Biðja um launahækkun korter í egglos Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 21:00 Af hverju er almennur vinnutími frá 9-5? Hvað er það sem stýrði því að atvinnulífið þróaðist á þann veg? Sögubækur segja okkur að karlmenn voru lengi vel þeir sem voru úti á vinnumarkaðnum og kvenmenn sáu um heimilishald og börnin á meðan. En vissir þú að hormónahringur karla er 24 klukkustundir þar sem testósterón magnið er mest á morgnana og minnkar þegar líða tekur á daginn. Þetta þýðir að flestir karlmenn eru með mestu framleiðni í vinnu á morgnana en svo hægir á þeim seinni partinn. Þannig er líkamsklukkan þeirra í takt við atvinnulífið eins og það er í dag. Á meðan er hormónahringur kvenna tíðahringurinn sem er að jafnaði 28 dagar, ekki klukkustundir heldur dagar, þar sem þær fara í gegnum fjögur sveiflukennd tímabil á tíðahringnum. Sumar konur finna lítið fyrir þessum sveiflum og dafna vel í 9-5 vinnu en aðrar ekki. Þær sem hafa vilja og áhuga á að vera í starfi sem gerir ráð fyrir 9-5 vinnutíma en finna vel fyrir sveiflunum geta fundið fyrir vanlíðan, örþreytu og endað jafnvel í kulnun ef þær eru ekki meðvitaðar um einkenni hvers tímabils þar sem orkan er ekki stöðug frá degi til dags Ungar athafnakonur (UAK) vildu kafa dýpra í efnið og stóðu fyrir viðburði með yfirskriftinni Stýra hormónar starfsferlinum? Markmiðið var að fræða og opna á umræðuna, vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að eigin líðan og heilsu og skoða hvernig málefnið snertir starfsferilinn. Um 150 félagskonur mættu og var áhuginn mikill fyrir viðburðinum. Það sem meðal annars kom fram var hversu mikilvægt það er að þekkja tímabilin fjögur í tíðarhringnum, skilja hvenær hvert tímabil er og lifa í takt við það. Tíðarhringurinn getur haft áhrif á sjálfstraust, orku, kynhvöt, svefn, hreyfingu og svo margt annað. Ein af hverjum tíu konum þjást af endómetríósu sem einkennist m.a. af sársaukafullum og löngum blæðingum, síþreytu og einbeitingaskorti. Vitundarvakning hefur orðið um sjúkdóminn en það hefur reynst konum erfitt að fá hann viðurkenndan, greindan sem og meðhöndlaðan. Það getur haft gríðarleg áhrif á starfsferil þeirra kvenna sem og almenn lífsgæði. Einnig má nefna að nýlegar rannsóknir sýna mögulega tenginu á milli breytingarskeiðsins og kulnunar. Það má því velta því fyrir sér hvort konur séu að fá ranga greiningu með kulnun eða vefjagigt og eru að detta út af vinnumarkaðnum á röngum forsendum þar sem einkenni breytingaskeiðsins svipa mikið til kulnunareinkenna. Það gefur því auga leið að hormónar stýra starfsferlinum, að minnsta kosti fyrir konur og er það mikilvægt að við sýnum okkur sjálfsmildi þegar við þurfum á því að halda og nýtum okkur tímann þegar allt er í blóma rétt fyrir og á meðan á egglosi stendur til að taka krefjandi samtöl eins og launaviðtal. Ábyrgðin er þó ekki síst hjá atvinnulífinu í heild að vera sveigjanlegt því við eigum jú auðvitað öll rétt á sömu tækifærum og virðingu. Markmið UAK er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu og leitast UAK við að skapa vettvang fyrir konur til að fræðast og efla hvor aðra. Því fylgir ómetanlegt tengslanet milli kvenna sem stefna að sams konar markmiðum á hinum ýmsum sviðum. Höfundur er í stjórn UAK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Af hverju er almennur vinnutími frá 9-5? Hvað er það sem stýrði því að atvinnulífið þróaðist á þann veg? Sögubækur segja okkur að karlmenn voru lengi vel þeir sem voru úti á vinnumarkaðnum og kvenmenn sáu um heimilishald og börnin á meðan. En vissir þú að hormónahringur karla er 24 klukkustundir þar sem testósterón magnið er mest á morgnana og minnkar þegar líða tekur á daginn. Þetta þýðir að flestir karlmenn eru með mestu framleiðni í vinnu á morgnana en svo hægir á þeim seinni partinn. Þannig er líkamsklukkan þeirra í takt við atvinnulífið eins og það er í dag. Á meðan er hormónahringur kvenna tíðahringurinn sem er að jafnaði 28 dagar, ekki klukkustundir heldur dagar, þar sem þær fara í gegnum fjögur sveiflukennd tímabil á tíðahringnum. Sumar konur finna lítið fyrir þessum sveiflum og dafna vel í 9-5 vinnu en aðrar ekki. Þær sem hafa vilja og áhuga á að vera í starfi sem gerir ráð fyrir 9-5 vinnutíma en finna vel fyrir sveiflunum geta fundið fyrir vanlíðan, örþreytu og endað jafnvel í kulnun ef þær eru ekki meðvitaðar um einkenni hvers tímabils þar sem orkan er ekki stöðug frá degi til dags Ungar athafnakonur (UAK) vildu kafa dýpra í efnið og stóðu fyrir viðburði með yfirskriftinni Stýra hormónar starfsferlinum? Markmiðið var að fræða og opna á umræðuna, vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að eigin líðan og heilsu og skoða hvernig málefnið snertir starfsferilinn. Um 150 félagskonur mættu og var áhuginn mikill fyrir viðburðinum. Það sem meðal annars kom fram var hversu mikilvægt það er að þekkja tímabilin fjögur í tíðarhringnum, skilja hvenær hvert tímabil er og lifa í takt við það. Tíðarhringurinn getur haft áhrif á sjálfstraust, orku, kynhvöt, svefn, hreyfingu og svo margt annað. Ein af hverjum tíu konum þjást af endómetríósu sem einkennist m.a. af sársaukafullum og löngum blæðingum, síþreytu og einbeitingaskorti. Vitundarvakning hefur orðið um sjúkdóminn en það hefur reynst konum erfitt að fá hann viðurkenndan, greindan sem og meðhöndlaðan. Það getur haft gríðarleg áhrif á starfsferil þeirra kvenna sem og almenn lífsgæði. Einnig má nefna að nýlegar rannsóknir sýna mögulega tenginu á milli breytingarskeiðsins og kulnunar. Það má því velta því fyrir sér hvort konur séu að fá ranga greiningu með kulnun eða vefjagigt og eru að detta út af vinnumarkaðnum á röngum forsendum þar sem einkenni breytingaskeiðsins svipa mikið til kulnunareinkenna. Það gefur því auga leið að hormónar stýra starfsferlinum, að minnsta kosti fyrir konur og er það mikilvægt að við sýnum okkur sjálfsmildi þegar við þurfum á því að halda og nýtum okkur tímann þegar allt er í blóma rétt fyrir og á meðan á egglosi stendur til að taka krefjandi samtöl eins og launaviðtal. Ábyrgðin er þó ekki síst hjá atvinnulífinu í heild að vera sveigjanlegt því við eigum jú auðvitað öll rétt á sömu tækifærum og virðingu. Markmið UAK er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu og leitast UAK við að skapa vettvang fyrir konur til að fræðast og efla hvor aðra. Því fylgir ómetanlegt tengslanet milli kvenna sem stefna að sams konar markmiðum á hinum ýmsum sviðum. Höfundur er í stjórn UAK.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun