Að sögn sjónarvotta fór húsið í sundur og fuku brotin á víð og dreif um svæðið í vindhviðunum.
Brynjar Már Bjarnason, hjá björgunarsveitinni Kili, segir að mannskapur hafi verið sendur á staðinn.
„Það er verið að tryggja þak sem farið hefur og skemmt einhver þrjú eða fjögur hús í grenndinni og þeir eru nýlentir á svæðinu. Þetta er einhver bústaður sem er í byggingu og þakið virðist hafa sprungið upp,“ segir Brynjar Már.
Brynjar segir að aðgerðir hafi gengið vel en brak úr húsinu fauk meðal annars út í Meðalfellsvatn.

Fréttin hefur verið uppfærð.