Lionel Messi kominn á Hvolsvöll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. febrúar 2023 21:39 Hilmar og Gunnhildur Þórunn við málverkið af Lionel Messi, sem Hilmar fékk í 9 ára afmælisgjöf. Magnús Hlynur Hreiðarsson Knattspyrnuhetjan Messi og átrúnaðargoð margra er nú mættur á Hvolsvöll, reyndar ekki í eigin persónu en níu ára strákur á staðnum fékk málverk af honum í afmælisgjöf, sem mamma hans málaði. Verkið hefur vakið mikla athygli. Já, Lionel Messi er mættur í öllu sínu veldi inn í stofu á málverki í Króktúni 10 hjá fjölskyldunni þar. Ástæðan er sú að Messi er uppáhaldsknattspyrnumaður Hilmars Hoffritz, sem varð níu ára fyrir nokkrum dögum. Mamma hans ákvað að koma honum á óvart og málaði mynd af knattspyrnuhetjunni og gaf honum en hún hefur gert mikið af því að mála allskonar málverk. „Hilmar er voðalega nægjusamur þegar maður spurði hann hvað hann vildi. Honum var alveg sama og átti allt og eitthvað þannig. Hugmyndin kom þegar við vorum saman að horfa á HM fyrir jól. Við héldum svo mikið með Argentínu, eða ég þóttist halda með Argentínu bara út af Hilmari og þá kom hugmyndin að gefa honum málverk,“ segir Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir, mamma Hilmars. Og það tókst aldeilis vel hjá Gunnhildi að mála meistarann enda hefur hún fengið mjög góð viðbrögð við myndinni úr öllum áttum. „Ég var alveg ákveðin á mála þetta andliti og svo þurfti ég bara að finna eitthvað til að búa til smá hreyfingu með og svo setti ég smá gull með. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Gunnhildur enn fremur. En geta Messi aðdáendur pantað mynd hjá Gunnhildi eða? „Það er aldrei vita, kannski læt ég bara gera eftirprent, hver veit, það kemur í ljós.“ Gunnhildi Þórunni tókst frábærlega til þegar hún málaði Messi eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hilmar afmælisbarn er hæstánægður með afmælisgjöfina. „Messi vann heimsmeistaramótið og er flottur karl. Og hann er góður að taka víti en betri samt í aukaspyrnum,“ segir Hilmar Hvað ætlar þú að gera við myndina núna? „Hún fer inn í herbergið mitt. Vinirnir mínir, sem hafa séð hana segja að þetta sé geggjuð mynd.“ En langar Hilmar ekki að bjóða Messi að koma í heimsókn á Hvolsvöll og taka eina létta fótboltaæfingu með krökkunum? „Nei, hann myndi ekkert vita hvar staðurinn er og það væri svolítið skrýtið að bara einhver maður, sem skilur ekki íslensku komi á Hvolsvöll, hann skilur vara frönsku, argentínsku og spænsku,“ segir Hilmar og hlær. Þegar Hilmar er ekki í skólanum og ekki að leika sér við vini sínu þá situr hann við tölvuna og horfir á Messi spila fótbolta.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Fótbolti Myndlist Mest lesið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Lífið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Sjá meira
Já, Lionel Messi er mættur í öllu sínu veldi inn í stofu á málverki í Króktúni 10 hjá fjölskyldunni þar. Ástæðan er sú að Messi er uppáhaldsknattspyrnumaður Hilmars Hoffritz, sem varð níu ára fyrir nokkrum dögum. Mamma hans ákvað að koma honum á óvart og málaði mynd af knattspyrnuhetjunni og gaf honum en hún hefur gert mikið af því að mála allskonar málverk. „Hilmar er voðalega nægjusamur þegar maður spurði hann hvað hann vildi. Honum var alveg sama og átti allt og eitthvað þannig. Hugmyndin kom þegar við vorum saman að horfa á HM fyrir jól. Við héldum svo mikið með Argentínu, eða ég þóttist halda með Argentínu bara út af Hilmari og þá kom hugmyndin að gefa honum málverk,“ segir Gunnhildur Þórunn Jónsdóttir, mamma Hilmars. Og það tókst aldeilis vel hjá Gunnhildi að mála meistarann enda hefur hún fengið mjög góð viðbrögð við myndinni úr öllum áttum. „Ég var alveg ákveðin á mála þetta andliti og svo þurfti ég bara að finna eitthvað til að búa til smá hreyfingu með og svo setti ég smá gull með. Þetta var skemmtilegt verkefni,“ segir Gunnhildur enn fremur. En geta Messi aðdáendur pantað mynd hjá Gunnhildi eða? „Það er aldrei vita, kannski læt ég bara gera eftirprent, hver veit, það kemur í ljós.“ Gunnhildi Þórunni tókst frábærlega til þegar hún málaði Messi eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Hilmar afmælisbarn er hæstánægður með afmælisgjöfina. „Messi vann heimsmeistaramótið og er flottur karl. Og hann er góður að taka víti en betri samt í aukaspyrnum,“ segir Hilmar Hvað ætlar þú að gera við myndina núna? „Hún fer inn í herbergið mitt. Vinirnir mínir, sem hafa séð hana segja að þetta sé geggjuð mynd.“ En langar Hilmar ekki að bjóða Messi að koma í heimsókn á Hvolsvöll og taka eina létta fótboltaæfingu með krökkunum? „Nei, hann myndi ekkert vita hvar staðurinn er og það væri svolítið skrýtið að bara einhver maður, sem skilur ekki íslensku komi á Hvolsvöll, hann skilur vara frönsku, argentínsku og spænsku,“ segir Hilmar og hlær. Þegar Hilmar er ekki í skólanum og ekki að leika sér við vini sínu þá situr hann við tölvuna og horfir á Messi spila fótbolta.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Fótbolti Myndlist Mest lesið Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Menning Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Lífið Bob og Robbie í bobba Gagnrýni Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Lífið Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Lífið Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Lífið Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Lífið The Smashing Pumpkins til Íslands Tónlist Fleiri fréttir Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Sjá meira