Að ýta kerfinu fram yfir þolmörk þess Finnur Th. Eiríksson skrifar 13. febrúar 2023 10:01 Það eru blikur á lofti. Á örfáum árum hefur stóraukin harka færst í samskipti ólíkra samfélagshópa. Háværu raddirnar hafa hlotið mestan hljómgrunn á meðan skynsemisraddirnar hafa verið kaffærðar. Ætlun mín er ekki að gera lítið úr réttmætum kröfum um aukinn samfélagslegan jöfnuð. En þegar harkan er orðin slík að ekki er lengur hægt að setjast við samningaborðið fara að renna á mann tvær grímur. Það læðist að manni sá grunur að meginmarkmiðið sé ekki að krefjast réttlætis fyrir ákveðinn samfélagshóp. Markmiðið virðist öllu heldur vera að ýta kerfinu fram yfir þolmörk þess. Þessar grunsemdir eru ekki úr lausu lofti gripnar. Það er alkunna að öfgafólk starfar innan raða Eflingar. Eðli málsins samkvæmt hafnar öfgafólk öllum lausnum sem byggja á málamiðlunum. Flókinn raunveruleikinn er smættaður í reyfarakennda baráttu góðs og ills. Með því hugarfari er hægt að réttlæta nánast hvað sem er, meðal annars pólitískar hreinsanir og jafnvel stjórnarbyltingar. Í sögulegu samhengi hafa stjórnarbyltingar ekki átt sér stað á einni nóttu. Þær eiga sér skýran aðdraganda þar sem smám saman er grafið undan innviðum samfélagsins, meðal annars með verkfallsaðgerðum. Oft eiga slíkar byltingar sér stað þegar samfélagið er veikt fyrir, til dæmis í efnahagslægð, hungursneyð eða sjúkdómsfaraldri. Þeir sem þekkja söguna vita að flestar stjórnarbyltingar hafa falið í sér miklar hörmungar fyrir alla hlutaðeigandi. Fullkomið réttlæti er ekki til í þessum heimi og þess vegna eru málamiðlanir nauðsynlegar. Vitanlega er eðlilegt að launþegar hafi verkfallsrétt. En þegar útópískar hugsjónir eða byltingarhugmyndir eru settar framar samfélagslegum stöðugleika er mál að linni. Dragist verkfallsaðgerðir á langinn er óhjákvæmilegt að það komi til inngrips stjórnvalda á einn eða annan hátt. Að lokum verða skynsemisraddirnar að yfirgnæfa þær háværu. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti. Á örfáum árum hefur stóraukin harka færst í samskipti ólíkra samfélagshópa. Háværu raddirnar hafa hlotið mestan hljómgrunn á meðan skynsemisraddirnar hafa verið kaffærðar. Ætlun mín er ekki að gera lítið úr réttmætum kröfum um aukinn samfélagslegan jöfnuð. En þegar harkan er orðin slík að ekki er lengur hægt að setjast við samningaborðið fara að renna á mann tvær grímur. Það læðist að manni sá grunur að meginmarkmiðið sé ekki að krefjast réttlætis fyrir ákveðinn samfélagshóp. Markmiðið virðist öllu heldur vera að ýta kerfinu fram yfir þolmörk þess. Þessar grunsemdir eru ekki úr lausu lofti gripnar. Það er alkunna að öfgafólk starfar innan raða Eflingar. Eðli málsins samkvæmt hafnar öfgafólk öllum lausnum sem byggja á málamiðlunum. Flókinn raunveruleikinn er smættaður í reyfarakennda baráttu góðs og ills. Með því hugarfari er hægt að réttlæta nánast hvað sem er, meðal annars pólitískar hreinsanir og jafnvel stjórnarbyltingar. Í sögulegu samhengi hafa stjórnarbyltingar ekki átt sér stað á einni nóttu. Þær eiga sér skýran aðdraganda þar sem smám saman er grafið undan innviðum samfélagsins, meðal annars með verkfallsaðgerðum. Oft eiga slíkar byltingar sér stað þegar samfélagið er veikt fyrir, til dæmis í efnahagslægð, hungursneyð eða sjúkdómsfaraldri. Þeir sem þekkja söguna vita að flestar stjórnarbyltingar hafa falið í sér miklar hörmungar fyrir alla hlutaðeigandi. Fullkomið réttlæti er ekki til í þessum heimi og þess vegna eru málamiðlanir nauðsynlegar. Vitanlega er eðlilegt að launþegar hafi verkfallsrétt. En þegar útópískar hugsjónir eða byltingarhugmyndir eru settar framar samfélagslegum stöðugleika er mál að linni. Dragist verkfallsaðgerðir á langinn er óhjákvæmilegt að það komi til inngrips stjórnvalda á einn eða annan hátt. Að lokum verða skynsemisraddirnar að yfirgnæfa þær háværu. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun