Gera megi ráð fyrir mjög öflugum hviðum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 23:21 Gert er ráð fyrir mjög öflugum vindhviðum á morgun og fólk er hvatt til að fylgjast vel með. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun vegna hvassviðris. Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir og samhæfingarstöð verður virkjuð klukkan 12:00 á morgun. Veðurfræðingur biður fólk um að sýna aðgát. Gera má ráð fyrir töluverðri úrkomu víðsvegar á landinu í nótt. Í fyrramálið tekur að hvessa allhressilega og gert er ráð fyrir því að lægðin láti finna almennilega fyrir sér um hádegisbil. Viðvaranir taka gildi á landinu öllu upp úr klukkan níu á morgun og eru þær í gildi fram á kvöld. Svona lítur spá Veðurstofunnar út klukkan 12:00 á morgun.Veðurstofan „Það kemur lægð vestan við landið á morgun og það verður suðvestan stormur og rok á stöku stað, 20-28 metrar á sekúndu. Með því fylgir einhver rigning og skúrir en þegar kólnar seinnipartinn og annað kvöld þá verður þetta éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið verði verst á Vesturlandi og austur eftir Norðurlandi. Gert er ráð fyrir því að hviður fari upp í fjörutíu metra á sekúndu, eða um 150 kílómetra hraða. Á „allra verstu hviðustöðunum,“ gætu þær náð fimmtíu metrum á sekúndu. Færð við fjöll gæti því verið varasöm og þá sér í lagi þegar kólnar. Éljagangur gæti spillt skyggni. Á Vesturlandi verður sunnan og suðvestan stormur með snörpum vindhviðum.Veðurstofan Annars staðar á landinu eru viðvaranirnar gular en gert er ráð fyrir suðvestan 18 til 23 metrum á sekúndu víðast hvar. Í höfuðborginni má gera ráð fyrir því að mesti vindhraðinn verði á svæðinu vestanverðu, meðfram sjónum, og í úthverfum Hafnarfjarðar. Í yfirlýsingu frá Almannavörnum fyrr í dag voru vegfarendur beðnir um að sýna varúð og vera ekki á ferðinni að óþörfu á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst. Miklar líkur séu á að veðrið hafi áhrif á samgöngur og hætta er á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni. Veður Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á norðanverðu landinu: Hætta á foktjóni Appelsínugul viðvörun er nú í gildi vegna veðurs á norðanverðu landinu. Spáð er sunnan og suðvestan stormi á svæðinu. 10. febrúar 2023 14:23 Næsta vika gæti orðið fjögurra lægða vika Mögulegt er að fjórar lægðir skelli á landsmönnum í næstu viku. 10. febrúar 2023 10:25 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Gera má ráð fyrir töluverðri úrkomu víðsvegar á landinu í nótt. Í fyrramálið tekur að hvessa allhressilega og gert er ráð fyrir því að lægðin láti finna almennilega fyrir sér um hádegisbil. Viðvaranir taka gildi á landinu öllu upp úr klukkan níu á morgun og eru þær í gildi fram á kvöld. Svona lítur spá Veðurstofunnar út klukkan 12:00 á morgun.Veðurstofan „Það kemur lægð vestan við landið á morgun og það verður suðvestan stormur og rok á stöku stað, 20-28 metrar á sekúndu. Með því fylgir einhver rigning og skúrir en þegar kólnar seinnipartinn og annað kvöld þá verður þetta éljagangur,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið verði verst á Vesturlandi og austur eftir Norðurlandi. Gert er ráð fyrir því að hviður fari upp í fjörutíu metra á sekúndu, eða um 150 kílómetra hraða. Á „allra verstu hviðustöðunum,“ gætu þær náð fimmtíu metrum á sekúndu. Færð við fjöll gæti því verið varasöm og þá sér í lagi þegar kólnar. Éljagangur gæti spillt skyggni. Á Vesturlandi verður sunnan og suðvestan stormur með snörpum vindhviðum.Veðurstofan Annars staðar á landinu eru viðvaranirnar gular en gert er ráð fyrir suðvestan 18 til 23 metrum á sekúndu víðast hvar. Í höfuðborginni má gera ráð fyrir því að mesti vindhraðinn verði á svæðinu vestanverðu, meðfram sjónum, og í úthverfum Hafnarfjarðar. Í yfirlýsingu frá Almannavörnum fyrr í dag voru vegfarendur beðnir um að sýna varúð og vera ekki á ferðinni að óþörfu á þeim svæðum þar sem veðrið verður verst. Miklar líkur séu á að veðrið hafi áhrif á samgöngur og hætta er á foktjóni. Fólk er hvatt til að festa lausa muni.
Veður Tengdar fréttir Appelsínugul viðvörun á norðanverðu landinu: Hætta á foktjóni Appelsínugul viðvörun er nú í gildi vegna veðurs á norðanverðu landinu. Spáð er sunnan og suðvestan stormi á svæðinu. 10. febrúar 2023 14:23 Næsta vika gæti orðið fjögurra lægða vika Mögulegt er að fjórar lægðir skelli á landsmönnum í næstu viku. 10. febrúar 2023 10:25 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Appelsínugul viðvörun á norðanverðu landinu: Hætta á foktjóni Appelsínugul viðvörun er nú í gildi vegna veðurs á norðanverðu landinu. Spáð er sunnan og suðvestan stormi á svæðinu. 10. febrúar 2023 14:23
Næsta vika gæti orðið fjögurra lægða vika Mögulegt er að fjórar lægðir skelli á landsmönnum í næstu viku. 10. febrúar 2023 10:25