Leik KA/Þórs og Hauka í Olís deild kvenna sem fram átti að fara í dag á Akureyri hefur verið frestað.
Nýr leikdagur hefur verið fundinn en leikurinn mun fara fram á miðvikudaginn kemur klukkan 17:30.
Suðurlandsslag ÍBV og Selfoss í Olís deild karla hefur einnig verið frestað og stefnt að því að spila leikinn á morgun.
Þá hefur leik Vals og Selfoss í Lengjubikarnum sem fram átti að fara á Origo vellinum að Hlíðarenda í dag verið frestað. Sömu sögu er að segja af viðureign sömu félaga í Olís deild kvenna sem fyrirhugaður var á Selfossi í kvöld en verður spilaður á mánudag.