Margrét úthúðar dómurum og verjandi hennar segir sig frá málinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2023 12:27 Margrét Friðriksdóttir segir dómara ekki taka mark á vitnum og falsa vitnisburði sem hafi komið skýrt fram í dómnum. Vísir Margrét Friðriksdóttir segist ekki ætla að fjarlægja færslu um héraðsdómara sem hún kallar siðblindan og fleiri ljótum nöfnum. Lögmaður hennar hefur sagt sig frá málinu. Margrét var sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Margrét brást hin versta við dómnum og tók til við skrif á Facebook. Þar fór hún ófögrum orðum um Barböru Björnsdóttur, dómara í málinu, og sagði um leið að málinu yrði áfrýjað. Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig frá störfum verjanda í máli lögreglunnar gegn Margréti. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ segir Margrét í uppfærðri færslu á Facebook í dag. Arnar Þór Jónsson var verjandi Margrétar í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann sagt sig frá málinu. Hann vildi ekki staðfesta það við fréttastofu en sagðist þó vera algjörlega mótfallinn því að vegið væri að fólki á samfélagsmiðlum. Margrét nefnir líka Símon Sigvaldason, dómara við Landsrétt og fyrrverandi dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til sögunnar. Hún segir ekki koma til greina að Símon, sem kallaður hefur verið Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls, dæmi í máli Margrétar fyrir Landsrétti vegna tengsla hans við Barböru. Fjallað var um hátt sakfellingarhlutfall Símons í Íslandi í dag 2015. Arnar Þór, verjandi Margrétar, þekkir sömuleiðis vel til dómaranna enda voru þau um tíma öll þrjú dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur. Arnar Þór hætti störfum sem dómari við dómstólinn í september 2021. Dómsmál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Margrét sakfelld fyrir hótanir í garð Semu Erlu á Grensásvegi Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsíðunnar frettin.is, var í dag sakfelld fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Sema Erla segir fagnaðarefni að réttlætið hafi sigrað. 9. febrúar 2023 17:03 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Margrét var sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Margrét brást hin versta við dómnum og tók til við skrif á Facebook. Þar fór hún ófögrum orðum um Barböru Björnsdóttur, dómara í málinu, og sagði um leið að málinu yrði áfrýjað. Arnar Þór Jónsson hefur sagt sig frá störfum verjanda í máli lögreglunnar gegn Margréti. „Þetta siðblinda pakk er auðsjáanlega að kalla eftir stríði sem þau munu fá, því ranglæti er eitthvað sem ég mun aldrei samþykkja, og enginn vill lenda á þeim stað,“ segir Margrét í uppfærðri færslu á Facebook í dag. Arnar Þór Jónsson var verjandi Margrétar í málinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann sagt sig frá málinu. Hann vildi ekki staðfesta það við fréttastofu en sagðist þó vera algjörlega mótfallinn því að vegið væri að fólki á samfélagsmiðlum. Margrét nefnir líka Símon Sigvaldason, dómara við Landsrétt og fyrrverandi dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til sögunnar. Hún segir ekki koma til greina að Símon, sem kallaður hefur verið Símon grimmi vegna hás sakfellingarhlutfalls, dæmi í máli Margrétar fyrir Landsrétti vegna tengsla hans við Barböru. Fjallað var um hátt sakfellingarhlutfall Símons í Íslandi í dag 2015. Arnar Þór, verjandi Margrétar, þekkir sömuleiðis vel til dómaranna enda voru þau um tíma öll þrjú dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur. Arnar Þór hætti störfum sem dómari við dómstólinn í september 2021.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Margrét sakfelld fyrir hótanir í garð Semu Erlu á Grensásvegi Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsíðunnar frettin.is, var í dag sakfelld fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Sema Erla segir fagnaðarefni að réttlætið hafi sigrað. 9. febrúar 2023 17:03 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Margrét sakfelld fyrir hótanir í garð Semu Erlu á Grensásvegi Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsíðunnar frettin.is, var í dag sakfelld fyrir að hafa hótað Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi árið 2018. Margrét var dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Sema Erla segir fagnaðarefni að réttlætið hafi sigrað. 9. febrúar 2023 17:03