Um lögmæti búvörusamninga Erna Bjarnadóttir skrifar 10. febrúar 2023 09:01 Í kvöldfréttum RÚV þann 3. febrúar sl. var umfjöllun um gerð nýrra búvörusamninga. Þar var m.a. tiltekið að núgildandi búvörusamningar hefðu verið gerðir árið 2016 og ættu að gilda út árið 2026 en síðari endurskoðun þeirra stæði nú fyrir dyrum. Í fréttinni kom fram afstaða Bændasamtaka Íslands og matvælaráðherra um hvað leggja bæri áherslu á við endurskoðun samninganna. Þar var enn fremur gerð grein fyrir afstöðu Félags atvinnurekenda og sagði m.a. þetta í fréttinni um afstöðu félagsins: „Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir samningana ólöglega og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila.“ Svo mörg voru þau orð og rétt að taka þau til skoðunar. Búvörusamningar byggja á lögum frá Alþingi Núgildandi búvörusamningar voru gerðir í með samningum íslenska ríkisins við Bændasamtök Íslands og fóru viðræður fram árin 2015-2016. Samningaviðræðurnar byggðu á fjölmörgum rannsóknum og gögnum um stöðu landbúnaðar, s.s. skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og úttektar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd búvörusamninga. Að loknum viðræðum var skrifað undir einn rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og þrjá sértæka samninga sem tóku til einstakra landbúnaðargreina, nánar tiltekið nautgriparæktar, sauðfjárræktar og garðyrkju. Heimild fyrir gerð búvörusamninga er að finna í 30. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Í 30. gr. búvörulaga segir t.d. að til að vinna að markmiðum stjórnvalda á hverjum tíma um framleiðslu búvara geti ráðherra leitað eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Bændasamtök Íslands um framleiðsluskilyrði, stuðning og stjórn á magni búvara. Að undangenginni undirritun núgildandi búvörusamninga árið 2016 var lagt fram frumvarp á Alþingi (frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum) en umrætt frumvarp innleiddi nauðsynlegar breytingar vegna skuldbindinga ríkisins samkvæmt búvörusamningunum. Frumvarpið var samþykkt að loknum þremur umræðum, samkvæmt þingsköpum. Umrædd lög, þ.e. búvörulög, búnaðarlög og lögin sem innleiddu búvörusamningana frá 2016, eru öll almenn lög frá Alþingi, samþykkt við þrjár umræður, sbr. 41. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991, send ríkisstjórninni sem lög frá Alþingi, sbr. 42. gr. sömu laga og borin upp við forseta í ríkisráði skv. 19. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Af þessu leiðir að enginn vafi er um lögmæti núgildandi búvörusamninga, líkt og ráða má af fullyrðingu Félags atvinnurekenda – þvert á móti þábyggja búvörusamningarnir á lögum frá Alþingi. Er hægt að vera sammála um að vera ósammála? Höfundur þessarar greinar hefur oft átt orðastað við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um landbúnaðarmál. Þar mætast óneitanlega ólík sjónarmið, stundum eru menn sammála og stundum ekki. Á köflum hefur greinarhöfundur hnykkt á því að rétt sé að vera einfaldlega sammála um að vera ósammála. Nú bregður hins vegar svo við að það er einfaldlega ekki hægt af þeirri einföldu ástæðu að framkvæmdastjórinn hefur rangt fyrir sér – afstaða hans er efnislega röng. Fyrir því liggja ótal gögn, t.d. lög frá Alþingi. Er því ekki annað hægt í stöðunni en að hafna þessari skoðun Félags atvinnurekenda á lögmæti búvörusamninga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Búvörusamningar Landbúnaður Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum RÚV þann 3. febrúar sl. var umfjöllun um gerð nýrra búvörusamninga. Þar var m.a. tiltekið að núgildandi búvörusamningar hefðu verið gerðir árið 2016 og ættu að gilda út árið 2026 en síðari endurskoðun þeirra stæði nú fyrir dyrum. Í fréttinni kom fram afstaða Bændasamtaka Íslands og matvælaráðherra um hvað leggja bæri áherslu á við endurskoðun samninganna. Þar var enn fremur gerð grein fyrir afstöðu Félags atvinnurekenda og sagði m.a. þetta í fréttinni um afstöðu félagsins: „Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir samningana ólöglega og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila.“ Svo mörg voru þau orð og rétt að taka þau til skoðunar. Búvörusamningar byggja á lögum frá Alþingi Núgildandi búvörusamningar voru gerðir í með samningum íslenska ríkisins við Bændasamtök Íslands og fóru viðræður fram árin 2015-2016. Samningaviðræðurnar byggðu á fjölmörgum rannsóknum og gögnum um stöðu landbúnaðar, s.s. skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og úttektar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd búvörusamninga. Að loknum viðræðum var skrifað undir einn rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og þrjá sértæka samninga sem tóku til einstakra landbúnaðargreina, nánar tiltekið nautgriparæktar, sauðfjárræktar og garðyrkju. Heimild fyrir gerð búvörusamninga er að finna í 30. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Í 30. gr. búvörulaga segir t.d. að til að vinna að markmiðum stjórnvalda á hverjum tíma um framleiðslu búvara geti ráðherra leitað eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Bændasamtök Íslands um framleiðsluskilyrði, stuðning og stjórn á magni búvara. Að undangenginni undirritun núgildandi búvörusamninga árið 2016 var lagt fram frumvarp á Alþingi (frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum) en umrætt frumvarp innleiddi nauðsynlegar breytingar vegna skuldbindinga ríkisins samkvæmt búvörusamningunum. Frumvarpið var samþykkt að loknum þremur umræðum, samkvæmt þingsköpum. Umrædd lög, þ.e. búvörulög, búnaðarlög og lögin sem innleiddu búvörusamningana frá 2016, eru öll almenn lög frá Alþingi, samþykkt við þrjár umræður, sbr. 41. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991, send ríkisstjórninni sem lög frá Alþingi, sbr. 42. gr. sömu laga og borin upp við forseta í ríkisráði skv. 19. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Af þessu leiðir að enginn vafi er um lögmæti núgildandi búvörusamninga, líkt og ráða má af fullyrðingu Félags atvinnurekenda – þvert á móti þábyggja búvörusamningarnir á lögum frá Alþingi. Er hægt að vera sammála um að vera ósammála? Höfundur þessarar greinar hefur oft átt orðastað við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um landbúnaðarmál. Þar mætast óneitanlega ólík sjónarmið, stundum eru menn sammála og stundum ekki. Á köflum hefur greinarhöfundur hnykkt á því að rétt sé að vera einfaldlega sammála um að vera ósammála. Nú bregður hins vegar svo við að það er einfaldlega ekki hægt af þeirri einföldu ástæðu að framkvæmdastjórinn hefur rangt fyrir sér – afstaða hans er efnislega röng. Fyrir því liggja ótal gögn, t.d. lög frá Alþingi. Er því ekki annað hægt í stöðunni en að hafna þessari skoðun Félags atvinnurekenda á lögmæti búvörusamninga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar