Vita ekki hvernig fljúgandi furðuhlutirnir haldast á lofti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 07:23 Glen VanHerck og fleiri á leið á fund vegna fljúgandi furðuhlutanna. AP Photo/J. Scott Applewhite Mikið hefur gengið á í lofthelgi Bandaríkjanna undanfarna daga. Bandaríkjaher hefur skotið niður fjóra fljúgandi hluti á átta dögum, síðast í gær. Að sögn talsmanna hefur svona ekki gerst innan bandarískrar lofthelgi á friðartímum. Fljúgandi furðuhlutur var skotinn niður yfir stöðuvatninu Huron í gærkvöldi en hann var í mikilli hæð skammt frá landamærum Kanada. Furðuhlutnum hefur verið lýst sem átthyrndum. Bandarísk yfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu undanfarna daga eftir að kínverskur njósnabelgur flaug inn í lofthelgi Bandaríkjanna. Kínverjar hafa hafnað öllum ásökunum um njósnir. Síðan njósnabelgurinn sveif inn í bandaríska lofthelgi hefur bandaríski flugherinn skotið niður fljúgandi hluti yfir Kanada og Alaska. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að engin augljós ógn hafi stafað af hlutunum en lítið væri um þá vitað og því engu hægt að slá út af borðinu, ekki einu sinni að um sé að ræða geimför. „Við höfum beint sjónum okkar í meira mæli að háloftunum innan okkar lofthelgi. Þar á meðal höfum við aukið eftirlitssvæði radarvarna okkar, sem gæti útskýrt þennan aukna fjölda hluta sem er að finnast,“ sagði Melissa Dalton, aðstoðarvarnamálaráðherra innanlandsvarna. Það sem eftir var af njósnabelgnum eftir að hann var skotinn niður af bandaríska flughernum.AP/Bandaríski sjóherinn Glen VanHerck, hershöfðingi og yfirmaður loftvarnastofnunar Norður-Ameríku, sagði á blaðamannafundi í gær að radar flughersins hafi verið breytt þannig að hann nemi hluti sem ferðist hægt yfir. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn á friðartímum sem þessi staða hefur verið hér á landi,“ sagði VanHerck. Aðstpurður hvort yfirvöld væru búin að slá það út af borðinu að geimverur eigi hlut að máli sagði VanHerck: „Á þessum tímapunkti hef ég ekki slegið neitt út af borðinu.“ Hlusta má á blaðamannafundinn í spilaranum hér að neðan. VanHerck sagði á fundinum að þessir þrír síðustu hlutir sem hafa verið skotnir niður hafi af ástæðu verið kallaðir hlutir af varnarmálaráðuneytinu en ekki blöðrur, eins og sú sem var skotin niður fyrst. Kínverski njósnabelgurinn sem var skotinn niður 4. febrúar hafi greinilega verið belgur. „Þegar við tölum um þessa þrjá síðustu hlusti get ég ekki sagt þér hvernig þeir haldast á lofti. Ein ágiskunin er að þarna sé belgur inni í einhvers konar strúktúr eða þá að þetta sé einhvers konar framdrifskerfi. En það er greinilegt að þessir hlutir haldast á lofti. Ég hvet ykkur til að tengja þessa hluti ekki við neitt ríki vegna þess að við vitum ekkert um hvaðan þeir koma,“ sagði VanHerck. „Þess vegna liggur líka á að við fáum þessa hluti í hendurnar svo við getum skoðað þá betur.“ Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Saka Kínverja um lygar sem vísa ásökunum á bug Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja. 12. febrúar 2023 16:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Fljúgandi furðuhlutur var skotinn niður yfir stöðuvatninu Huron í gærkvöldi en hann var í mikilli hæð skammt frá landamærum Kanada. Furðuhlutnum hefur verið lýst sem átthyrndum. Bandarísk yfirvöld hafa verið í viðbragðsstöðu undanfarna daga eftir að kínverskur njósnabelgur flaug inn í lofthelgi Bandaríkjanna. Kínverjar hafa hafnað öllum ásökunum um njósnir. Síðan njósnabelgurinn sveif inn í bandaríska lofthelgi hefur bandaríski flugherinn skotið niður fljúgandi hluti yfir Kanada og Alaska. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að engin augljós ógn hafi stafað af hlutunum en lítið væri um þá vitað og því engu hægt að slá út af borðinu, ekki einu sinni að um sé að ræða geimför. „Við höfum beint sjónum okkar í meira mæli að háloftunum innan okkar lofthelgi. Þar á meðal höfum við aukið eftirlitssvæði radarvarna okkar, sem gæti útskýrt þennan aukna fjölda hluta sem er að finnast,“ sagði Melissa Dalton, aðstoðarvarnamálaráðherra innanlandsvarna. Það sem eftir var af njósnabelgnum eftir að hann var skotinn niður af bandaríska flughernum.AP/Bandaríski sjóherinn Glen VanHerck, hershöfðingi og yfirmaður loftvarnastofnunar Norður-Ameríku, sagði á blaðamannafundi í gær að radar flughersins hafi verið breytt þannig að hann nemi hluti sem ferðist hægt yfir. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn á friðartímum sem þessi staða hefur verið hér á landi,“ sagði VanHerck. Aðstpurður hvort yfirvöld væru búin að slá það út af borðinu að geimverur eigi hlut að máli sagði VanHerck: „Á þessum tímapunkti hef ég ekki slegið neitt út af borðinu.“ Hlusta má á blaðamannafundinn í spilaranum hér að neðan. VanHerck sagði á fundinum að þessir þrír síðustu hlutir sem hafa verið skotnir niður hafi af ástæðu verið kallaðir hlutir af varnarmálaráðuneytinu en ekki blöðrur, eins og sú sem var skotin niður fyrst. Kínverski njósnabelgurinn sem var skotinn niður 4. febrúar hafi greinilega verið belgur. „Þegar við tölum um þessa þrjá síðustu hlusti get ég ekki sagt þér hvernig þeir haldast á lofti. Ein ágiskunin er að þarna sé belgur inni í einhvers konar strúktúr eða þá að þetta sé einhvers konar framdrifskerfi. En það er greinilegt að þessir hlutir haldast á lofti. Ég hvet ykkur til að tengja þessa hluti ekki við neitt ríki vegna þess að við vitum ekkert um hvaðan þeir koma,“ sagði VanHerck. „Þess vegna liggur líka á að við fáum þessa hluti í hendurnar svo við getum skoðað þá betur.“
Bandaríkin Tengdar fréttir Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50 Saka Kínverja um lygar sem vísa ásökunum á bug Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja. 12. febrúar 2023 16:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Fjórði fljúgandi hluturinn skotinn niður af Bandaríkjaher Bandaríkjaher skaut fyrir skömmu niður enn annan fljúgandi hlutinn í mikilli hæð yfir stöðuvatninu Huron í Michican fylki í Bandaríkjunum, skammt frá landamærum Kanada. Um er að ræða fjórða hlutinn sem skotinn er niður í þessum mánuði í Norður-Ameríku. 12. febrúar 2023 21:50
Saka Kínverja um lygar sem vísa ásökunum á bug Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja. 12. febrúar 2023 16:02