Vilja félagsmiðstöð og bókasafn í Laugardalsstúku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 14:04 Stúkan við Laugardalslaug hefur lengi staðið tóm. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að bókasafn og félagsstöðvar- og menningarrými verði útbúið í stúku Laugardalslaugar fyrir Laugarnes- og Laugarlækjaskóla. Blásið verður til hugmyndakeppni um útfærslu hugmyndarinnar. „Við erum að fara í stóra samkeppni um Laugardalslaugina og hvernig við þróum hana til framtíðar. Eitt af álitamálunum var varðandi stúkuna, sem hefur ekki beinlínis verið í mikilli notkun, svo vægt sé til orða tekið, undanfarin ár,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. „Það sem við erum að ákveða í borgarráði er að kalla eftir hugmyndum um hvernig væri hægt að hugsa sér einhvers konar byggingu við stúkumannvirkið sem myndi gegna hlutverki félagsmiðstöðvar fyrir krakkana í nærliggjandi skólum, bókasafn fyrir almenning og skólana og einhvers konar hverfismiðstöð.“ Tillaga um verkefnið var lögð fyrir borgarráð á fundi þess á þriðjudag, 7. febrúar, af starfshópi um undirbúning framkvæmda vegna skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. Tillagan var samþykkt á sama fundi ráðsins. Leyndardómur Laugardalsstúku Stúkan hefur verið lokuð um nokkurt skeið og er í frekar slæmu ásigkomulagi. Jarðhæð stúkubyggingarinnar er í notkun, þar má meðal annars finna aðstöðu fyrir starfsmenn, sturtur og eimbað. Efri hæðin baka til er eitthvað sem mikil leynd liggur yfir, eins og blaðamaður Vísis rakti eftir heimsókn í stúkuna í mars 2018. Ýmislegt furðulegt var þar að finna fyrir fimm árum síðan eins og yfirgefið orgel og marga kassa af leirtaui. Dagur segir að þó mögulega yrði byggt við stúkuna þurfi að hugsa um þetta sem heild. „Það er fullt af ónotuðum fermetrum með tiltölulega lítilli lofthæð, þar sem gamla afgreiðslan var fyrir laugina. Það er ýmislegt svona sem við vonum að keppendur í hugmyndasamkeppninni komi með snjallar hugmyndir um breytingar svo þetta nýtist betur,“ segir Dagur. Fyrsta rennibrautin fyrir þá sem nota hjólastól Búið er að velja í dómnefnd fyrir samkeppnina og efna til samráðs við íbúa, sem sækja laugina. Dagur segir að undirbúningur samkeppninnar sé á lokametrunum og hún fari í loftið á næstu vikum. Þá er ýmislegt fleira sem þarf að gera við laugina. Kominn er tími á viðhald á laugarkerinu sjálfu og segir Dagur ekki búið að ákveða hvort eigi að breyta því. Hins vegar sé kominn tími á að færa svæðið upp á næsta stig. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að finna þurfi hlutverk fyrir stúkuna.Vísir/Vilhelm „Laugardalslaugin hefur auðvitað verið Drottning sundlauganna en okkur finnst alveg mega taka næstu skref í ennþá meiri aðstöðu til leikja, rennibrautir og afþreyingu fyrir börn. Við erum búin að ákveða það í forsendum samkeppninnar að þarna verði fyrsta rennibrautin sem er aðgengileg fyrir fólk í hjólastól, sem hefur ekki verið útfært á Íslandi og eru reyndar ekki rosalega mörg góð fordæmi fyrir í heiminum,“ segir Dagur. „Við munum kalla eftir skemmtilegum og metnaðarfullum hugmyndum, sem bera samt virðingu fyrir Laugardalslauginni, hennar sögu og sérkennum og ótrúlega styrkleika sem frábærrar sundlaugar. Ekki bara fyrir hverfið heldur alla borgina.“ Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
„Við erum að fara í stóra samkeppni um Laugardalslaugina og hvernig við þróum hana til framtíðar. Eitt af álitamálunum var varðandi stúkuna, sem hefur ekki beinlínis verið í mikilli notkun, svo vægt sé til orða tekið, undanfarin ár,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við fréttastofu. „Það sem við erum að ákveða í borgarráði er að kalla eftir hugmyndum um hvernig væri hægt að hugsa sér einhvers konar byggingu við stúkumannvirkið sem myndi gegna hlutverki félagsmiðstöðvar fyrir krakkana í nærliggjandi skólum, bókasafn fyrir almenning og skólana og einhvers konar hverfismiðstöð.“ Tillaga um verkefnið var lögð fyrir borgarráð á fundi þess á þriðjudag, 7. febrúar, af starfshópi um undirbúning framkvæmda vegna skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi. Tillagan var samþykkt á sama fundi ráðsins. Leyndardómur Laugardalsstúku Stúkan hefur verið lokuð um nokkurt skeið og er í frekar slæmu ásigkomulagi. Jarðhæð stúkubyggingarinnar er í notkun, þar má meðal annars finna aðstöðu fyrir starfsmenn, sturtur og eimbað. Efri hæðin baka til er eitthvað sem mikil leynd liggur yfir, eins og blaðamaður Vísis rakti eftir heimsókn í stúkuna í mars 2018. Ýmislegt furðulegt var þar að finna fyrir fimm árum síðan eins og yfirgefið orgel og marga kassa af leirtaui. Dagur segir að þó mögulega yrði byggt við stúkuna þurfi að hugsa um þetta sem heild. „Það er fullt af ónotuðum fermetrum með tiltölulega lítilli lofthæð, þar sem gamla afgreiðslan var fyrir laugina. Það er ýmislegt svona sem við vonum að keppendur í hugmyndasamkeppninni komi með snjallar hugmyndir um breytingar svo þetta nýtist betur,“ segir Dagur. Fyrsta rennibrautin fyrir þá sem nota hjólastól Búið er að velja í dómnefnd fyrir samkeppnina og efna til samráðs við íbúa, sem sækja laugina. Dagur segir að undirbúningur samkeppninnar sé á lokametrunum og hún fari í loftið á næstu vikum. Þá er ýmislegt fleira sem þarf að gera við laugina. Kominn er tími á viðhald á laugarkerinu sjálfu og segir Dagur ekki búið að ákveða hvort eigi að breyta því. Hins vegar sé kominn tími á að færa svæðið upp á næsta stig. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að finna þurfi hlutverk fyrir stúkuna.Vísir/Vilhelm „Laugardalslaugin hefur auðvitað verið Drottning sundlauganna en okkur finnst alveg mega taka næstu skref í ennþá meiri aðstöðu til leikja, rennibrautir og afþreyingu fyrir börn. Við erum búin að ákveða það í forsendum samkeppninnar að þarna verði fyrsta rennibrautin sem er aðgengileg fyrir fólk í hjólastól, sem hefur ekki verið útfært á Íslandi og eru reyndar ekki rosalega mörg góð fordæmi fyrir í heiminum,“ segir Dagur. „Við munum kalla eftir skemmtilegum og metnaðarfullum hugmyndum, sem bera samt virðingu fyrir Laugardalslauginni, hennar sögu og sérkennum og ótrúlega styrkleika sem frábærrar sundlaugar. Ekki bara fyrir hverfið heldur alla borgina.“
Reykjavík Sundlaugar Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira