Betri þjónusta í fræðslu- og velferðarmálum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir skrifar 9. febrúar 2023 20:01 Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings (SVÁ) var stofnuð 2013 og var Hveragerðisbær hluti af því byggðasamlagi frá upphafi. Byggðasamlag er stjórnsýslueining þar sem sveitarfélög standa saman að rekstri í ákveðnum málaflokkum. Sagan segir að við Sunnlendingar séum heimsmeistarar í byggðasamlögum, þar sem við erum hluti af mun fleiri byggðasamlögum heldur en sveitarfélög í öðrum landshlutum. Byggðasamlögin eru jákvæður vettvangur til að sameina minni sveitarfélög og styrkja í ákveðnum málaflokkum, bæði í lögbundnum verkefnum og ólögbundnum. Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings hefur unnið gott og mikið starf síðustu 10 ár en á þessum tíma hafa sveitarfélögin stækkað töluvert, sem dæmi hefur Hveragerðisbær stækkað um 40%. Samkvæmt Hagstofunni voru 2288 íbúar í Hveragerði árið 2013 og nú í upphafi árs 2023 eru íbúar Hveragerðisbæjar orðnir um 3200. Við þessa miklu stækkun gefur að skilja að þjónustuþörfin hefur breyst til muna. Staðan metin og uppbygging hafin Haustið 2021 var gerð úttekt á starfsemi Skóla- og velferðarþjónustunni og leiddi niðurstaðan í ljós að fara þurfti í breytingar á starfseminni eða slíta byggðasamlaginu. Haustið 2022 ákvað stjórn NOS (nefndar oddvita og sveitarstjóra), sem fer með vald SVÁ, að slíta byggðasamlaginu og var ákveðið að slitin færu fram ekki síðar en 1. mars næstkomandi þar sem það hugnaðist sveitarfélögunum sem voru aðilar samlagsins. Málin hafa síðan þróast og breyst frá því í haust og ákváðu sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu og Flóanum að sameinast og halda samstarfi sínu áfram á þessum vettvangi en Ölfus og Hveragerðisbær hófust handa við uppbyggingu sjálfstæðra eininga í sinni heimabyggð. Mikilvægur mannauður Þegar nýr meirihluti tók við á þessu kjörtímabili var ákveðið að fara í stefnumótun og úttekt á bæjarfélaginu og því góð tímasetning fyrir Hveragerðisbæ til breytinga á byggðasamlaginu SVÁ. Okkur gefst nú tækifæri á að byggja upp nýtt fræðslu- og velferðarsvið, greina þarfirnar sem eru til staðar og móta eftir okkar þörfum. Menntastofnanir Hveragerðisbæjar; grunnskólinn, leikskólarnir og frístundamiðstöðin vinna gott og mikilvægt starf og erum við afar stolt af því. Við erum einstaklega heppin með mannauðinn sem þar starfar en við það að SVÁ leggst niður verða ráðnir inn starfsmenn til að sinna þeim störfum sem starfsmenn SVÁ sinntu áður. Ánægjulegt er nokkrir starfsmenn sem störfuðu innan SVÁ koma til með að starfa áfram fyrir Hveragerðisbæ, en auk þess verður ráðið í þrjár stöður á næstu dögum. Þessu til viðbótar hefur verið tekið upp samstarf við öll þau sveitarfélög sem áður skipuðu SVÁ um sameiginlegar bakvaktir í barnaverndarmálum á viðkomandi svæðum. Það er því ekki hægt að segja annað en að um mjög farsæla lausn sé að ræða. Stækkandi bæjarfélag – aukin þjónusta Samfella verður því tryggð í þjónustu, þar sem fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðisbæjar tekur formlega til starfa frá og með 1. mars næstkomandi. Sviðinu verður stýrt af tveimur teymisstjórum og starfsstöð þess verður í Fljótsmörk, þar sem SVÁ var áður til húsa. Hveragerði er ört stækkandi bæjarfélag og sjáum við fram á að vöxturinn haldi áfram næstu árin. Við þurfum því að bregðast við með aukinni þjónustu við íbúa samhliða fjölguninni og færa þjónustuna nær íbúunum. Með tilkomu fræðslu- og velferðarsviðs Hveragerðisbæjar erum við svo sannarlega að setja aukinn þunga í þjónustu við menntastofnanir bæjarins sem og velferðarþjónustuna og gera okkar Hveragerði að enn betri búsetukosti. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis – formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hveragerði Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Sjá meira
Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings (SVÁ) var stofnuð 2013 og var Hveragerðisbær hluti af því byggðasamlagi frá upphafi. Byggðasamlag er stjórnsýslueining þar sem sveitarfélög standa saman að rekstri í ákveðnum málaflokkum. Sagan segir að við Sunnlendingar séum heimsmeistarar í byggðasamlögum, þar sem við erum hluti af mun fleiri byggðasamlögum heldur en sveitarfélög í öðrum landshlutum. Byggðasamlögin eru jákvæður vettvangur til að sameina minni sveitarfélög og styrkja í ákveðnum málaflokkum, bæði í lögbundnum verkefnum og ólögbundnum. Skóla og velferðarþjónusta Árnesþings hefur unnið gott og mikið starf síðustu 10 ár en á þessum tíma hafa sveitarfélögin stækkað töluvert, sem dæmi hefur Hveragerðisbær stækkað um 40%. Samkvæmt Hagstofunni voru 2288 íbúar í Hveragerði árið 2013 og nú í upphafi árs 2023 eru íbúar Hveragerðisbæjar orðnir um 3200. Við þessa miklu stækkun gefur að skilja að þjónustuþörfin hefur breyst til muna. Staðan metin og uppbygging hafin Haustið 2021 var gerð úttekt á starfsemi Skóla- og velferðarþjónustunni og leiddi niðurstaðan í ljós að fara þurfti í breytingar á starfseminni eða slíta byggðasamlaginu. Haustið 2022 ákvað stjórn NOS (nefndar oddvita og sveitarstjóra), sem fer með vald SVÁ, að slíta byggðasamlaginu og var ákveðið að slitin færu fram ekki síðar en 1. mars næstkomandi þar sem það hugnaðist sveitarfélögunum sem voru aðilar samlagsins. Málin hafa síðan þróast og breyst frá því í haust og ákváðu sveitarfélög í uppsveitum Árnessýslu og Flóanum að sameinast og halda samstarfi sínu áfram á þessum vettvangi en Ölfus og Hveragerðisbær hófust handa við uppbyggingu sjálfstæðra eininga í sinni heimabyggð. Mikilvægur mannauður Þegar nýr meirihluti tók við á þessu kjörtímabili var ákveðið að fara í stefnumótun og úttekt á bæjarfélaginu og því góð tímasetning fyrir Hveragerðisbæ til breytinga á byggðasamlaginu SVÁ. Okkur gefst nú tækifæri á að byggja upp nýtt fræðslu- og velferðarsvið, greina þarfirnar sem eru til staðar og móta eftir okkar þörfum. Menntastofnanir Hveragerðisbæjar; grunnskólinn, leikskólarnir og frístundamiðstöðin vinna gott og mikilvægt starf og erum við afar stolt af því. Við erum einstaklega heppin með mannauðinn sem þar starfar en við það að SVÁ leggst niður verða ráðnir inn starfsmenn til að sinna þeim störfum sem starfsmenn SVÁ sinntu áður. Ánægjulegt er nokkrir starfsmenn sem störfuðu innan SVÁ koma til með að starfa áfram fyrir Hveragerðisbæ, en auk þess verður ráðið í þrjár stöður á næstu dögum. Þessu til viðbótar hefur verið tekið upp samstarf við öll þau sveitarfélög sem áður skipuðu SVÁ um sameiginlegar bakvaktir í barnaverndarmálum á viðkomandi svæðum. Það er því ekki hægt að segja annað en að um mjög farsæla lausn sé að ræða. Stækkandi bæjarfélag – aukin þjónusta Samfella verður því tryggð í þjónustu, þar sem fræðslu- og velferðarsvið Hveragerðisbæjar tekur formlega til starfa frá og með 1. mars næstkomandi. Sviðinu verður stýrt af tveimur teymisstjórum og starfsstöð þess verður í Fljótsmörk, þar sem SVÁ var áður til húsa. Hveragerði er ört stækkandi bæjarfélag og sjáum við fram á að vöxturinn haldi áfram næstu árin. Við þurfum því að bregðast við með aukinni þjónustu við íbúa samhliða fjölguninni og færa þjónustuna nær íbúunum. Með tilkomu fræðslu- og velferðarsviðs Hveragerðisbæjar erum við svo sannarlega að setja aukinn þunga í þjónustu við menntastofnanir bæjarins sem og velferðarþjónustuna og gera okkar Hveragerði að enn betri búsetukosti. Höfundur er oddviti Okkar Hveragerðis – formaður bæjarráðs.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun