Íbúar miður sín: Stórhætta skapaðist af friðuðum trjám sem nauðsynlegt reyndist að fella Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 21:37 Ólafur Egill Egilsson er miður sín vegna þess að fella þurfti tvö hundrað ára reynitré í hverfinu hans í dag. Fella þurfti tvö friðuð reynitré í Reykjavík í dag þar sem rótarkerfi þeirra voru ónýt eftir framkvæmdir. Íbúi er miður sín yfir brotthvarfi trjánna en verktaki sem fjarlægði þau segir að skapast hafi stórhætta af þeim. Á Grettisgötu stóðu, þar til í dag, tvö há og falleg reynitré, sennilega í kringum hundrað ára gömul. Minjavernd hyggst koma tveimur flutningshúsum fyrir á lóð við hliðina á og til þess þurfti að koma fyrir stoðvegg. Við þær framkvæmdir eyðilögðust rótarkerfi trésins og nauðsynlegt var að fjarlægja þau. Íbúar eru allt annað en sáttir. Ólafur Egill Egilsson er íbúi á Grettisgötu. „Ég vaknaði nú bara við keðjusöguhljóð í morgun og rauk hérna niður og fór að kynna mér þetta. Þá áttar maður sig á því að það virðist vera einhver brotalöm í þessu leyfisveitingaferli hjá borginni, það er ekki tekið tillit til gróðurs og fallegra trjáa eins og þessara.“ Ólafur segist vera miður sín vegna málsins. „Ég er búinn að vera með kökkinn í hálsinum í morgun," segir hann. Þetta eru gullfalleg tré og þetta er eitthvað svo mikið hugsunarleysi og virðingarleysi gagnvart því sem er fallegt í kringum okkur. Mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga Orri Freyr Finnbogason er framkvæmdastjóri Trjáprýðis, verktakans sem kom að fellingu trjánna. Hann segir birtingarmynd málsins vera miklu stærri, þetta sé viðvarandi vandamál hjá borginni. Hann segir vankunnáttu fyrst og fremst ástæðu þess að fella þurfti trén í dag. „Hér var farið í framkvæmdir á einkalóð og meirihluti rótarkerfisins var grafið í sundur. Þá missir tréð allan stöðugleika og getur hreinlega dottið, skapað hættu. Svo hefur það ekki getu til að taka upp vatn eða næringarefni og deyr. Því miður sjáum við þetta allt of oft, út um allan bæ og við þurfum hreinlega bara að læra af þessu.“ Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. Vísir/ Steingrímur Dúi Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. „Þá er hægt að reikna út hversu nálægt trjánum má fara og framvegis. Á Íslandi eru tré okkur sérstaklega dýrmæt. Við þurfum að passa vel upp á þau fyrir næstu kynslóðir.“ Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Á Grettisgötu stóðu, þar til í dag, tvö há og falleg reynitré, sennilega í kringum hundrað ára gömul. Minjavernd hyggst koma tveimur flutningshúsum fyrir á lóð við hliðina á og til þess þurfti að koma fyrir stoðvegg. Við þær framkvæmdir eyðilögðust rótarkerfi trésins og nauðsynlegt var að fjarlægja þau. Íbúar eru allt annað en sáttir. Ólafur Egill Egilsson er íbúi á Grettisgötu. „Ég vaknaði nú bara við keðjusöguhljóð í morgun og rauk hérna niður og fór að kynna mér þetta. Þá áttar maður sig á því að það virðist vera einhver brotalöm í þessu leyfisveitingaferli hjá borginni, það er ekki tekið tillit til gróðurs og fallegra trjáa eins og þessara.“ Ólafur segist vera miður sín vegna málsins. „Ég er búinn að vera með kökkinn í hálsinum í morgun," segir hann. Þetta eru gullfalleg tré og þetta er eitthvað svo mikið hugsunarleysi og virðingarleysi gagnvart því sem er fallegt í kringum okkur. Mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga Orri Freyr Finnbogason er framkvæmdastjóri Trjáprýðis, verktakans sem kom að fellingu trjánna. Hann segir birtingarmynd málsins vera miklu stærri, þetta sé viðvarandi vandamál hjá borginni. Hann segir vankunnáttu fyrst og fremst ástæðu þess að fella þurfti trén í dag. „Hér var farið í framkvæmdir á einkalóð og meirihluti rótarkerfisins var grafið í sundur. Þá missir tréð allan stöðugleika og getur hreinlega dottið, skapað hættu. Svo hefur það ekki getu til að taka upp vatn eða næringarefni og deyr. Því miður sjáum við þetta allt of oft, út um allan bæ og við þurfum hreinlega bara að læra af þessu.“ Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. Vísir/ Steingrímur Dúi Orri segir mikilvægt að ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í framkvæmdir. „Þá er hægt að reikna út hversu nálægt trjánum má fara og framvegis. Á Íslandi eru tré okkur sérstaklega dýrmæt. Við þurfum að passa vel upp á þau fyrir næstu kynslóðir.“
Reykjavík Garðyrkja Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent