Innlent

Næsta lægð kemur strax í kvöld

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Næsta lægð er á leiðinni.
Næsta lægð er á leiðinni. Vísir/vilhelm

Gular stormviðvaranir taka gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra í nótt og verða í gildi fram eftir degi á morgun. „Nú er bara næsta lægð á leiðinni,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

„Það fer að rigna frá henni seint í dag hérna sunnanlands og hvessir. Þetta er vaxandi suðaustanátt með rigningu aðallega sunnan- og vestanlands í kvöld. Svo er bara spáin í nótt og frameftir degi á morgun, það er hvöss sunnanátt með talsverðri vætu á Suður- og Vesturlandi.“

Óvissustigi almannavarna vegna ofsaveðurs um allt land í gær var aflétt í morgun. Stutt stund milli stríða í lægðaganginum, semsagt.

Sér fyrir endann á lægðagangi núna í vikunni?

„Þetta er góð spurning. Eftir þessa lægð morgundagsins þá tekur við aðeins rólegra veður, allavega fram eftir vikunni. Við þorum kannski ekki að spá mikið lengra því það eru svo fleiri lægðir á ferðinni væntanlega seint í vikunni,“ segir Haraldur, sem mælir með því að fólk á faraldsfæti fylgist með veðurspám á morgun.


Tengdar fréttir

Ó­vissu­stigi Al­manna­varna af­lýst

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Vesturlandi, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra hefur aflýst óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum.

Búið að af­lýsa nánast öllu flugi

Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst. Mikil röskun er á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Búið er að aflýsa nánast öllum flugferðum á Keflavíkurflugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×