Hjálpaðu mér upp, mér finnst ég vera að drukkna Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 08:00 Umræða um leikskóla í samfélaginu er í stuttu máli þessi: Það vantar rými fyrir börn, helst eins ung og hægt er Það vantar leikskólakennara og starfsfólk Það er mygla í skólum Þessi frasi „settu súrefnisgrímuna fyrst á yður“ er svo sannarlega viðeigandi þegar við horfum á leikskólakennara molna niður í starfinu sökum álags, undirmönnunar og ýmis konar vanda. Staðreyndin er sú að fjöldi leikskólakennara vinnur bara í eina viku í viðbót, eða nokkra mánuði, jafnvel ári lengur, áður en þau hlusta á hvað heilsan þeirra leyfir. Bara til að klára svo mikilvæg mál í leikskólanum fyrst. Það endar oftast á einn veg, örmögnun og möguleiki að viðkomandi snúi ekki til baka í kennslu sökum alvarlegs heilsubrests. „Hjálpaðu mér upp, mér finnst ég vera að drukkna, drukkna í öllu þessu í kringum mig.“ Ég er leikskólakennari og brenn fyrir starfið mitt, svo mikið að heilsan varð að láta í minni pokann og örmagna kulnun varð staðreynd fyrir ári síðan. Á þessu ári sem ég hef verið í veikindaleyfi, hef ég lært mikið, hef notið þjónustu VIRK starfsendurhæfingar. Þetta er eitt mikilvægasta sjálfsnám sem ég hef nokkurn tímann veitt mér. Samferðafólk mitt á námskeiðum er fjöldinn allur af leikskólakennurum. Þessi endurhæfingarnámskeið snúast um að byggja okkur upp til að ná andlegri og líkamlegri heilsu og komast út á vinnumarkaðinn á ný. „Hjálpaðu mér upp, ég get það ekki sjálfur, ég er orðinn leiður á að liggja hér.“ Ég kalla eftir því að fá markvissar forvarnir fyrir líkama og sál kennara inn í leikskólana, stýrt og stjórnað frá fagfólki, greitt yrði fyrir þá þjónustu af rekstraraðilum viðkomandi skóla. Þjónustan sem ég nýt hjá VIRK á heima hjá öllum þeim sem starfa í leikskólum. Ýmiskonar öpp, heimasíður og fleira eru góð bjargráð, en tíminn til að framfylgja því er ekki til. Þar af leiðandi þarf þessari björgunaraðgerð að vera stýrt utan frá, bæði faglega og markvisst. Er ekki komin tími til að við gefum heilsu okkar sem höldum leikskólum landsins gangandi, rými og tíma til að ná andanum og þar af leiðandi er möguleiki á að fækka veikindaleyfum. Við þurfum að átta okkur á því að það er dýrt fyrir allt samfélagið að missa svo mikilvæga hlekki sem leikskólakennarar eru úr starfi og niðurstaðan til viðbótar við heilsubrest kennara er að menntun barna á fyrsta skólastiginu verður mun lakari þegar fagfólk hverfur tímabundið eða alfarið úr starfi. Áhrif stöðugra mannabreytinga á yngsta skólastiginu eru þekkt, þau hafa neikvæð áhrif á geðtengsl barna. Mér þætti vænt um að öll sveitafélög landsins grípi boltann og hefji þá mögnuðu vinnu sem nú er hafin sbr. í Hafnarfirði og nú Akureyri, að koma til móts við vanda leikskólanna. Vissulega geta rekstraraðilar gripið til ótal annarra aðgerða til að bæta starfsaðstæður kennara og námsaðstæður barna en í dag er minn fókus á forvarnir sem snúa beint að kennurum. „Nei það er ekki hægt, að vera minni maður og láta slíkt og annað eins spyrjast út um sig“ Skömmin að vera fjarverandi frá leikskólanum í veikindum er mikil, skilningsleysi og þreyta samkennara vegna aukins álags getur myndað vítahring sem hefur áhrif á gæði kennslu. Mig langar að ljúka þessum skrifum á hluta úr nýjum Siðareglum KÍ, til að undirstrika mikilvægi þess að eiga hrausta og glaða kennara í skólum landsins. Fagmennska kennara snýr að samfélagi.Kennari: Gætir að heiðri og virðingu stéttar sinnar Gætir að framkomu sinni á opinberum vettvangi Er meðvitaður um samfélagsábyrgð sína Gætir trúnaðar við nemendur og forráðamenn Fagmennska kennara snýr að samstarfsfólki.Kennari: Leitast við að eiga góð og uppbyggileg samskipti Gætir trúnaðar Ber virðingu fyrir fjölbreytileika Tekur þátt í faglegu samstarfi á uppbyggilegan hátt Texti Ný Dönsk hér inn á milli en hann talar til mín um þessar mundir. Eflaust fleiri kennara í öllum skólagerðum um allt land!„Þú! Þú opnar ekki augun fyrr en allt of seint,opnar ekki augun fyrr en allt er orðið breytt.“„Flýtum okkur hægt, gerum það í snatri.Ég verð að láta fara lítið fyrir mér.Hjálpaðu mér upp ...“ Hugsum út fyrir boxið! Höfundur er leikskólakennari og frumkvöðull í forvörnum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Umræða um leikskóla í samfélaginu er í stuttu máli þessi: Það vantar rými fyrir börn, helst eins ung og hægt er Það vantar leikskólakennara og starfsfólk Það er mygla í skólum Þessi frasi „settu súrefnisgrímuna fyrst á yður“ er svo sannarlega viðeigandi þegar við horfum á leikskólakennara molna niður í starfinu sökum álags, undirmönnunar og ýmis konar vanda. Staðreyndin er sú að fjöldi leikskólakennara vinnur bara í eina viku í viðbót, eða nokkra mánuði, jafnvel ári lengur, áður en þau hlusta á hvað heilsan þeirra leyfir. Bara til að klára svo mikilvæg mál í leikskólanum fyrst. Það endar oftast á einn veg, örmögnun og möguleiki að viðkomandi snúi ekki til baka í kennslu sökum alvarlegs heilsubrests. „Hjálpaðu mér upp, mér finnst ég vera að drukkna, drukkna í öllu þessu í kringum mig.“ Ég er leikskólakennari og brenn fyrir starfið mitt, svo mikið að heilsan varð að láta í minni pokann og örmagna kulnun varð staðreynd fyrir ári síðan. Á þessu ári sem ég hef verið í veikindaleyfi, hef ég lært mikið, hef notið þjónustu VIRK starfsendurhæfingar. Þetta er eitt mikilvægasta sjálfsnám sem ég hef nokkurn tímann veitt mér. Samferðafólk mitt á námskeiðum er fjöldinn allur af leikskólakennurum. Þessi endurhæfingarnámskeið snúast um að byggja okkur upp til að ná andlegri og líkamlegri heilsu og komast út á vinnumarkaðinn á ný. „Hjálpaðu mér upp, ég get það ekki sjálfur, ég er orðinn leiður á að liggja hér.“ Ég kalla eftir því að fá markvissar forvarnir fyrir líkama og sál kennara inn í leikskólana, stýrt og stjórnað frá fagfólki, greitt yrði fyrir þá þjónustu af rekstraraðilum viðkomandi skóla. Þjónustan sem ég nýt hjá VIRK á heima hjá öllum þeim sem starfa í leikskólum. Ýmiskonar öpp, heimasíður og fleira eru góð bjargráð, en tíminn til að framfylgja því er ekki til. Þar af leiðandi þarf þessari björgunaraðgerð að vera stýrt utan frá, bæði faglega og markvisst. Er ekki komin tími til að við gefum heilsu okkar sem höldum leikskólum landsins gangandi, rými og tíma til að ná andanum og þar af leiðandi er möguleiki á að fækka veikindaleyfum. Við þurfum að átta okkur á því að það er dýrt fyrir allt samfélagið að missa svo mikilvæga hlekki sem leikskólakennarar eru úr starfi og niðurstaðan til viðbótar við heilsubrest kennara er að menntun barna á fyrsta skólastiginu verður mun lakari þegar fagfólk hverfur tímabundið eða alfarið úr starfi. Áhrif stöðugra mannabreytinga á yngsta skólastiginu eru þekkt, þau hafa neikvæð áhrif á geðtengsl barna. Mér þætti vænt um að öll sveitafélög landsins grípi boltann og hefji þá mögnuðu vinnu sem nú er hafin sbr. í Hafnarfirði og nú Akureyri, að koma til móts við vanda leikskólanna. Vissulega geta rekstraraðilar gripið til ótal annarra aðgerða til að bæta starfsaðstæður kennara og námsaðstæður barna en í dag er minn fókus á forvarnir sem snúa beint að kennurum. „Nei það er ekki hægt, að vera minni maður og láta slíkt og annað eins spyrjast út um sig“ Skömmin að vera fjarverandi frá leikskólanum í veikindum er mikil, skilningsleysi og þreyta samkennara vegna aukins álags getur myndað vítahring sem hefur áhrif á gæði kennslu. Mig langar að ljúka þessum skrifum á hluta úr nýjum Siðareglum KÍ, til að undirstrika mikilvægi þess að eiga hrausta og glaða kennara í skólum landsins. Fagmennska kennara snýr að samfélagi.Kennari: Gætir að heiðri og virðingu stéttar sinnar Gætir að framkomu sinni á opinberum vettvangi Er meðvitaður um samfélagsábyrgð sína Gætir trúnaðar við nemendur og forráðamenn Fagmennska kennara snýr að samstarfsfólki.Kennari: Leitast við að eiga góð og uppbyggileg samskipti Gætir trúnaðar Ber virðingu fyrir fjölbreytileika Tekur þátt í faglegu samstarfi á uppbyggilegan hátt Texti Ný Dönsk hér inn á milli en hann talar til mín um þessar mundir. Eflaust fleiri kennara í öllum skólagerðum um allt land!„Þú! Þú opnar ekki augun fyrr en allt of seint,opnar ekki augun fyrr en allt er orðið breytt.“„Flýtum okkur hægt, gerum það í snatri.Ég verð að láta fara lítið fyrir mér.Hjálpaðu mér upp ...“ Hugsum út fyrir boxið! Höfundur er leikskólakennari og frumkvöðull í forvörnum
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun