamningum vegna umrædds starfsfólks sem haldi áfram sínum daglegu störfum eins og aðrir launamenn á vinnumarkaði sem verkfallið nái ekki til. „Efling heldur því fram að enginn geti gengið í störf verkfallsmanna. Sú fullyrðing er röng en eigendur, fjölskyldumeðlimir og stjórnendur geta m.a. gengið í störf Eflingarfólks í verkfalli,“ segir í tilkynningu SA.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira