Meirihluti þeirra sem hefur skoðun vill í Evrópusambandið Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 17:00 Evrópuhreyfingin telur að áhugi landsmanna á inngöngu í Evrópusambandið sé að aukast. Getty Images Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun Maskínu vilja ganga í Evrópusambandið. 66% vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að taka upp aðildarviðræður að nýju. Könnun Maskínu var framkvæmd fyrir Evrópuhreyfinguna í febrúar og fagna samtökin auknum áhuga landsmanna á Evrópusambandinu. Í könnuninni kemur fram að 40,8% aðspurðra hafi verið hlynntir því að Ísland gengi í Evrópusambandið en 35,9% andvíg. Sé einungis horft til þeirra sem tóku afstöðu merki það að 53,3% Íslendinga séu hlynnt inngöngu í sambandið. Mjótt er á munum og margir svöruðu „hvorki né“.Maskína/Evrópuhreyfingin Jón Steindór Valdimarsson formaður Evrópuhreyfingarinnar segir að stuðningur við Evrópusambandsaðild hafi vaxið jafnt og þétt að undanförnu. „Þetta er í fyrsta sinn frá því mælingar Maskínu hófust, árið 2011, sem við sjáum að stuðningur við aðild er meiri en andstaðan […] Við höfum líka lært mikið af stríðinu í Úkraínu og áhrifum Brexit sem hafa reynst Bretum þungt í skauti. Sveiflur í gengi krónunnar, himinháir vextir og verðbólga hafa örugglega sín áhrif líka. Þá sjáum við að stuðningur við ESB er minna flokksbundinn en áður, og innan allra fylkinga vex áhugi á aukinni Evrópusamvinnu,“ segir Jón Steindór í tilkynningu. Á myndinni ber að líta þróun síðustu tólf ára.Maskína/Evrópuhreyfingin Önnur könnun á vegum Maskínu var gerð í desember þar sem spurt var um afstöðu fólks gagnvart því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Tæpur helmingur, eða 48%, var hlynntur því að ráðist yrði í atkvæðagreiðslu. Ef aðeins er horft til þeirra sem tóku afstöðu voru 66% hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það er skýr stefna hjá okkur í Evrópuhreyfingunni að halda beri þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að taka aftur upp aðildarviðræður við ESB. Með skýru umboði er hægt að ganga til samninga og sjá síðan svart á hvítu hvað stendur til boða. Að því loknu yrði fullkláraður samningur borinn fyrir þjóðina sem gæti þá kosið um aðild á upplýstan hátt,“ segir í tilkynningu Evrópuhreyfingarinnar. Tæplega helmingur, 48%, sögðust hlynnt því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða 66% ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu - með eða á móti.Maskína/Evrópuhreyfingin Evrópusambandið Skoðanakannanir Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Könnun Maskínu var framkvæmd fyrir Evrópuhreyfinguna í febrúar og fagna samtökin auknum áhuga landsmanna á Evrópusambandinu. Í könnuninni kemur fram að 40,8% aðspurðra hafi verið hlynntir því að Ísland gengi í Evrópusambandið en 35,9% andvíg. Sé einungis horft til þeirra sem tóku afstöðu merki það að 53,3% Íslendinga séu hlynnt inngöngu í sambandið. Mjótt er á munum og margir svöruðu „hvorki né“.Maskína/Evrópuhreyfingin Jón Steindór Valdimarsson formaður Evrópuhreyfingarinnar segir að stuðningur við Evrópusambandsaðild hafi vaxið jafnt og þétt að undanförnu. „Þetta er í fyrsta sinn frá því mælingar Maskínu hófust, árið 2011, sem við sjáum að stuðningur við aðild er meiri en andstaðan […] Við höfum líka lært mikið af stríðinu í Úkraínu og áhrifum Brexit sem hafa reynst Bretum þungt í skauti. Sveiflur í gengi krónunnar, himinháir vextir og verðbólga hafa örugglega sín áhrif líka. Þá sjáum við að stuðningur við ESB er minna flokksbundinn en áður, og innan allra fylkinga vex áhugi á aukinni Evrópusamvinnu,“ segir Jón Steindór í tilkynningu. Á myndinni ber að líta þróun síðustu tólf ára.Maskína/Evrópuhreyfingin Önnur könnun á vegum Maskínu var gerð í desember þar sem spurt var um afstöðu fólks gagnvart því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Tæpur helmingur, eða 48%, var hlynntur því að ráðist yrði í atkvæðagreiðslu. Ef aðeins er horft til þeirra sem tóku afstöðu voru 66% hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Það er skýr stefna hjá okkur í Evrópuhreyfingunni að halda beri þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Ísland eigi að taka aftur upp aðildarviðræður við ESB. Með skýru umboði er hægt að ganga til samninga og sjá síðan svart á hvítu hvað stendur til boða. Að því loknu yrði fullkláraður samningur borinn fyrir þjóðina sem gæti þá kosið um aðild á upplýstan hátt,“ segir í tilkynningu Evrópuhreyfingarinnar. Tæplega helmingur, 48%, sögðust hlynnt því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu eða 66% ef einungis er horft til þeirra sem tóku afstöðu - með eða á móti.Maskína/Evrópuhreyfingin
Evrópusambandið Skoðanakannanir Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira