Tíu daga barni bjargað úr rústunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2023 14:12 Yagiz Ulas er ekki nema tíu daga gamall. Honum var bjargað úr rústum í Tyrklandi. Istanbul Metropolitan Municipality / Handout/Anadolu Agency via Björgunarsveitir í Tyrklandi björguðu í dag tíu daga gömlu barni og móður þess úr rústum húsnæðis sem hrundi í jarðskjálftunum miklu í vikunni. Unnið er hörðum höndum að því í Tyrklandi og Sýrlandi að finna þá sem enn kunna að vera á lífi í rústum húsa eftir skjálftana öflugu. Þrátt fyrir að vonir fari dvínandi um fólk finnist á lífi í rústunum berast enn fregnir af giftusamlegum björgunum. Þannig greinir Reuters frá því að í Samandag-héraði Tyrklands hafi björgunarsveitir grafið upp tíu daga gamlan strák og móðir hans upp úr rústum húsnæðis þeirra. Bæði voru með meðvitund og voru flutt á sjúkrahús. Í Diyarbakir voru mæðgin einnig grafin upp á lífi í morgun, um eitt hundrað klukkustundum eftir skjálftana. Reuters greinir einnig frá því í Sýrlandi að á einum stað hafi björgunarsveitir grafið og grafið þangað til þeir rákust á berar tær. Tærnar voru í eigu stúlku sem reyndist vera á lífi, klædd í bleik náttföt. Staðfest hefur verið að minnst 21 þúsund hafi farist í skjálftunum og líklegt er talið að sú tala muni hækka töluvert. Níu manna íslenskt teymi á vegum Landsbjargar og landhelgisgæslunnar vinnur nú að svæðisstjórn á Gaziantep svæðinu. Rætt var við Sólveigu Þorvaldsdóttir, sem fer fyrir íslenska hópnum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira
Unnið er hörðum höndum að því í Tyrklandi og Sýrlandi að finna þá sem enn kunna að vera á lífi í rústum húsa eftir skjálftana öflugu. Þrátt fyrir að vonir fari dvínandi um fólk finnist á lífi í rústunum berast enn fregnir af giftusamlegum björgunum. Þannig greinir Reuters frá því að í Samandag-héraði Tyrklands hafi björgunarsveitir grafið upp tíu daga gamlan strák og móðir hans upp úr rústum húsnæðis þeirra. Bæði voru með meðvitund og voru flutt á sjúkrahús. Í Diyarbakir voru mæðgin einnig grafin upp á lífi í morgun, um eitt hundrað klukkustundum eftir skjálftana. Reuters greinir einnig frá því í Sýrlandi að á einum stað hafi björgunarsveitir grafið og grafið þangað til þeir rákust á berar tær. Tærnar voru í eigu stúlku sem reyndist vera á lífi, klædd í bleik náttföt. Staðfest hefur verið að minnst 21 þúsund hafi farist í skjálftunum og líklegt er talið að sú tala muni hækka töluvert. Níu manna íslenskt teymi á vegum Landsbjargar og landhelgisgæslunnar vinnur nú að svæðisstjórn á Gaziantep svæðinu. Rætt var við Sólveigu Þorvaldsdóttir, sem fer fyrir íslenska hópnum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Sjá meira