Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði rákust tveir bílar saman og voru tveir einstaklingar fluttir á bráðadeild Landspítalans til aðhlynningar.
Tilkynningin barst klukkan 8:29 og voru tveir dælubílar og þrír sjúkrabílar sendir á staðinn.
Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að umferð sé stýrt um Krýsuvíkurveg á meðan vegurinn er lokaður.
Uppfært klukkan 10: Búið er að opna Reykjanesbraut í báðar áttir.
Athugið: Lokað er á Reykjanesbraut vegna umferðaróhapps í báðar áttir við Straumsvík. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) February 13, 2023
