Körfubolti

Diljá Ögn: Ég átti að gera það sem ég geri best

Árni Jóhannsson skrifar
Diljá Ögn að hleypa af skoti
Diljá Ögn að hleypa af skoti Vísir / Hulda Margrét

Diljá Ögn Lárusdóttir átti afbragðsleik gegn Spánverjum þegar Ísland tapaði 34-88 í lokaleik liðsins í forkeppni Eurobasket 2023. Diljá var stigahæst allra á vellinum og að öðrum ólöstuðum besti leikmaður vallarins. Hún kveðst spennt að taka þátt í framtíð íslenska landsliðsins.

Fyrir fram var það vitað mál að verkefni kvöldsins yrði erfitt en kom leikur Spánverja Diljá á óvart á einhvern hátt?

„Ég veit það eiginlega ekki. Við bara vissum það að þær eru klikkað góðar í körfubolta. En nei það var ekkert sem kom á óvart.“

Diljá var stigahæst og skoarði 14 stig, hún var beðin um að lýsa því hvað Benedikt Guðmundsson þjálfari liðsins hafi sagt henni fyrir leik að hún ætti að gera.

„Hann sagði mér bara að keyra á körfuna og skjóta og gera það bara sem ég geri best.“

Spánverjar eru eitt af bestu landsliðum heims þannig að það hlýtur að vera eitthvað sem stelpurnar geta lært af því að etja kappi við svona sterka leikmenn.

„Já það er geggjað tækifæri að spila á móti svona góðum stelpum. Það er bara allt sem við getum tek með okkur út úr þessum leik. Við þurftum að berjast mikið til dæmis.“

Íslenska landsliðið átti sína slæmu kafla en líka þá góðu í þessum leik. Allir leikhlutar innhéldu bæði það góða og það slæma. Hvað var rætt í leikhléunum sem voru tekin?

„Við áttum bara að spila góða vörn og áttum að vera aggressívar. Við töluðum einnig um það að við ættum aldrei að hætta að spila góða vörn.“

Varðandi framtíðina sagðist Diljá vera spennt yfir því að vera partur af liðinu.

„Það býr heldur betur mikið í þessu landsliði okkar. Ég er bara mjög spennt að fá að vera með í framtíðinni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×