Óvænt endurkoma Kalla Bjarna á úrslitakvöldi Idol Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 15:30 Kalli Bjarni kom óvænt fram á úrslitakvöldi Idolsins á föstudaginn. Vísir/Vilhelm Eins og vart hefur farið framhjá neinum var Saga Matthildur krýnd ný Idolstjarna Íslands á föstudaginn. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar forveri hennar, Kalli Bjarni, var kynntur inn á svið sem óvænt skemmtiatriði. Kalli Bjarni er fyrsta Idolstjarna Íslands en hann sigraði keppnina eftirminnilega árið 2004. Eftir sigurinn varð mikið að gera hjá Kalla. Þegar mest lét spilaði hann á níu stöðum á einni helgi. Í viðtali við Vísi í nóvember sagði Kalli Bjarni álagið hafa reynst honum um megn. Hann villtist af braut og komst í kast við lögin. Hann hefur því látið lítið fyrir sér fara í tónlistinni síðustu ár. Hefur engu gleymt Í dag er Kalli Bjarni búinn að afplána sinn dóm. Hann segist vera kominn í gott jafnvægi, er sáttur við sjálfan sig og tilbúinn að láta til sín taka í tónlistarbransanum á nýjan leik. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Kalli Bjarni var kynntur inn á svið á úrslitakvöldinu föstudaginn á meðan á símakosningunni stóð. Hann tók sigurlag sitt Mustang Sally og hafði augljóslega engu gleymt. Það sem toppaði flutninginn var þó hinn goðsagnakenndi rauðrósótti sigurjakki. Hér fyrir neðan má sjá flutning Kalla Bjarna í heild sinni. Klippa: Kalli Bjarni flytur Mustang Sally á úrslitakvöldi Idol 2023 Idolstjörnur vinna saman að nýrri tónlist Kalli segir endurkomu Idolsins hafa kitlað gamlar taugar, sérstaklega vegna þess að hann fylgdist með sínum eigin syni taka þátt, og segist hann vera með einhver járn í eldinum. „Ég er í samstarfi við hann Snorra Snorrason sem vann þriðja Idolið, ásamt Einari Bráðar, svona að búa til eitthvað sniðugt sem kemur með vorinu. Við sjáum hvernig það fer,“ sagði Kalli eftir flutninginn á föstudaginn. Hildur Vala var einnig viðstödd Kalli Bjarni var þó ekki eina Idolstjarnan í svæðinu á föstudaginn, því Hildur Vala, sigurvegari Idol 2005, var einnig í salnum. Saga Matthildur sagði frá því að hún hefði verið mikill aðdáandi Hildar þegar hún var yngri. Hún minnist þess að hafa farið á Idolið sem barn og fengið eiginhandaráritun og mynd með Hildi Völu. Það lá því beinast við að endurtaka leikinn eftir að Saga hafði tekið við keflinu af átrúnaðargoðinu. Idolstjörnurnar Hildur Vala og Saga Matthildur.Vísir/Vilhelm Idol Tónlist Tengdar fréttir Myndasyrpa úr Idolinu: Sjáðu stemninguna Það var mikið um dýrðir í Idolhöllinni í gærkvöldi þegar Saga Matthildur og Kjalar kepptu í úrslitum. Saga Matthildur bar sigur úr býtum og er ný Idol-stjarna Íslands. 11. febrúar 2023 09:57 Sonur Kalla Bjarna fetaði í fótspor föður síns: „Þau sögðu að þetta væru örlög mín“ Þriðji þátturinn af Idol á Stöð fór í loftið í gærkvöldi og er áfram fylgst með áheyrnarprufum. Meðal þátttakenda í gær var hinn sautján ára Jón Emil en hann er sonur Kalla Bjarna, sem vann keppnina árið 2004. Birgitta Haukdal sagðist skotin í Jóni, líkt og Páll Óskar sagði um Kalla Bjarna á sínum tíma. 10. desember 2022 21:00 Viðbrögð keppenda: Bjóst við því að Saga myndi vinna Saga Matthildur sigurvegari Idolsins segist alls ekki hafa búist við sigri í Idolinu en Kjalar, sem keppti á móti henni á úrslitakvöldinu, var viss um að hún myndi bera sigur úr býtum. Bæði segjast þau ótrúlega þakklát. 10. febrúar 2023 22:18 Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45 15 dagar í Idol: „Ég man nákvæmlega eftir augnablikinu þegar nafn mitt var kallað“ Idolstjarnan Kalli Bjarni hefur marga fjöruna sopið síðan hann stóð á sviði Vetrargarðsins fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Hann segist vera í góðu jafnvægi í dag, hyggst gefa út nýja tónlist á næstunni og er spenntur að sjá nýja kynslóð spreyta sig í Idolinu á Stöð 2 nú í vetur. 10. nóvember 2022 20:01 Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira
Kalli Bjarni er fyrsta Idolstjarna Íslands en hann sigraði keppnina eftirminnilega árið 2004. Eftir sigurinn varð mikið að gera hjá Kalla. Þegar mest lét spilaði hann á níu stöðum á einni helgi. Í viðtali við Vísi í nóvember sagði Kalli Bjarni álagið hafa reynst honum um megn. Hann villtist af braut og komst í kast við lögin. Hann hefur því látið lítið fyrir sér fara í tónlistinni síðustu ár. Hefur engu gleymt Í dag er Kalli Bjarni búinn að afplána sinn dóm. Hann segist vera kominn í gott jafnvægi, er sáttur við sjálfan sig og tilbúinn að láta til sín taka í tónlistarbransanum á nýjan leik. Mikil fagnaðarlæti brutust út þegar Kalli Bjarni var kynntur inn á svið á úrslitakvöldinu föstudaginn á meðan á símakosningunni stóð. Hann tók sigurlag sitt Mustang Sally og hafði augljóslega engu gleymt. Það sem toppaði flutninginn var þó hinn goðsagnakenndi rauðrósótti sigurjakki. Hér fyrir neðan má sjá flutning Kalla Bjarna í heild sinni. Klippa: Kalli Bjarni flytur Mustang Sally á úrslitakvöldi Idol 2023 Idolstjörnur vinna saman að nýrri tónlist Kalli segir endurkomu Idolsins hafa kitlað gamlar taugar, sérstaklega vegna þess að hann fylgdist með sínum eigin syni taka þátt, og segist hann vera með einhver járn í eldinum. „Ég er í samstarfi við hann Snorra Snorrason sem vann þriðja Idolið, ásamt Einari Bráðar, svona að búa til eitthvað sniðugt sem kemur með vorinu. Við sjáum hvernig það fer,“ sagði Kalli eftir flutninginn á föstudaginn. Hildur Vala var einnig viðstödd Kalli Bjarni var þó ekki eina Idolstjarnan í svæðinu á föstudaginn, því Hildur Vala, sigurvegari Idol 2005, var einnig í salnum. Saga Matthildur sagði frá því að hún hefði verið mikill aðdáandi Hildar þegar hún var yngri. Hún minnist þess að hafa farið á Idolið sem barn og fengið eiginhandaráritun og mynd með Hildi Völu. Það lá því beinast við að endurtaka leikinn eftir að Saga hafði tekið við keflinu af átrúnaðargoðinu. Idolstjörnurnar Hildur Vala og Saga Matthildur.Vísir/Vilhelm
Idol Tónlist Tengdar fréttir Myndasyrpa úr Idolinu: Sjáðu stemninguna Það var mikið um dýrðir í Idolhöllinni í gærkvöldi þegar Saga Matthildur og Kjalar kepptu í úrslitum. Saga Matthildur bar sigur úr býtum og er ný Idol-stjarna Íslands. 11. febrúar 2023 09:57 Sonur Kalla Bjarna fetaði í fótspor föður síns: „Þau sögðu að þetta væru örlög mín“ Þriðji þátturinn af Idol á Stöð fór í loftið í gærkvöldi og er áfram fylgst með áheyrnarprufum. Meðal þátttakenda í gær var hinn sautján ára Jón Emil en hann er sonur Kalla Bjarna, sem vann keppnina árið 2004. Birgitta Haukdal sagðist skotin í Jóni, líkt og Páll Óskar sagði um Kalla Bjarna á sínum tíma. 10. desember 2022 21:00 Viðbrögð keppenda: Bjóst við því að Saga myndi vinna Saga Matthildur sigurvegari Idolsins segist alls ekki hafa búist við sigri í Idolinu en Kjalar, sem keppti á móti henni á úrslitakvöldinu, var viss um að hún myndi bera sigur úr býtum. Bæði segjast þau ótrúlega þakklát. 10. febrúar 2023 22:18 Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45 15 dagar í Idol: „Ég man nákvæmlega eftir augnablikinu þegar nafn mitt var kallað“ Idolstjarnan Kalli Bjarni hefur marga fjöruna sopið síðan hann stóð á sviði Vetrargarðsins fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Hann segist vera í góðu jafnvægi í dag, hyggst gefa út nýja tónlist á næstunni og er spenntur að sjá nýja kynslóð spreyta sig í Idolinu á Stöð 2 nú í vetur. 10. nóvember 2022 20:01 Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira
Myndasyrpa úr Idolinu: Sjáðu stemninguna Það var mikið um dýrðir í Idolhöllinni í gærkvöldi þegar Saga Matthildur og Kjalar kepptu í úrslitum. Saga Matthildur bar sigur úr býtum og er ný Idol-stjarna Íslands. 11. febrúar 2023 09:57
Sonur Kalla Bjarna fetaði í fótspor föður síns: „Þau sögðu að þetta væru örlög mín“ Þriðji þátturinn af Idol á Stöð fór í loftið í gærkvöldi og er áfram fylgst með áheyrnarprufum. Meðal þátttakenda í gær var hinn sautján ára Jón Emil en hann er sonur Kalla Bjarna, sem vann keppnina árið 2004. Birgitta Haukdal sagðist skotin í Jóni, líkt og Páll Óskar sagði um Kalla Bjarna á sínum tíma. 10. desember 2022 21:00
Viðbrögð keppenda: Bjóst við því að Saga myndi vinna Saga Matthildur sigurvegari Idolsins segist alls ekki hafa búist við sigri í Idolinu en Kjalar, sem keppti á móti henni á úrslitakvöldinu, var viss um að hún myndi bera sigur úr býtum. Bæði segjast þau ótrúlega þakklát. 10. febrúar 2023 22:18
Saga Matthildur vann Idolið Saga Matthildur er Idol-stjarna Íslands. Hún keppti til úrslita í kvöld á móti Kjalari og bar sigur úr býtum. 10. febrúar 2023 20:45
15 dagar í Idol: „Ég man nákvæmlega eftir augnablikinu þegar nafn mitt var kallað“ Idolstjarnan Kalli Bjarni hefur marga fjöruna sopið síðan hann stóð á sviði Vetrargarðsins fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Hann segist vera í góðu jafnvægi í dag, hyggst gefa út nýja tónlist á næstunni og er spenntur að sjá nýja kynslóð spreyta sig í Idolinu á Stöð 2 nú í vetur. 10. nóvember 2022 20:01